Lagerbäck leitar að réttu stöðunni fyrir Eið Smára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2013 17:50 Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Vilhelm Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, ræddi við landsliðsþjálfarann Lars Lagerbäck í tilefni af vináttulandsleiknum á móti Rússum í Marbella á Spáni á morgun en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Við munum reyna að spila eins og við vorum að gera á síðasta ári. Við höfum samt náð góðum æfingum hér á Spáni og munum kannski prófa nýja hluti og þá sérstaklega inn á miðsvæðinu. Við ætlum að reyna að fá vængmennina til að vera sókndjarfari en við sjáum síðan til hvernig það gengur," sagði Lars Lagerbäck. Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur inn í liðið eftir axlarmeiðsli og Guðjón spurði um hvað það gæfi íslenska liðinu. „Ég er mjög ánægður með að fá Kolbein til baka. Hann er með frábæra tölfræði í landsliðinu, átta mörk í ellefu leikjum, og það eru ekki margir framherjar sem ná því. Það vita allir íslenskir fótboltaáhugamenn að hann er mjög góður markaskorari og það er gott fyrir okkur að fá hann til baka. Við verðum samt að fara varlega með hann því hann er að koma til baka eftir meiðslin," sagði Lars Lagerbäck og bætti við: „Hann spilar kannski 45 til 60 mínútur á morgun en ég er mjög ánægður með að fá hann til baka inn í liðið ekki síst ef hann verður kominn í hundrað prósent form fyrir leikinn á móti Slóveníu. Það væri virkilega gott fyrir okkur," sagði Lagerbäck. Guðjón spurði landsliðsþjálfarann út í Eið Smára Guðjohnsen og hvort að hann hafi séð hann spila í Belgíu nýverið. „Ég hef séð leiki með honum í sjónvarpinu en þegar ég ætlaði að sjá hann spila í fyrsta leiknum eftir jól þá urðu þeir að fresta leiknum vegna snjókomu. Ég hef því ekki séð hann spila á staðnum en er búinn að sjá nokkra leiki með honum hjá sínu nýja félagi í sjónvarpinu," sagði Lagerbäck. „Ein af ástæðunum fyrir því að við ætlum að prófa nýja hluti á morgun er að finna gott hlutverk fyrir hann í liðinu. Við erum með nokkra flotta sóknarmenn í Gylfa, Alfreð og Kolbeini sem eru að gera góða hluti. Maður vill alltaf hafa sína bestu menn inn á vellinum en á sama tíma verður maður að finna rétta jafnvægið innan liðsins," sagði Lars. „Við munum prófa okkur áfram og reyna að finna það sem kemur best út fyrir liðið. Það er gott tækifæri að gera það á móti virkilega góðu liði eins og Rússlandi," sagði Lagerbäck en gæti Svíinn hugsað sér að nota Eið Smára inn á miðjunni. „Við erum að hugsa um það og það er eitt af því sem kemur til greina ef hann verður í byrjunarliðinu. Ég er forvitinn að prófa að láta hann spila mismunandi stöðu eftir hálfleikjum á morgun. Við verðum samt að bíða að sjá hvort allir verði heilir fyrir leikinn en eftir æfinguna í morgun þá voru allir klárir," sagði Lagerbäck. „Ég hef alltaf trú á sigri þó að mitt lið sé að mæta mjög sterku liði. Það er það sem er svo heillandi við fótboltann að þótt að við séum ekki með eins sterkt lið og Rússar þá hefur maður alltaf möguleika í fótbolta. Það er alltaf nauðsynlegt að stefna á sigur og ef það tekst að vinna Rússland þá væri það mjög gott fyrir sjálfstraustið í liðinu. Það væri líka gott skref í þá átt að byggja upp sigurmenningu innan liðsins. Við eigum möguleika en þetta verður erfiður leikur," sagði Lagerbäck en hvað þarf íslenska landsliðið helst að bæta. „Ef við tökum mið af síðasta ári þá fengum við alltof mörg mörk á okkur. Liðin voru að skora 1,4 mörk að meðaltali á okkur á síðasta ári og það eru of mörg mörk ef menn ætla sér að vera topplið. Vörnin í heild sinni er góð en við þurfum að halda betur einbeitingunni í vítateignum. Við sýndum strákunum myndbrot frá síðasta ári á liðsfundi á dögunum og vonandi halda þeir betur einbeitingunni í framhaldinu," sagði Lars Lagerbäck en það er hægt að hlusta á viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, ræddi við landsliðsþjálfarann Lars Lagerbäck í tilefni af vináttulandsleiknum á móti Rússum í Marbella á Spáni á morgun en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Við munum reyna að spila eins og við vorum að gera á síðasta ári. Við höfum samt náð góðum æfingum hér á Spáni og munum kannski prófa nýja hluti og þá sérstaklega inn á miðsvæðinu. Við ætlum að reyna að fá vængmennina til að vera sókndjarfari en við sjáum síðan til hvernig það gengur," sagði Lars Lagerbäck. Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur inn í liðið eftir axlarmeiðsli og Guðjón spurði um hvað það gæfi íslenska liðinu. „Ég er mjög ánægður með að fá Kolbein til baka. Hann er með frábæra tölfræði í landsliðinu, átta mörk í ellefu leikjum, og það eru ekki margir framherjar sem ná því. Það vita allir íslenskir fótboltaáhugamenn að hann er mjög góður markaskorari og það er gott fyrir okkur að fá hann til baka. Við verðum samt að fara varlega með hann því hann er að koma til baka eftir meiðslin," sagði Lars Lagerbäck og bætti við: „Hann spilar kannski 45 til 60 mínútur á morgun en ég er mjög ánægður með að fá hann til baka inn í liðið ekki síst ef hann verður kominn í hundrað prósent form fyrir leikinn á móti Slóveníu. Það væri virkilega gott fyrir okkur," sagði Lagerbäck. Guðjón spurði landsliðsþjálfarann út í Eið Smára Guðjohnsen og hvort að hann hafi séð hann spila í Belgíu nýverið. „Ég hef séð leiki með honum í sjónvarpinu en þegar ég ætlaði að sjá hann spila í fyrsta leiknum eftir jól þá urðu þeir að fresta leiknum vegna snjókomu. Ég hef því ekki séð hann spila á staðnum en er búinn að sjá nokkra leiki með honum hjá sínu nýja félagi í sjónvarpinu," sagði Lagerbäck. „Ein af ástæðunum fyrir því að við ætlum að prófa nýja hluti á morgun er að finna gott hlutverk fyrir hann í liðinu. Við erum með nokkra flotta sóknarmenn í Gylfa, Alfreð og Kolbeini sem eru að gera góða hluti. Maður vill alltaf hafa sína bestu menn inn á vellinum en á sama tíma verður maður að finna rétta jafnvægið innan liðsins," sagði Lars. „Við munum prófa okkur áfram og reyna að finna það sem kemur best út fyrir liðið. Það er gott tækifæri að gera það á móti virkilega góðu liði eins og Rússlandi," sagði Lagerbäck en gæti Svíinn hugsað sér að nota Eið Smára inn á miðjunni. „Við erum að hugsa um það og það er eitt af því sem kemur til greina ef hann verður í byrjunarliðinu. Ég er forvitinn að prófa að láta hann spila mismunandi stöðu eftir hálfleikjum á morgun. Við verðum samt að bíða að sjá hvort allir verði heilir fyrir leikinn en eftir æfinguna í morgun þá voru allir klárir," sagði Lagerbäck. „Ég hef alltaf trú á sigri þó að mitt lið sé að mæta mjög sterku liði. Það er það sem er svo heillandi við fótboltann að þótt að við séum ekki með eins sterkt lið og Rússar þá hefur maður alltaf möguleika í fótbolta. Það er alltaf nauðsynlegt að stefna á sigur og ef það tekst að vinna Rússland þá væri það mjög gott fyrir sjálfstraustið í liðinu. Það væri líka gott skref í þá átt að byggja upp sigurmenningu innan liðsins. Við eigum möguleika en þetta verður erfiður leikur," sagði Lagerbäck en hvað þarf íslenska landsliðið helst að bæta. „Ef við tökum mið af síðasta ári þá fengum við alltof mörg mörk á okkur. Liðin voru að skora 1,4 mörk að meðaltali á okkur á síðasta ári og það eru of mörg mörk ef menn ætla sér að vera topplið. Vörnin í heild sinni er góð en við þurfum að halda betur einbeitingunni í vítateignum. Við sýndum strákunum myndbrot frá síðasta ári á liðsfundi á dögunum og vonandi halda þeir betur einbeitingunni í framhaldinu," sagði Lars Lagerbäck en það er hægt að hlusta á viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Sjá meira