Heimir Örn: Dómarar verða að fatta mannleg samskipti Guðmundur Marinó Ingvarsson í Strandgötu skrifar 26. janúar 2013 18:27 Heimir Örn Árnason Mynd/Daníel „Það var haustbragur á þessu þó það eigi ekki að vera í lok janúar. Við vorum lengi í gang og þungir og við þurfum að drífa okkur að létta á okkur. Það er vika í alvöru leik heima," sagði Heimir Örn Árnason annar þjálfara Akureyrar eftir 24-28 tap á móti FH í undanúrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins í Strandgötu í dag. „FH-ingar voru skynsamari á boltann en við. Við vorum að skjóta í lélegum færum. Gæðastuðullinn á þessum leik var ekki hár, allstaðar á vellinum," sagði Heimir en Geir Guðmundsson átti þó prýðisgóðan leik fyrir Akureyri. „Það var 6-1 fyrir þá í vítadómum. Það var gjörsamlega út úr kortinu. Þetta voru nýliðamistök hjá þeim. Þeir eiga að dæma í deildinni eftir áramót þessir og þetta var fín æfing fyrir þá. Þeir koma sterkir inn. „Dómarar verða aðeins að fatta mannleg samskipti. Þó menn öskri aðeins á háu tónunum þá ætla menn ekki að drepa þá. Það þýðir ekki að gefa rautt spjald og fjórar fyrir eitthvað smá. Þá er nú félagi minn Einar Jónsson (innskot blm. þjálfari Fram) alltaf að fá rautt. Þetta er bíó ef ég fæ rautt fyrir eitt atvik og svo öskra Aron og Einar í 60 mínútur í leiknum á undan. Þeir þurfa að ræða það á dómaraþinginu hvernig þeir ætla að gera þetta þegar deildin fer af stað aftur," sagði Heimir allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk í stöðunni 24-22 þegar hann var dæmdur brotlegur eftir að Akureyri hafði unnið boltann í vörninni. „Þetta var mikilvægt augnablik í leiknum og mér fannst rosalegt að dæma á mig þegar ég er fimm metra frá boltanum og við með boltann í höndunum. Við Ási (Ásbjörn Friðriksson) vorum eitthvað að kljást. „Svo verð ég aðeins að skjóta á HSÍ. Ég skil ekki þetta laugardags, sunnudags fyrirkomulag. Ég er búinn að mæta hérna síðustu fimm ári held ég, föstudag og laugardag. Það hefur verið svona föstudags stemning, fullt hús og mjög gaman að spila. 600 manns í húsinu og ég átta mig ekki á að færa þetta á laugardag og sunnudag og klukkan 2 á sunnudegi. Það eru allir í vöfflum heima og enginn að mæta á handboltaleik. „Það er úrslitaleikur á HM á morgun og við erum að fljúga heim á sama tíma. Ég skil ekki svona. Liðin eru aldrei spurð hvað þeim finnst betra. Það hefur verið fullt hús síðustu ár og frábært mót en hvað er hérna núna, 150 manns í húsinu. Mér finnst menn á 70% hraða. Ég er ekki ánægður með þetta. Kannski er það af því að ég tapaði, ég veit það ekki en þetta er satt. Þetta er búið að vera gott á föstudegi og laugardegi. „Svo á eftir að koma í ljós með þessa bikarúrslitahelgi. Við erum ekki alveg Þjóðverjar á sunnudegi með pulsu og bjór tvo tíma fyrir leik er það nokkuð. Ég skil ekki þetta sunnudagsdæmi. Spila á laugardegi klukkan 4 með fullt hús en ég er ekki í stjórn HSÍ," sagði Heimir að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira
„Það var haustbragur á þessu þó það eigi ekki að vera í lok janúar. Við vorum lengi í gang og þungir og við þurfum að drífa okkur að létta á okkur. Það er vika í alvöru leik heima," sagði Heimir Örn Árnason annar þjálfara Akureyrar eftir 24-28 tap á móti FH í undanúrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins í Strandgötu í dag. „FH-ingar voru skynsamari á boltann en við. Við vorum að skjóta í lélegum færum. Gæðastuðullinn á þessum leik var ekki hár, allstaðar á vellinum," sagði Heimir en Geir Guðmundsson átti þó prýðisgóðan leik fyrir Akureyri. „Það var 6-1 fyrir þá í vítadómum. Það var gjörsamlega út úr kortinu. Þetta voru nýliðamistök hjá þeim. Þeir eiga að dæma í deildinni eftir áramót þessir og þetta var fín æfing fyrir þá. Þeir koma sterkir inn. „Dómarar verða aðeins að fatta mannleg samskipti. Þó menn öskri aðeins á háu tónunum þá ætla menn ekki að drepa þá. Það þýðir ekki að gefa rautt spjald og fjórar fyrir eitthvað smá. Þá er nú félagi minn Einar Jónsson (innskot blm. þjálfari Fram) alltaf að fá rautt. Þetta er bíó ef ég fæ rautt fyrir eitt atvik og svo öskra Aron og Einar í 60 mínútur í leiknum á undan. Þeir þurfa að ræða það á dómaraþinginu hvernig þeir ætla að gera þetta þegar deildin fer af stað aftur," sagði Heimir allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk í stöðunni 24-22 þegar hann var dæmdur brotlegur eftir að Akureyri hafði unnið boltann í vörninni. „Þetta var mikilvægt augnablik í leiknum og mér fannst rosalegt að dæma á mig þegar ég er fimm metra frá boltanum og við með boltann í höndunum. Við Ási (Ásbjörn Friðriksson) vorum eitthvað að kljást. „Svo verð ég aðeins að skjóta á HSÍ. Ég skil ekki þetta laugardags, sunnudags fyrirkomulag. Ég er búinn að mæta hérna síðustu fimm ári held ég, föstudag og laugardag. Það hefur verið svona föstudags stemning, fullt hús og mjög gaman að spila. 600 manns í húsinu og ég átta mig ekki á að færa þetta á laugardag og sunnudag og klukkan 2 á sunnudegi. Það eru allir í vöfflum heima og enginn að mæta á handboltaleik. „Það er úrslitaleikur á HM á morgun og við erum að fljúga heim á sama tíma. Ég skil ekki svona. Liðin eru aldrei spurð hvað þeim finnst betra. Það hefur verið fullt hús síðustu ár og frábært mót en hvað er hérna núna, 150 manns í húsinu. Mér finnst menn á 70% hraða. Ég er ekki ánægður með þetta. Kannski er það af því að ég tapaði, ég veit það ekki en þetta er satt. Þetta er búið að vera gott á föstudegi og laugardegi. „Svo á eftir að koma í ljós með þessa bikarúrslitahelgi. Við erum ekki alveg Þjóðverjar á sunnudegi með pulsu og bjór tvo tíma fyrir leik er það nokkuð. Ég skil ekki þetta sunnudagsdæmi. Spila á laugardegi klukkan 4 með fullt hús en ég er ekki í stjórn HSÍ," sagði Heimir að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira