Meiri aga í efnahagsmálum Sighvatur Björgvinsson skrifar 22. desember 2012 06:00 Allir stjórnmálamenn í öllum flokkum ásamt öllum svokölluðum álitsgjöfum hafa verið og eru sammála um það einasta eitt, að til þess að ná árangri í þýðingarmestu viðfangsefnum íslensku þjóðarinnar þurfi að beita meiri aga í stjórn efnahagsmála. Þeir sem vilja notast áfram við íslensku krónuna eru eindregið þeirrar skoðunar. Þeir sem vilja taka upp evruna segja að til þess að það sé hægt þurfi að auka aga í meðferð efnahagsmála. Þeir sem vilja taka einhliða upp bandarískan dollar, kanadískan dollar, norska eða danska krónu – nú eða japanskt jen – tala líka um nauðsyn meiri aga. Meiri agi í efnahagsmálum. Um það eru allir sammála. Hins vegar vill það gleymast í þessari umræðu að agaleysið í meðferð efnahagsmála er ekki bundið við stjórnmálamenn eina. Spurningin er ekki einvörðungu um hvort stjórnmálamenn umgangast fjárlagagerð eða viðfangsefni ríkisrekstrar af ábyrgð eða ábyrgðarleysi. Agabeiting pólitíkusa við meðferð almannafjár mun engum árangri skila ef agaleysi ríkir um aðra þætti er lúta að stjórn efnahagsmála, sem þeir hafa engin tök á. Á mestu uppgangsárum í íslensku efnahagslífi – þegar ríkissjóður var orðinn skuldlaus – voru sextán þúsund íslensk heimili komin á vanskilaskrá. Sextán þúsund heimilanna lifðu sem sé langt um efni fram í miðju „góðærinu". Það er ekki agi í efnahagsmálum. Kauphækkanir úr takti Í kjarasamningum eftir hrun var samið um kauphækkanir úr takti við samtímaverðmætasköpun í samfélaginu en í ljósi vona um framtíðarvöxt. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Í anda neytendaverndar á Evrópska efnahagssvæðinu var leidd í lög tilskipun um tryggingasjóð innistæðueigenda þar sem bankar voru skikkaðir til þess að stofna sjóð til verndunar innistæðna sparifjáreigenda, sem þeim hafði verið trúað fyrir. Bankarnir hirtu ekki um að fullnægja neytendaverndarskilmálunum. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Efnaðir einstaklingar stofnsettu gervihlutafélög og skúffufyrirtæki sem höfðu engan rekstur með höndum en það eina viðfangsefni að dylja slóð peninga í skattaskjól erlendis á sama tíma og þeir sömu efnuðu einstaklingar létu lífeyrisþega og skattborgara létta af sér skuldum sem nema samtals fleiri hundruðum milljarða króna. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af fjölmörgum um agaleysi íslensku þjóðarinnar í efnahagsmálum – agaleysi sem kom þessari þjóð í koll og mun áfram gera ef ekki verður á breyting. Það dugir skammt að stjórnmálamenn beiti meiri aga í sínum viðfangsefnum – rekstri ríkisins – ef agaleysi ríkir áfram í öðrum þáttum í meðferð efnahagsmála, sem stjórnmálamennirnir hafa lítil eða engin áhrif á. Stjórnmálamenn ráða ekki við það ef fjöldi fólks vill endilega lifa langt um efni fram. Stjórnmálamenn ráða ekki við það ef aðilar vinnumarkaðarins vilja semja um launahækkanir sem ekki er innistæða fyrir. Stjórnmálamenn ráða ekki heldur við það hvernig íslenskir fjárglæframenn telja sér sæmandi að haga sér gagnvart samfélaginu. Spara fyrst og kaupa svo Oft er litið til Þjóðverja eða Norðmanna sem fyrirmyndar um samfélög sem ástunda skynsamlega og agaða stjórn efnahagsmála. Þeir sem þekkja þar til vita að sú skynsemi nær ekki aðeins til þess hvernig pólitíkusar og stjórnvöld vilja haga sér heldur ekki síður til aga í efnahagsákvörðunum heimila og aðila vinnumarkaðar. Norsk heimili spara fyrst og kaupa svo. Kaupa ekki fyrst og geta svo ekki borgað. Enda búa þau fæst jafn vel að margvíslegum „hlutum" og kollegar þeirra hér á landi. Munurinn er bara sá að Norðmenn eiga það sem þeir eiga í miklu meira mæli en tíðkast hér. Agi í meðferð efnahagsmála er okkur brýn nauðsyn – hver svo sem gjaldmiðillinn er. Sá agi næst hins vegar aldrei ef hann á einungis að ná til viðfangsefnis stjórnmálamanna. Þjóðin sjálf – heimilin, fyrirtækin og aðilar vinnumarkaðarins – ræður meiru um þróun efnahagsmála en stjórnmálamennirnir. Ef nást á meiri agi í meðferð efnahagsmála á Íslandi verður sá agi að ná líka til heimilanna, fyrirtækjanna og aðila vinnumarkaðarins. Þetta þora stjórnmálamenn sjaldnast að segja. Kjósendur vilja nefnilega helst geta kennt öðrum um allt sem miður fer – stjórnmálamönnunum helst af öllu. En svona er þetta nú samt. Enginn agi mun nást í íslenskum efnahagsmálum nema þjóðin kjósi sér sjálf slíkt hlutskipti – og fylgi því fast eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Allir stjórnmálamenn í öllum flokkum ásamt öllum svokölluðum álitsgjöfum hafa verið og eru sammála um það einasta eitt, að til þess að ná árangri í þýðingarmestu viðfangsefnum íslensku þjóðarinnar þurfi að beita meiri aga í stjórn efnahagsmála. Þeir sem vilja notast áfram við íslensku krónuna eru eindregið þeirrar skoðunar. Þeir sem vilja taka upp evruna segja að til þess að það sé hægt þurfi að auka aga í meðferð efnahagsmála. Þeir sem vilja taka einhliða upp bandarískan dollar, kanadískan dollar, norska eða danska krónu – nú eða japanskt jen – tala líka um nauðsyn meiri aga. Meiri agi í efnahagsmálum. Um það eru allir sammála. Hins vegar vill það gleymast í þessari umræðu að agaleysið í meðferð efnahagsmála er ekki bundið við stjórnmálamenn eina. Spurningin er ekki einvörðungu um hvort stjórnmálamenn umgangast fjárlagagerð eða viðfangsefni ríkisrekstrar af ábyrgð eða ábyrgðarleysi. Agabeiting pólitíkusa við meðferð almannafjár mun engum árangri skila ef agaleysi ríkir um aðra þætti er lúta að stjórn efnahagsmála, sem þeir hafa engin tök á. Á mestu uppgangsárum í íslensku efnahagslífi – þegar ríkissjóður var orðinn skuldlaus – voru sextán þúsund íslensk heimili komin á vanskilaskrá. Sextán þúsund heimilanna lifðu sem sé langt um efni fram í miðju „góðærinu". Það er ekki agi í efnahagsmálum. Kauphækkanir úr takti Í kjarasamningum eftir hrun var samið um kauphækkanir úr takti við samtímaverðmætasköpun í samfélaginu en í ljósi vona um framtíðarvöxt. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Í anda neytendaverndar á Evrópska efnahagssvæðinu var leidd í lög tilskipun um tryggingasjóð innistæðueigenda þar sem bankar voru skikkaðir til þess að stofna sjóð til verndunar innistæðna sparifjáreigenda, sem þeim hafði verið trúað fyrir. Bankarnir hirtu ekki um að fullnægja neytendaverndarskilmálunum. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Efnaðir einstaklingar stofnsettu gervihlutafélög og skúffufyrirtæki sem höfðu engan rekstur með höndum en það eina viðfangsefni að dylja slóð peninga í skattaskjól erlendis á sama tíma og þeir sömu efnuðu einstaklingar létu lífeyrisþega og skattborgara létta af sér skuldum sem nema samtals fleiri hundruðum milljarða króna. Það er ekki agi í efnahagsmálum. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af fjölmörgum um agaleysi íslensku þjóðarinnar í efnahagsmálum – agaleysi sem kom þessari þjóð í koll og mun áfram gera ef ekki verður á breyting. Það dugir skammt að stjórnmálamenn beiti meiri aga í sínum viðfangsefnum – rekstri ríkisins – ef agaleysi ríkir áfram í öðrum þáttum í meðferð efnahagsmála, sem stjórnmálamennirnir hafa lítil eða engin áhrif á. Stjórnmálamenn ráða ekki við það ef fjöldi fólks vill endilega lifa langt um efni fram. Stjórnmálamenn ráða ekki við það ef aðilar vinnumarkaðarins vilja semja um launahækkanir sem ekki er innistæða fyrir. Stjórnmálamenn ráða ekki heldur við það hvernig íslenskir fjárglæframenn telja sér sæmandi að haga sér gagnvart samfélaginu. Spara fyrst og kaupa svo Oft er litið til Þjóðverja eða Norðmanna sem fyrirmyndar um samfélög sem ástunda skynsamlega og agaða stjórn efnahagsmála. Þeir sem þekkja þar til vita að sú skynsemi nær ekki aðeins til þess hvernig pólitíkusar og stjórnvöld vilja haga sér heldur ekki síður til aga í efnahagsákvörðunum heimila og aðila vinnumarkaðar. Norsk heimili spara fyrst og kaupa svo. Kaupa ekki fyrst og geta svo ekki borgað. Enda búa þau fæst jafn vel að margvíslegum „hlutum" og kollegar þeirra hér á landi. Munurinn er bara sá að Norðmenn eiga það sem þeir eiga í miklu meira mæli en tíðkast hér. Agi í meðferð efnahagsmála er okkur brýn nauðsyn – hver svo sem gjaldmiðillinn er. Sá agi næst hins vegar aldrei ef hann á einungis að ná til viðfangsefnis stjórnmálamanna. Þjóðin sjálf – heimilin, fyrirtækin og aðilar vinnumarkaðarins – ræður meiru um þróun efnahagsmála en stjórnmálamennirnir. Ef nást á meiri agi í meðferð efnahagsmála á Íslandi verður sá agi að ná líka til heimilanna, fyrirtækjanna og aðila vinnumarkaðarins. Þetta þora stjórnmálamenn sjaldnast að segja. Kjósendur vilja nefnilega helst geta kennt öðrum um allt sem miður fer – stjórnmálamönnunum helst af öllu. En svona er þetta nú samt. Enginn agi mun nást í íslenskum efnahagsmálum nema þjóðin kjósi sér sjálf slíkt hlutskipti – og fylgi því fast eftir.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun