Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2013 19:30 Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum „Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu vitni að því þegar gossprungan opnaðist og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. Hjálmar lést fyrir sjö árum en á Stöð 2 í kvöld lýsti Ólafur upphafi eldgossins í fyrsta sinn í sjónvarpsviðtali. „Allt í einu, eins og hendi sé veifað, þá rifnar bara jörðin fyrir framan okkur," segir Ólafur Gränz í viðtalinu. Brynja Pétursdóttir, sem bjó á Kirkjubæ, í því íbúðarhúsi sem næst stóð upptökunum, greindi frá þeirri upplifun sinni að vakna við eldgos í bæjartúninu og að þurfa að yfirgefa æskuheimili sitt í skyndi og sjá það aldrei aftur. Óvænt gosið varð til þess að upp komst um ungt kærustupar, Helgu og Arnór, sem þá voru 15 og 16 ára. Helga Jónsdóttir horfði út um glugga á risherbergi með kærastanum sínum á sprunguna lengjast, en hún var þó hræddari við að standa frammi fyrir foreldrum sínum, því pilturinn átti að vera farinn heim til sín á miðnætti. Gosið virtist koma flestum á óvart. Nokkrir vægir jarðskjálftar höfðu fundist klukkustundirnar á undan, sá stærsti um þrjú stig, um fimmtán mínútum áður en gossprungan opnaðist. Fyrirboðar eldgossins gætu þó hafa verið fleiri. Þannig áttu sjómenn að hafa tekið eftir því að snjó festi ekki austast á Heimaey, Ólafur Gränz tók eftir jarðsigi tveim dögum áður á svæðinu, og á Kirkjubæ hafði heimilisfólk mátt þola óvenju mikinn músa- og rottugangi mánuðinn á undan. Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum „Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. Vestmannaeyingarnir Hjálmar Guðnason og Ólafur Gränz urðu vitni að því þegar gossprungan opnaðist og stóðu þeir aðeins um 200 metra frá jarðeldinum. Hjálmar lést fyrir sjö árum en á Stöð 2 í kvöld lýsti Ólafur upphafi eldgossins í fyrsta sinn í sjónvarpsviðtali. „Allt í einu, eins og hendi sé veifað, þá rifnar bara jörðin fyrir framan okkur," segir Ólafur Gränz í viðtalinu. Brynja Pétursdóttir, sem bjó á Kirkjubæ, í því íbúðarhúsi sem næst stóð upptökunum, greindi frá þeirri upplifun sinni að vakna við eldgos í bæjartúninu og að þurfa að yfirgefa æskuheimili sitt í skyndi og sjá það aldrei aftur. Óvænt gosið varð til þess að upp komst um ungt kærustupar, Helgu og Arnór, sem þá voru 15 og 16 ára. Helga Jónsdóttir horfði út um glugga á risherbergi með kærastanum sínum á sprunguna lengjast, en hún var þó hræddari við að standa frammi fyrir foreldrum sínum, því pilturinn átti að vera farinn heim til sín á miðnætti. Gosið virtist koma flestum á óvart. Nokkrir vægir jarðskjálftar höfðu fundist klukkustundirnar á undan, sá stærsti um þrjú stig, um fimmtán mínútum áður en gossprungan opnaðist. Fyrirboðar eldgossins gætu þó hafa verið fleiri. Þannig áttu sjómenn að hafa tekið eftir því að snjó festi ekki austast á Heimaey, Ólafur Gränz tók eftir jarðsigi tveim dögum áður á svæðinu, og á Kirkjubæ hafði heimilisfólk mátt þola óvenju mikinn músa- og rottugangi mánuðinn á undan.
Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Um land allt Vestmannaeyjar Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira