Aukið á réttaróvissu Guðjón Jensson skrifar 21. desember 2012 06:00 Þjóðlendulögin frá 1998 eru að mörgu leyti einkennileg lagasetning. Megintilgangur þeirra var sá að greiða úr þeirri réttaróvissu sem ríkti um eignarhald á hálendi Íslands, eða eins og segir í 2. grein: „Íslenska ríkið er eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háð einkaeignarrétti." Komið var á sérstakri nefnd, „Óbyggðanefnd", sem rannsaka skyldi þessi mál og gera kröfur fyrir hönd ríkisins. Nefnd þessi hafði mjög ítarlegt vald til að rannsaka og úrskurða um eignarrétt. Verður úrskurðum hennar ekki skotið til ráðherra sem æðra stjórnvalds (14. gr.) heldur skyldi sá sem þótti sig bera halla af úrskurði nefndarinnar höfða einkamál innan 6 mánaða frá því að hann hafði verið birtur í Lögbirtingarblaði (19. gr.). Þar með er sönnunarbyrðinni snúið við, þ.e. úrskurður Óbyggðanefndar stendur uns honum hefur verið hnekkt. Niðurstaðan getur verið glannaleg, byggð á nokkuð frjálslegri túlkun heimilda. Ber þá þeim sem ekki vill una að stefna ríkisvaldinu um endurheimt eignarréttar síns og færa sönnur fyrir máli sínu. Hafa mörg kostuleg dæmi verið nefnd í þessu sambandi. Má þar nefna svonefndan Geitlandsdóm þar sem norðanverður Kaldidalur er dæmdur þjóðlenda með vísun í Landnámu en eignarréttur Reykholtskirkju hundsaður þrátt fyrir að kirkjan eigi Geitland með skógi, en svo stendur skýrum stöfum í Reykholtsmáldaga, sem er elst varðveitt skjal á Íslandi (elsti hluti hans talinn vera frá 1185, Saga Íslands II:75). Geitlandsdómur Um Geitlandsdóm Hæstaréttar hefur dr. Einar Gunnar Pétursson skrifað: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/564037/ Þá má nefna vægast sagt undarlega niðurstöðu Óbyggðanefndar um Lónsöræfi, en fyrir um öld voru eiganda Stafafells í Lóni seld öræfi þessi af sama aðila, ríkisvaldinu, og nú hefur yfirtekið án bóta. Á slóðinni: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/584227/ má lesa óánægju landeigenda í Austur-Skaftafellssýslu um kröfur Óbyggðanefndar á hendur þeim. Þeir telja, sem réttilegt er, að ríkisvaldið sé að ganga á stjórnarskrárvarinn eignarrétt þeirra. Þá er einnig góð grein um Stafafell í Lóni eftir Gunnlaug Ólafsson: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1138328/ En hvernig er háttað heimildaöflun þeirra sem málið varðar vegna eignarréttar? Í opinberum skjalasöfnum er umtalsvert magn skjala sem varða eignarrétt. Talið er að nálægt 16 þúsund skjöl liggi órannsökuð hjá Árnastofnun, Landsbókasafni og Þjóðskjalasafni. Ekki er ljóst hvort þar kunna að vera heimildir um eignarhald á landi sem dæmt hefur verið sem þjóðlenda. Því kann að vera að síðar komi í leitirnar sönnunargögn um eignarrétt á landi sem ekki var vitað um þegar niðurstaða var fengin í dómsmálum um þjóðlendur á Íslandi. (Heimild: http://landeigendur.is/landbunadur/wgbi.nsf/Attachment/fundargerd_lli_2010_adalfundur/$file/fundargerd_lli_2010_adalfundur.pdf) Ljóst er að þjóðlendumál hafa fremur aukið á réttaróvissu í mörgum tilfellum en greitt úr. Hefur verið farið af stað meira af kappi en forsjá? Heimildir um eignarrétt jarða, sveitarfélaga og annarra aðila þarf að rannsaka betur en verið hefur. Veita þarf aukið fé til þessara mála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Þjóðlendulögin frá 1998 eru að mörgu leyti einkennileg lagasetning. Megintilgangur þeirra var sá að greiða úr þeirri réttaróvissu sem ríkti um eignarhald á hálendi Íslands, eða eins og segir í 2. grein: „Íslenska ríkið er eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háð einkaeignarrétti." Komið var á sérstakri nefnd, „Óbyggðanefnd", sem rannsaka skyldi þessi mál og gera kröfur fyrir hönd ríkisins. Nefnd þessi hafði mjög ítarlegt vald til að rannsaka og úrskurða um eignarrétt. Verður úrskurðum hennar ekki skotið til ráðherra sem æðra stjórnvalds (14. gr.) heldur skyldi sá sem þótti sig bera halla af úrskurði nefndarinnar höfða einkamál innan 6 mánaða frá því að hann hafði verið birtur í Lögbirtingarblaði (19. gr.). Þar með er sönnunarbyrðinni snúið við, þ.e. úrskurður Óbyggðanefndar stendur uns honum hefur verið hnekkt. Niðurstaðan getur verið glannaleg, byggð á nokkuð frjálslegri túlkun heimilda. Ber þá þeim sem ekki vill una að stefna ríkisvaldinu um endurheimt eignarréttar síns og færa sönnur fyrir máli sínu. Hafa mörg kostuleg dæmi verið nefnd í þessu sambandi. Má þar nefna svonefndan Geitlandsdóm þar sem norðanverður Kaldidalur er dæmdur þjóðlenda með vísun í Landnámu en eignarréttur Reykholtskirkju hundsaður þrátt fyrir að kirkjan eigi Geitland með skógi, en svo stendur skýrum stöfum í Reykholtsmáldaga, sem er elst varðveitt skjal á Íslandi (elsti hluti hans talinn vera frá 1185, Saga Íslands II:75). Geitlandsdómur Um Geitlandsdóm Hæstaréttar hefur dr. Einar Gunnar Pétursson skrifað: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/564037/ Þá má nefna vægast sagt undarlega niðurstöðu Óbyggðanefndar um Lónsöræfi, en fyrir um öld voru eiganda Stafafells í Lóni seld öræfi þessi af sama aðila, ríkisvaldinu, og nú hefur yfirtekið án bóta. Á slóðinni: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/584227/ má lesa óánægju landeigenda í Austur-Skaftafellssýslu um kröfur Óbyggðanefndar á hendur þeim. Þeir telja, sem réttilegt er, að ríkisvaldið sé að ganga á stjórnarskrárvarinn eignarrétt þeirra. Þá er einnig góð grein um Stafafell í Lóni eftir Gunnlaug Ólafsson: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1138328/ En hvernig er háttað heimildaöflun þeirra sem málið varðar vegna eignarréttar? Í opinberum skjalasöfnum er umtalsvert magn skjala sem varða eignarrétt. Talið er að nálægt 16 þúsund skjöl liggi órannsökuð hjá Árnastofnun, Landsbókasafni og Þjóðskjalasafni. Ekki er ljóst hvort þar kunna að vera heimildir um eignarhald á landi sem dæmt hefur verið sem þjóðlenda. Því kann að vera að síðar komi í leitirnar sönnunargögn um eignarrétt á landi sem ekki var vitað um þegar niðurstaða var fengin í dómsmálum um þjóðlendur á Íslandi. (Heimild: http://landeigendur.is/landbunadur/wgbi.nsf/Attachment/fundargerd_lli_2010_adalfundur/$file/fundargerd_lli_2010_adalfundur.pdf) Ljóst er að þjóðlendumál hafa fremur aukið á réttaróvissu í mörgum tilfellum en greitt úr. Hefur verið farið af stað meira af kappi en forsjá? Heimildir um eignarrétt jarða, sveitarfélaga og annarra aðila þarf að rannsaka betur en verið hefur. Veita þarf aukið fé til þessara mála.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun