Duncan valinn í Stjörnuleikinn í fjórtánda sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2013 09:45 Tim Duncan. Mynd/Nordic Photos/Getty NBA-deildin í körfubolta tilkynnti í gær hvaða sjö leikmenn bættust í hvort Stjörnulið fyrir Stjörnuleik deildarinnar sem fram fer í Houston í næsta mánuði. Fimm leikmenn Austurstrandarinnar voru valdir í Stjörnuleik í fyrsta sinn en James Harden er eini nýliðinn í liði Vesturstrandarinnar. Tim Duncan hjá San Antonio Spurs var valinn í sinn fjórtánda Stjörnuleik en liðsfélagi hans Tony Parker er einnig meðal varamanna Vesturdeildarinnar. San Antonio er eitt af fjórum liðum sem á tvo leikmenn í liði Vestursins en hin eru Los Angeles Clippers, Los Angeles Lakers og Oklahoma City Thunder. Duncan var ekki valinn í fyrra en hefur átt magnað tímabil 36 ára gamall þar sem hann er með 17,5 stig, 9,8 fráköst og 2,7 varin skot að meðaltali í leik. Heimamaðurinn James Harden var valinn í fyrsta sinn í Stjörnuleik og mun þar spila á ný með Kevin Durant og Russell Westbrook, fyrrum félögum sínum hjá Oklahoma City Thunder. Nýliðar í liði Austurstrandarinnar eru Joakim Noah, Tyson Chandler, Paul George, Kyrie Irving og Jrue Holiday. Chris Bosh var valinn í sinn áttunda Stjörnuleik og sér til þess að Miami Heat á þrjá fulltrúa í leiknum því Dwyane Wade og LeBron James eru báðir í byrjunarliðinu. Stephen Curry hefur verið frábær hjá Golden State Warroirs og er með 20,9 stig og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik en það dugaði honum ekki til þess að vera valinn. Hann er stigahæsti leikmaður deildarinnar sem ekki kemst í Stjörnuleikinn í ár. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem taka þátt í Stjörnuleiknum 2013 sem fer fram í Toyota Center í Houston 17. febrúar næstkomandi.Lið Austurstrandarinnar:Byrjunarlið: Bakvörður - Rajon Rondo, Boston Celtics (4. sinn) Bakvörður - Dwyane Wade, Miami Heat (9.) Framherji - LeBron James, Miami Heat (9.) Framherji - Carmelo Anthony, New York Knicks (6.) Framherji - Kevin Garnett, Boston Celtics (15.)Varamenn: Framherji - Chris Bosh, Miami Heat (8.) Miðherji - Tyson Chandler, New York Knicks (Nýliði) Framherji - Luol Deng, Chicago Bulls (2.) Framherji - Paul George, Indiana Pacers (Nýliði) Bakvörður - Jrue Holiday, Philadelphia 76ers (Nýliði) Bakvörður - Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers (Nýliði) Miðherji - Joakim Noah, Chicago Bulls (Nýliði)Lið Vesturstrandarinnar:Byrjunarlið: Bakvörður - Chris Paul, Los Angeles Clippers (6. sinn) Bakvörður - Kobe Bryant, Los Angeles Lakers (15.) Framherji - Kevin Durant, Oklahoma City Thunder (4.) Framherji - Blake Griffin, Los Angeles Clippers (3.) Miðherji - Dwight Howard, Los Angeles Lakers (7.)Varamenn: Framherji - LaMarcus Aldridge, Portland Trail Blazers (2.) Framherji - Tim Duncan, San Antonio Spurs (14.) Bakvörður - James Harden, Houston Rockets (Nýliði) Framherji - David Lee, Golden State Warriors (2.) Bakvörður - Tony Parker, San Antonio Spurs (5.) Framherji - Zach Randolph, Memphis Grizzlies (2.) Bakvörður - Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (3.) NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta tilkynnti í gær hvaða sjö leikmenn bættust í hvort Stjörnulið fyrir Stjörnuleik deildarinnar sem fram fer í Houston í næsta mánuði. Fimm leikmenn Austurstrandarinnar voru valdir í Stjörnuleik í fyrsta sinn en James Harden er eini nýliðinn í liði Vesturstrandarinnar. Tim Duncan hjá San Antonio Spurs var valinn í sinn fjórtánda Stjörnuleik en liðsfélagi hans Tony Parker er einnig meðal varamanna Vesturdeildarinnar. San Antonio er eitt af fjórum liðum sem á tvo leikmenn í liði Vestursins en hin eru Los Angeles Clippers, Los Angeles Lakers og Oklahoma City Thunder. Duncan var ekki valinn í fyrra en hefur átt magnað tímabil 36 ára gamall þar sem hann er með 17,5 stig, 9,8 fráköst og 2,7 varin skot að meðaltali í leik. Heimamaðurinn James Harden var valinn í fyrsta sinn í Stjörnuleik og mun þar spila á ný með Kevin Durant og Russell Westbrook, fyrrum félögum sínum hjá Oklahoma City Thunder. Nýliðar í liði Austurstrandarinnar eru Joakim Noah, Tyson Chandler, Paul George, Kyrie Irving og Jrue Holiday. Chris Bosh var valinn í sinn áttunda Stjörnuleik og sér til þess að Miami Heat á þrjá fulltrúa í leiknum því Dwyane Wade og LeBron James eru báðir í byrjunarliðinu. Stephen Curry hefur verið frábær hjá Golden State Warroirs og er með 20,9 stig og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik en það dugaði honum ekki til þess að vera valinn. Hann er stigahæsti leikmaður deildarinnar sem ekki kemst í Stjörnuleikinn í ár. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem taka þátt í Stjörnuleiknum 2013 sem fer fram í Toyota Center í Houston 17. febrúar næstkomandi.Lið Austurstrandarinnar:Byrjunarlið: Bakvörður - Rajon Rondo, Boston Celtics (4. sinn) Bakvörður - Dwyane Wade, Miami Heat (9.) Framherji - LeBron James, Miami Heat (9.) Framherji - Carmelo Anthony, New York Knicks (6.) Framherji - Kevin Garnett, Boston Celtics (15.)Varamenn: Framherji - Chris Bosh, Miami Heat (8.) Miðherji - Tyson Chandler, New York Knicks (Nýliði) Framherji - Luol Deng, Chicago Bulls (2.) Framherji - Paul George, Indiana Pacers (Nýliði) Bakvörður - Jrue Holiday, Philadelphia 76ers (Nýliði) Bakvörður - Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers (Nýliði) Miðherji - Joakim Noah, Chicago Bulls (Nýliði)Lið Vesturstrandarinnar:Byrjunarlið: Bakvörður - Chris Paul, Los Angeles Clippers (6. sinn) Bakvörður - Kobe Bryant, Los Angeles Lakers (15.) Framherji - Kevin Durant, Oklahoma City Thunder (4.) Framherji - Blake Griffin, Los Angeles Clippers (3.) Miðherji - Dwight Howard, Los Angeles Lakers (7.)Varamenn: Framherji - LaMarcus Aldridge, Portland Trail Blazers (2.) Framherji - Tim Duncan, San Antonio Spurs (14.) Bakvörður - James Harden, Houston Rockets (Nýliði) Framherji - David Lee, Golden State Warriors (2.) Bakvörður - Tony Parker, San Antonio Spurs (5.) Framherji - Zach Randolph, Memphis Grizzlies (2.) Bakvörður - Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (3.)
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira