Meiri aga í efnahagsmálum Sighvatur Björgvinsson skrifar 22. desember 2012 06:00 Allir stjórnmálamenn í öllum flokkum ásamt öllum svokölluðum álitsgjöfum hafa verið og eru sammála um það einasta eitt, að til þess að ná árangri í þýðingarmestu viðfangsefnum íslensku þjóðarinnar þurfi að beita meiri aga í stjórn efnahagsmála. Þeir sem vilja notast áfram við íslensku krónuna eru eindregið þeirrar skoðunar. Þeir sem vilja taka upp evruna segja að til þess að það sé hægt þurfi að auka aga í meðferð efnahagsmála. Þeir sem vilja taka einhliða upp bandarískan dollar, kanadískan dollar, norska eða danska krónu – nú eða japanskt jen – tala líka um nauðsyn meiri aga. Meiri agi í efnahagsmálum. Um það eru allir sammála. Hins vegar vill það gleymast í þessari umræðu að agaleysið í meðferð efnahagsmála er ekki bundið við stjórnmálamenn eina. Spurningin er ekki einvörðungu um hvort stjórnmálamenn umgangast fjárlagagerð eða viðfangsefni ríkisrekstrar af ábyrgð eða ábyrgðarleysi. Agabeiting pólitíkusa við meðferð almannafjár mun engum árangri skila ef agaleysi ríkir um aðra þætti er lúta að stjórn efnahagsmála, sem þeir hafa engin tök á. Á mestu uppgangsárum í íslensku efnahagslífi – þegar ríkissjóður var orðinn skuldlaus – voru sextán þúsund íslensk heimili komin á vanskilaskrá. Sextán þúsund heimilanna lifðu sem sé langt um efni fram í miðju „góðærinu". Það er ekki agi í efnahagsmálum. Kauphækkanir úr takti Í kjarasamningum eftir hrun var samið um kauphækkanir úr takti við samtímaverðmætasköpun í samfélaginu en í ljósi vona um framtíðarvöxt. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Í anda neytendaverndar á Evrópska efnahagssvæðinu var leidd í lög tilskipun um tryggingasjóð innistæðueigenda þar sem bankar voru skikkaðir til þess að stofna sjóð til verndunar innistæðna sparifjáreigenda, sem þeim hafði verið trúað fyrir. Bankarnir hirtu ekki um að fullnægja neytendaverndarskilmálunum. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Efnaðir einstaklingar stofnsettu gervihlutafélög og skúffufyrirtæki sem höfðu engan rekstur með höndum en það eina viðfangsefni að dylja slóð peninga í skattaskjól erlendis á sama tíma og þeir sömu efnuðu einstaklingar létu lífeyrisþega og skattborgara létta af sér skuldum sem nema samtals fleiri hundruðum milljarða króna. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af fjölmörgum um agaleysi íslensku þjóðarinnar í efnahagsmálum – agaleysi sem kom þessari þjóð í koll og mun áfram gera ef ekki verður á breyting. Það dugir skammt að stjórnmálamenn beiti meiri aga í sínum viðfangsefnum – rekstri ríkisins – ef agaleysi ríkir áfram í öðrum þáttum í meðferð efnahagsmála, sem stjórnmálamennirnir hafa lítil eða engin áhrif á. Stjórnmálamenn ráða ekki við það ef fjöldi fólks vill endilega lifa langt um efni fram. Stjórnmálamenn ráða ekki við það ef aðilar vinnumarkaðarins vilja semja um launahækkanir sem ekki er innistæða fyrir. Stjórnmálamenn ráða ekki heldur við það hvernig íslenskir fjárglæframenn telja sér sæmandi að haga sér gagnvart samfélaginu. Spara fyrst og kaupa svo Oft er litið til Þjóðverja eða Norðmanna sem fyrirmyndar um samfélög sem ástunda skynsamlega og agaða stjórn efnahagsmála. Þeir sem þekkja þar til vita að sú skynsemi nær ekki aðeins til þess hvernig pólitíkusar og stjórnvöld vilja haga sér heldur ekki síður til aga í efnahagsákvörðunum heimila og aðila vinnumarkaðar. Norsk heimili spara fyrst og kaupa svo. Kaupa ekki fyrst og geta svo ekki borgað. Enda búa þau fæst jafn vel að margvíslegum „hlutum" og kollegar þeirra hér á landi. Munurinn er bara sá að Norðmenn eiga það sem þeir eiga í miklu meira mæli en tíðkast hér. Agi í meðferð efnahagsmála er okkur brýn nauðsyn – hver svo sem gjaldmiðillinn er. Sá agi næst hins vegar aldrei ef hann á einungis að ná til viðfangsefnis stjórnmálamanna. Þjóðin sjálf – heimilin, fyrirtækin og aðilar vinnumarkaðarins – ræður meiru um þróun efnahagsmála en stjórnmálamennirnir. Ef nást á meiri agi í meðferð efnahagsmála á Íslandi verður sá agi að ná líka til heimilanna, fyrirtækjanna og aðila vinnumarkaðarins. Þetta þora stjórnmálamenn sjaldnast að segja. Kjósendur vilja nefnilega helst geta kennt öðrum um allt sem miður fer – stjórnmálamönnunum helst af öllu. En svona er þetta nú samt. Enginn agi mun nást í íslenskum efnahagsmálum nema þjóðin kjósi sér sjálf slíkt hlutskipti – og fylgi því fast eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Allir stjórnmálamenn í öllum flokkum ásamt öllum svokölluðum álitsgjöfum hafa verið og eru sammála um það einasta eitt, að til þess að ná árangri í þýðingarmestu viðfangsefnum íslensku þjóðarinnar þurfi að beita meiri aga í stjórn efnahagsmála. Þeir sem vilja notast áfram við íslensku krónuna eru eindregið þeirrar skoðunar. Þeir sem vilja taka upp evruna segja að til þess að það sé hægt þurfi að auka aga í meðferð efnahagsmála. Þeir sem vilja taka einhliða upp bandarískan dollar, kanadískan dollar, norska eða danska krónu – nú eða japanskt jen – tala líka um nauðsyn meiri aga. Meiri agi í efnahagsmálum. Um það eru allir sammála. Hins vegar vill það gleymast í þessari umræðu að agaleysið í meðferð efnahagsmála er ekki bundið við stjórnmálamenn eina. Spurningin er ekki einvörðungu um hvort stjórnmálamenn umgangast fjárlagagerð eða viðfangsefni ríkisrekstrar af ábyrgð eða ábyrgðarleysi. Agabeiting pólitíkusa við meðferð almannafjár mun engum árangri skila ef agaleysi ríkir um aðra þætti er lúta að stjórn efnahagsmála, sem þeir hafa engin tök á. Á mestu uppgangsárum í íslensku efnahagslífi – þegar ríkissjóður var orðinn skuldlaus – voru sextán þúsund íslensk heimili komin á vanskilaskrá. Sextán þúsund heimilanna lifðu sem sé langt um efni fram í miðju „góðærinu". Það er ekki agi í efnahagsmálum. Kauphækkanir úr takti Í kjarasamningum eftir hrun var samið um kauphækkanir úr takti við samtímaverðmætasköpun í samfélaginu en í ljósi vona um framtíðarvöxt. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Í anda neytendaverndar á Evrópska efnahagssvæðinu var leidd í lög tilskipun um tryggingasjóð innistæðueigenda þar sem bankar voru skikkaðir til þess að stofna sjóð til verndunar innistæðna sparifjáreigenda, sem þeim hafði verið trúað fyrir. Bankarnir hirtu ekki um að fullnægja neytendaverndarskilmálunum. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Efnaðir einstaklingar stofnsettu gervihlutafélög og skúffufyrirtæki sem höfðu engan rekstur með höndum en það eina viðfangsefni að dylja slóð peninga í skattaskjól erlendis á sama tíma og þeir sömu efnuðu einstaklingar létu lífeyrisþega og skattborgara létta af sér skuldum sem nema samtals fleiri hundruðum milljarða króna. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af fjölmörgum um agaleysi íslensku þjóðarinnar í efnahagsmálum – agaleysi sem kom þessari þjóð í koll og mun áfram gera ef ekki verður á breyting. Það dugir skammt að stjórnmálamenn beiti meiri aga í sínum viðfangsefnum – rekstri ríkisins – ef agaleysi ríkir áfram í öðrum þáttum í meðferð efnahagsmála, sem stjórnmálamennirnir hafa lítil eða engin áhrif á. Stjórnmálamenn ráða ekki við það ef fjöldi fólks vill endilega lifa langt um efni fram. Stjórnmálamenn ráða ekki við það ef aðilar vinnumarkaðarins vilja semja um launahækkanir sem ekki er innistæða fyrir. Stjórnmálamenn ráða ekki heldur við það hvernig íslenskir fjárglæframenn telja sér sæmandi að haga sér gagnvart samfélaginu. Spara fyrst og kaupa svo Oft er litið til Þjóðverja eða Norðmanna sem fyrirmyndar um samfélög sem ástunda skynsamlega og agaða stjórn efnahagsmála. Þeir sem þekkja þar til vita að sú skynsemi nær ekki aðeins til þess hvernig pólitíkusar og stjórnvöld vilja haga sér heldur ekki síður til aga í efnahagsákvörðunum heimila og aðila vinnumarkaðar. Norsk heimili spara fyrst og kaupa svo. Kaupa ekki fyrst og geta svo ekki borgað. Enda búa þau fæst jafn vel að margvíslegum „hlutum" og kollegar þeirra hér á landi. Munurinn er bara sá að Norðmenn eiga það sem þeir eiga í miklu meira mæli en tíðkast hér. Agi í meðferð efnahagsmála er okkur brýn nauðsyn – hver svo sem gjaldmiðillinn er. Sá agi næst hins vegar aldrei ef hann á einungis að ná til viðfangsefnis stjórnmálamanna. Þjóðin sjálf – heimilin, fyrirtækin og aðilar vinnumarkaðarins – ræður meiru um þróun efnahagsmála en stjórnmálamennirnir. Ef nást á meiri agi í meðferð efnahagsmála á Íslandi verður sá agi að ná líka til heimilanna, fyrirtækjanna og aðila vinnumarkaðarins. Þetta þora stjórnmálamenn sjaldnast að segja. Kjósendur vilja nefnilega helst geta kennt öðrum um allt sem miður fer – stjórnmálamönnunum helst af öllu. En svona er þetta nú samt. Enginn agi mun nást í íslenskum efnahagsmálum nema þjóðin kjósi sér sjálf slíkt hlutskipti – og fylgi því fast eftir.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun