Aukið á réttaróvissu Guðjón Jensson skrifar 21. desember 2012 06:00 Þjóðlendulögin frá 1998 eru að mörgu leyti einkennileg lagasetning. Megintilgangur þeirra var sá að greiða úr þeirri réttaróvissu sem ríkti um eignarhald á hálendi Íslands, eða eins og segir í 2. grein: „Íslenska ríkið er eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háð einkaeignarrétti." Komið var á sérstakri nefnd, „Óbyggðanefnd", sem rannsaka skyldi þessi mál og gera kröfur fyrir hönd ríkisins. Nefnd þessi hafði mjög ítarlegt vald til að rannsaka og úrskurða um eignarrétt. Verður úrskurðum hennar ekki skotið til ráðherra sem æðra stjórnvalds (14. gr.) heldur skyldi sá sem þótti sig bera halla af úrskurði nefndarinnar höfða einkamál innan 6 mánaða frá því að hann hafði verið birtur í Lögbirtingarblaði (19. gr.). Þar með er sönnunarbyrðinni snúið við, þ.e. úrskurður Óbyggðanefndar stendur uns honum hefur verið hnekkt. Niðurstaðan getur verið glannaleg, byggð á nokkuð frjálslegri túlkun heimilda. Ber þá þeim sem ekki vill una að stefna ríkisvaldinu um endurheimt eignarréttar síns og færa sönnur fyrir máli sínu. Hafa mörg kostuleg dæmi verið nefnd í þessu sambandi. Má þar nefna svonefndan Geitlandsdóm þar sem norðanverður Kaldidalur er dæmdur þjóðlenda með vísun í Landnámu en eignarréttur Reykholtskirkju hundsaður þrátt fyrir að kirkjan eigi Geitland með skógi, en svo stendur skýrum stöfum í Reykholtsmáldaga, sem er elst varðveitt skjal á Íslandi (elsti hluti hans talinn vera frá 1185, Saga Íslands II:75). Geitlandsdómur Um Geitlandsdóm Hæstaréttar hefur dr. Einar Gunnar Pétursson skrifað: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/564037/ Þá má nefna vægast sagt undarlega niðurstöðu Óbyggðanefndar um Lónsöræfi, en fyrir um öld voru eiganda Stafafells í Lóni seld öræfi þessi af sama aðila, ríkisvaldinu, og nú hefur yfirtekið án bóta. Á slóðinni: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/584227/ má lesa óánægju landeigenda í Austur-Skaftafellssýslu um kröfur Óbyggðanefndar á hendur þeim. Þeir telja, sem réttilegt er, að ríkisvaldið sé að ganga á stjórnarskrárvarinn eignarrétt þeirra. Þá er einnig góð grein um Stafafell í Lóni eftir Gunnlaug Ólafsson: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1138328/ En hvernig er háttað heimildaöflun þeirra sem málið varðar vegna eignarréttar? Í opinberum skjalasöfnum er umtalsvert magn skjala sem varða eignarrétt. Talið er að nálægt 16 þúsund skjöl liggi órannsökuð hjá Árnastofnun, Landsbókasafni og Þjóðskjalasafni. Ekki er ljóst hvort þar kunna að vera heimildir um eignarhald á landi sem dæmt hefur verið sem þjóðlenda. Því kann að vera að síðar komi í leitirnar sönnunargögn um eignarrétt á landi sem ekki var vitað um þegar niðurstaða var fengin í dómsmálum um þjóðlendur á Íslandi. (Heimild: http://landeigendur.is/landbunadur/wgbi.nsf/Attachment/fundargerd_lli_2010_adalfundur/$file/fundargerd_lli_2010_adalfundur.pdf) Ljóst er að þjóðlendumál hafa fremur aukið á réttaróvissu í mörgum tilfellum en greitt úr. Hefur verið farið af stað meira af kappi en forsjá? Heimildir um eignarrétt jarða, sveitarfélaga og annarra aðila þarf að rannsaka betur en verið hefur. Veita þarf aukið fé til þessara mála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þjóðlendulögin frá 1998 eru að mörgu leyti einkennileg lagasetning. Megintilgangur þeirra var sá að greiða úr þeirri réttaróvissu sem ríkti um eignarhald á hálendi Íslands, eða eins og segir í 2. grein: „Íslenska ríkið er eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háð einkaeignarrétti." Komið var á sérstakri nefnd, „Óbyggðanefnd", sem rannsaka skyldi þessi mál og gera kröfur fyrir hönd ríkisins. Nefnd þessi hafði mjög ítarlegt vald til að rannsaka og úrskurða um eignarrétt. Verður úrskurðum hennar ekki skotið til ráðherra sem æðra stjórnvalds (14. gr.) heldur skyldi sá sem þótti sig bera halla af úrskurði nefndarinnar höfða einkamál innan 6 mánaða frá því að hann hafði verið birtur í Lögbirtingarblaði (19. gr.). Þar með er sönnunarbyrðinni snúið við, þ.e. úrskurður Óbyggðanefndar stendur uns honum hefur verið hnekkt. Niðurstaðan getur verið glannaleg, byggð á nokkuð frjálslegri túlkun heimilda. Ber þá þeim sem ekki vill una að stefna ríkisvaldinu um endurheimt eignarréttar síns og færa sönnur fyrir máli sínu. Hafa mörg kostuleg dæmi verið nefnd í þessu sambandi. Má þar nefna svonefndan Geitlandsdóm þar sem norðanverður Kaldidalur er dæmdur þjóðlenda með vísun í Landnámu en eignarréttur Reykholtskirkju hundsaður þrátt fyrir að kirkjan eigi Geitland með skógi, en svo stendur skýrum stöfum í Reykholtsmáldaga, sem er elst varðveitt skjal á Íslandi (elsti hluti hans talinn vera frá 1185, Saga Íslands II:75). Geitlandsdómur Um Geitlandsdóm Hæstaréttar hefur dr. Einar Gunnar Pétursson skrifað: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/564037/ Þá má nefna vægast sagt undarlega niðurstöðu Óbyggðanefndar um Lónsöræfi, en fyrir um öld voru eiganda Stafafells í Lóni seld öræfi þessi af sama aðila, ríkisvaldinu, og nú hefur yfirtekið án bóta. Á slóðinni: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/584227/ má lesa óánægju landeigenda í Austur-Skaftafellssýslu um kröfur Óbyggðanefndar á hendur þeim. Þeir telja, sem réttilegt er, að ríkisvaldið sé að ganga á stjórnarskrárvarinn eignarrétt þeirra. Þá er einnig góð grein um Stafafell í Lóni eftir Gunnlaug Ólafsson: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1138328/ En hvernig er háttað heimildaöflun þeirra sem málið varðar vegna eignarréttar? Í opinberum skjalasöfnum er umtalsvert magn skjala sem varða eignarrétt. Talið er að nálægt 16 þúsund skjöl liggi órannsökuð hjá Árnastofnun, Landsbókasafni og Þjóðskjalasafni. Ekki er ljóst hvort þar kunna að vera heimildir um eignarhald á landi sem dæmt hefur verið sem þjóðlenda. Því kann að vera að síðar komi í leitirnar sönnunargögn um eignarrétt á landi sem ekki var vitað um þegar niðurstaða var fengin í dómsmálum um þjóðlendur á Íslandi. (Heimild: http://landeigendur.is/landbunadur/wgbi.nsf/Attachment/fundargerd_lli_2010_adalfundur/$file/fundargerd_lli_2010_adalfundur.pdf) Ljóst er að þjóðlendumál hafa fremur aukið á réttaróvissu í mörgum tilfellum en greitt úr. Hefur verið farið af stað meira af kappi en forsjá? Heimildir um eignarrétt jarða, sveitarfélaga og annarra aðila þarf að rannsaka betur en verið hefur. Veita þarf aukið fé til þessara mála.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar