Umræða um einelti á vitlausri braut Matthías Freyr Matthíasson skrifar 21. desember 2012 06:00 Ég hugsa að það sé best að ég komi með fyrirvara hér. Einelti er nokkuð sem enginn einstaklingur ætti að þurfa að ganga í gegnum. Það er viðurstyggð og þjóðfélagið allt þarf að taka sig saman í andlitinu. Að því sögðu er ég á því að umræðan um einelti sé á miklum villigötum. Ég sem einstaklingur upplifði einelti mestalla mína grunnskólagöngu. Ég veit um hvað ég er að tala en ætla þó ekki að halda því fram að ég sé alvitur þegar kemur að þessum efnum. Langt því frá. Takið eftir að ég tala ekki og mun aldrei tala um mig sem fórnarlamb eineltis. Eigið fórnarlamb Ég lít ekki á mig í dag sem fórnarlamb, þeir tímar eru sem betur fer löngu löngu liðnir. Ég hugsa að ég hafi mest í gegnum tíðina verið mitt eigið fórnarlamb – ég var svo fastur í „eineltisfórnarlambshugsuninni" að ég leyfði mér ekki að losna við mitt sjálfskaparvíti fyrr en ég varð 22 ára gamall. Þegar ég sé alla þá umræðu sem kemur öðru hverju upp í fjölmiðlum um einelti og afleiðingar þess svíður mig þó í hjartað. Ég finn til einhverrar óútskýrðrar samkenndar til handa þeim sem þó sýna kjark sinn og stíga fram og segja frá sögu sinni. En mig svíður jafnvel meira að sjá sum þau komment sem koma fram í kommentakerfum fjölmiðlanna. Þar er fullorðið (mis-fullorðið) fólk að missa sig í bræði og ógeðslegu orðbragði, komið með heygafflana á loft og tilbúið að taka „gerendurna" og framkvæma hatursfulla hluti gagnvart þeim. Við munum aldrei ná langt í baráttunni gegn einelti ef við höldum umræðunni alltaf á þessum nótum og ef við einsetjum okkur alltaf að finna gerendurna og „refsa" þeim. Með þessum orðum mínum er ég þó ekki að fría gerendurna og segja að þeir séu englar! En ég er að segja að við þurfum að breyta þessum hugsunarhætti til þess að ná áfram. Einnig er ekki nóg að útrýma einelti úr grunnskólum. Einelti á vinnustöðum fullorðsins fólks er gríðarlega algengt. Það finnst mér erfiðara að skilja! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég hugsa að það sé best að ég komi með fyrirvara hér. Einelti er nokkuð sem enginn einstaklingur ætti að þurfa að ganga í gegnum. Það er viðurstyggð og þjóðfélagið allt þarf að taka sig saman í andlitinu. Að því sögðu er ég á því að umræðan um einelti sé á miklum villigötum. Ég sem einstaklingur upplifði einelti mestalla mína grunnskólagöngu. Ég veit um hvað ég er að tala en ætla þó ekki að halda því fram að ég sé alvitur þegar kemur að þessum efnum. Langt því frá. Takið eftir að ég tala ekki og mun aldrei tala um mig sem fórnarlamb eineltis. Eigið fórnarlamb Ég lít ekki á mig í dag sem fórnarlamb, þeir tímar eru sem betur fer löngu löngu liðnir. Ég hugsa að ég hafi mest í gegnum tíðina verið mitt eigið fórnarlamb – ég var svo fastur í „eineltisfórnarlambshugsuninni" að ég leyfði mér ekki að losna við mitt sjálfskaparvíti fyrr en ég varð 22 ára gamall. Þegar ég sé alla þá umræðu sem kemur öðru hverju upp í fjölmiðlum um einelti og afleiðingar þess svíður mig þó í hjartað. Ég finn til einhverrar óútskýrðrar samkenndar til handa þeim sem þó sýna kjark sinn og stíga fram og segja frá sögu sinni. En mig svíður jafnvel meira að sjá sum þau komment sem koma fram í kommentakerfum fjölmiðlanna. Þar er fullorðið (mis-fullorðið) fólk að missa sig í bræði og ógeðslegu orðbragði, komið með heygafflana á loft og tilbúið að taka „gerendurna" og framkvæma hatursfulla hluti gagnvart þeim. Við munum aldrei ná langt í baráttunni gegn einelti ef við höldum umræðunni alltaf á þessum nótum og ef við einsetjum okkur alltaf að finna gerendurna og „refsa" þeim. Með þessum orðum mínum er ég þó ekki að fría gerendurna og segja að þeir séu englar! En ég er að segja að við þurfum að breyta þessum hugsunarhætti til þess að ná áfram. Einnig er ekki nóg að útrýma einelti úr grunnskólum. Einelti á vinnustöðum fullorðsins fólks er gríðarlega algengt. Það finnst mér erfiðara að skilja!
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun