Brýtur LÍN landslög? 20. desember 2012 06:00 Frá 1. nóvember 2007 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 43,7% frá upptöku laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, svokallaðra MiFID-reglna. Verður því að leiðrétta öll verðtryggð námslán sem seld hafa verið námsmönnum sem því nemur. Námsmenn hafa engar forsendur til að meta þá áhættu sem fylgir verðtryggðum námslánum og ætla Hægri grænir, flokkur fólksins, að berjast fyrir fullri leiðréttingu á þessum verðtryggðu afleiðusamningum, þ.e. öllum virkum útgefnum námslánum. Ólögleg gengisviðmiðun LÍN rukkar lánþega sem búsettir eru erlendis um launatengda árlega greiðslu. Miðar sjóðurinn við laun viðkomandi í erlendum gjaldmiðli og endurreiknar svo yfir í íslenskar krónur. Það er samkvæmt úrskurði Hæstaréttar ólögleg gengistrygging, því hvers konar tenging krónulána eða gengistrygging greiðslna af krónulánum er ólögleg. Í lögum er tekið fram að sá sem tekur lán á rétt á að vita upphæð greiðslna út lánatímabilið. Það er ómögulegt að gera ef greiðslur eru tengdar erlendum gjaldmiðlum. Samkvæmt lögum ætti LÍN að miða við meðallaun háskólamenntaðra manna á Íslandi, það eru opinberar tölur. Þetta er ekki flókið, enda Hæstiréttur nýbúinn að dæma um þetta. Það leikur enginn vafi á því að aðferðin sem beitt er við útreikning afborgunar lána þeirra sem hafa laun í erlendum gjaldmiðli er ólögleg. Lítil vernd Athyglisvert er álit Umboðsmanns Alþingis nr. 5321/2008 þar sem kemur m.a. fram að LÍN hafi brotið lög í áraraðir með því að áætla alltaf 8 milljónir eða hærra á námsmenn sem skiluðu ekki upplýsingum um laun. Eftir álitið var ákvæðið afnumið úr lögum LÍN. Það kom fram í svari þáverandi framkvæmdastjóra LÍN að 8 milljóna kr. aðferðin var beinlínis höfð til að þvinga fram raunveruleg laun manna sem skiluðu ekki upplýsingum um laun sín. Eins og kemur fram í áliti Umboðsmanns Alþingis standast slíkar aðferðir ekki lög, hvað þá vegna námslána sem njóta sérstakrar verndar í lögum vegna þess að þau lán eru til þess gerð að fólk geti aflað sér tiltekinnar menntunar. Lög eru ekki til skrauts Á Íslandi endurspegla greiðsluáætlanir ekki raunveruleikann, sér í lagi verðbólguskotið fyrir og eftir hrun. Með sanni má segja að LÍN hafi raskað hegðun námsmanna með því að gera lítið úr langtímaáhættu vegna verðbólgu. Verðtryggð námslán eru í rauninni svo flóknar afleiðutengdar fjármálaafurðir að ómögulegt er fyrir námsmenn að meta þau á fullnægjandi hátt. Verðtrygging námslána er mjög líklega ólögleg og stangast á við grundvallarreglur evrópskra neytendalaga, sem banna misbeitingarákvæði sem raska jafnvægi samningsaðila neytanda í óhag. Það er löngu kominn tími til fyrir stjórnsýsluna og fjármálastofnanir að virða íslensk lög, þau eru ekki til skrauts. Vanþekking og afneitun á lögum leysir engan undan ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Frá 1. nóvember 2007 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 43,7% frá upptöku laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, svokallaðra MiFID-reglna. Verður því að leiðrétta öll verðtryggð námslán sem seld hafa verið námsmönnum sem því nemur. Námsmenn hafa engar forsendur til að meta þá áhættu sem fylgir verðtryggðum námslánum og ætla Hægri grænir, flokkur fólksins, að berjast fyrir fullri leiðréttingu á þessum verðtryggðu afleiðusamningum, þ.e. öllum virkum útgefnum námslánum. Ólögleg gengisviðmiðun LÍN rukkar lánþega sem búsettir eru erlendis um launatengda árlega greiðslu. Miðar sjóðurinn við laun viðkomandi í erlendum gjaldmiðli og endurreiknar svo yfir í íslenskar krónur. Það er samkvæmt úrskurði Hæstaréttar ólögleg gengistrygging, því hvers konar tenging krónulána eða gengistrygging greiðslna af krónulánum er ólögleg. Í lögum er tekið fram að sá sem tekur lán á rétt á að vita upphæð greiðslna út lánatímabilið. Það er ómögulegt að gera ef greiðslur eru tengdar erlendum gjaldmiðlum. Samkvæmt lögum ætti LÍN að miða við meðallaun háskólamenntaðra manna á Íslandi, það eru opinberar tölur. Þetta er ekki flókið, enda Hæstiréttur nýbúinn að dæma um þetta. Það leikur enginn vafi á því að aðferðin sem beitt er við útreikning afborgunar lána þeirra sem hafa laun í erlendum gjaldmiðli er ólögleg. Lítil vernd Athyglisvert er álit Umboðsmanns Alþingis nr. 5321/2008 þar sem kemur m.a. fram að LÍN hafi brotið lög í áraraðir með því að áætla alltaf 8 milljónir eða hærra á námsmenn sem skiluðu ekki upplýsingum um laun. Eftir álitið var ákvæðið afnumið úr lögum LÍN. Það kom fram í svari þáverandi framkvæmdastjóra LÍN að 8 milljóna kr. aðferðin var beinlínis höfð til að þvinga fram raunveruleg laun manna sem skiluðu ekki upplýsingum um laun sín. Eins og kemur fram í áliti Umboðsmanns Alþingis standast slíkar aðferðir ekki lög, hvað þá vegna námslána sem njóta sérstakrar verndar í lögum vegna þess að þau lán eru til þess gerð að fólk geti aflað sér tiltekinnar menntunar. Lög eru ekki til skrauts Á Íslandi endurspegla greiðsluáætlanir ekki raunveruleikann, sér í lagi verðbólguskotið fyrir og eftir hrun. Með sanni má segja að LÍN hafi raskað hegðun námsmanna með því að gera lítið úr langtímaáhættu vegna verðbólgu. Verðtryggð námslán eru í rauninni svo flóknar afleiðutengdar fjármálaafurðir að ómögulegt er fyrir námsmenn að meta þau á fullnægjandi hátt. Verðtrygging námslána er mjög líklega ólögleg og stangast á við grundvallarreglur evrópskra neytendalaga, sem banna misbeitingarákvæði sem raska jafnvægi samningsaðila neytanda í óhag. Það er löngu kominn tími til fyrir stjórnsýsluna og fjármálastofnanir að virða íslensk lög, þau eru ekki til skrauts. Vanþekking og afneitun á lögum leysir engan undan ábyrgð.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun