Handbolti

Ólafur: Ætla af afsanna gildi prófgráða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur í leik með íslenska landsliðinu.
Ólafur í leik með íslenska landsliðinu.
Ólafur Stefánsson var formlega kynntur til sögunnar sem næsti þjálfari Vals. Hann mun taka við liðinu næsta sumar en hann hefur gert tveggja ára samning við liðið.

Eins og fjallað var um á Vísi í dag var Patrekur Jóhannesson ráðinn til Hauka. Patrekur mun þó klára tímabilið með Val, þar sem hann hefur starfað síðan í sumar.

„Ég hef verið með þetta í hausnum í nokkurn tíma. Þegar ég heyrði að Patti væri að hætta þá passaði þetta," sagði Ólafur í gegnum Skype-samskiptaforritið á blaðamannafundi í Hlíðarenda í dag.

Hann sagði frá því í stuttu máli hverjar hans hugmyndir væru fyrir starf sitt hjá Val. „Ég ætla ekki að halda steikta ræðu um markmið. Bara vakna á hverjum degi og hafa sem minnst bil á milli þess sem maður ætlar sér og gerir. Þá gerast góðir hlutir."

Ólafur er ekki menntaður í þjálfarafræðum en setur það ekki fyrir sig. „Þessi spurning sýnir hversu mikla ofurtrú við höfum á prófgráðum. Ég ætla að afsanna gildi þeirra. Ég ætla reyndar að ná mér í háskólagráðu - ef hún hefur eitthvað gildi."

„Annars ætla ég að byrja á þessum tveimur árum. Ég veit ekki hvort ég sé góður þjálfari. Valsarar voru tilbúnir að taka áhættu á óreyndum þjálfara. Það er nefnilega ekki öruggt að bestu fræðingarnir séu bestu kennararnir. Ég er fyrst og fremst glaður með að vera á heimleið."


Tengdar fréttir

Patrekur staðfesti ráðningu Ólafs til Vals

Patrekur Jóhannsson var í dag kynntur sem nýr þjálfari Hauka í N1-deild karla. Hann tekur við stafinu í sumar, þegar hann lætur af störfum hjá handknattleiksdeild Vals.

Ólafur ráðinn þjálfari Vals

Vísir fylgdist grannt með þróun mála en bæði Haukar og Valur héldu blaðamannafundi vegna ráðningu þjálfara fyrir næsta keppnistímabil.

Valur hefur boðað til blaðamannafundar

Handknattleiksdeild Vals hefur boðað til blaðamannafundar í dag, þar sem tilkynnt verður um ráðningu þjálfara fyrir næsta tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×