Vitni að upphafi eldgossins - sáu jörðina rifna upp Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2013 11:30 Ólafur Gränz lýsir einstakri lífsreynslu á Stöð 2 í kvöld. Hann var ásamt Hjálmari Guðnasyni á göngu austur á Heimaey þegar jörðin rifnaði upp fyrir framan þá. Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson. Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. Eftir því sem best er vitað eru þeir einu Íslendingarnir sem séð hafa upphaf eldgoss svo nærri upptökunum. Hjálmar lést fyrir sjö árum en í blaðaviðtali fyrir tíu árum lýstu þeir saman þessari einstöku lífsreynslu sinni. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, strax að loknum fréttum, lýsir Ólafur upphafi eldgossins í fyrsta sinn í sjónvarpsviðtali og hvernig það bar til að Hjálmar vinur hans hringdi eftir langan vinnudag og bað hann að koma með sér í göngutúr um nóttina. Þeir áttu trillu saman og ætluðu í bryggjulabb og síðan austur að Urðavita. Á leiðinni mættu þeir kunningja sínum, öðrum trillukarli, og spjölluðu við hann nokkra stund. Þessi töf gæti hafa bjargað lífi þeirra því þeir voru komnir á móts við Kirkjubæina þegar gosið hófst skyndilega. „Allt í einu, eins og hendi sé veifað, þá rifnar bara jörðin fyrir framan okkur," segir Ólafur Gränz í viðtalinu. Ef þeir hefðu ekki tafist telur Ólafur að þeir hefðu annaðhvort verið komnir að Urðavita, og þá lent handan sprungunnar, eða hugsanlega staðið klofvega ofan á henni, og þá ekki verið til frásagnar. Lýsing Ólafs á upphafi eldgossins verður sýnd klukkan 18.55 í opinni dagskrá á Stöð 2 en í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá Heimaeyjargosinu verða næstu þættir „Um land allt" helgaðir þessum sögulega viðburði. Rætt verður við á annan tug Eyjamanna en þátturinn í kvöld fjallar um upphaf gossins og fyrstu klukkustundir. Meðal annarra viðmælenda í kvöld er Brynja Pétursdóttir, sem bjó á Kirkjubæ, í því íbúðarhúsi sem næst stóð upptökunum og fyrst brann í gosinu. Urðaviti er talinn fyrsta mannvirkið sem eyðilagðist en Ólafur segir vitann hafa sprungið fljótlega eftir að gosið hófst. Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu þann 23. janúar árið 1973 vitni að því þegar gossprungan opnaðist austast á Heimaey og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. Eftir því sem best er vitað eru þeir einu Íslendingarnir sem séð hafa upphaf eldgoss svo nærri upptökunum. Hjálmar lést fyrir sjö árum en í blaðaviðtali fyrir tíu árum lýstu þeir saman þessari einstöku lífsreynslu sinni. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, strax að loknum fréttum, lýsir Ólafur upphafi eldgossins í fyrsta sinn í sjónvarpsviðtali og hvernig það bar til að Hjálmar vinur hans hringdi eftir langan vinnudag og bað hann að koma með sér í göngutúr um nóttina. Þeir áttu trillu saman og ætluðu í bryggjulabb og síðan austur að Urðavita. Á leiðinni mættu þeir kunningja sínum, öðrum trillukarli, og spjölluðu við hann nokkra stund. Þessi töf gæti hafa bjargað lífi þeirra því þeir voru komnir á móts við Kirkjubæina þegar gosið hófst skyndilega. „Allt í einu, eins og hendi sé veifað, þá rifnar bara jörðin fyrir framan okkur," segir Ólafur Gränz í viðtalinu. Ef þeir hefðu ekki tafist telur Ólafur að þeir hefðu annaðhvort verið komnir að Urðavita, og þá lent handan sprungunnar, eða hugsanlega staðið klofvega ofan á henni, og þá ekki verið til frásagnar. Lýsing Ólafs á upphafi eldgossins verður sýnd klukkan 18.55 í opinni dagskrá á Stöð 2 en í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá Heimaeyjargosinu verða næstu þættir „Um land allt" helgaðir þessum sögulega viðburði. Rætt verður við á annan tug Eyjamanna en þátturinn í kvöld fjallar um upphaf gossins og fyrstu klukkustundir. Meðal annarra viðmælenda í kvöld er Brynja Pétursdóttir, sem bjó á Kirkjubæ, í því íbúðarhúsi sem næst stóð upptökunum og fyrst brann í gosinu. Urðaviti er talinn fyrsta mannvirkið sem eyðilagðist en Ólafur segir vitann hafa sprungið fljótlega eftir að gosið hófst.
Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira