Bandalag stórfyrirtækja og verkalýðshreyfingar með samþykki allra stjórnmálaflokka 20. desember 2012 06:00 Við hrunið haustið 2008 keypti ég lítið fyrirtæki sem ég hef rekið síðan og gengið ágætlega. Á þeim tíma hef ég kynnst á eigin skinni hvernig bandalag verkalýðshreyfingarinnar og stórfyrirtækja (sem stjórna Samtökum atvinnulífsins) hafa búið til kerfi sem er óskilvirkt, óarðbært og hindrar efnahagslegar framfarir sem svo sár þörf er á, sérstaklega nú eftir hrun. Allir stjórnmálaflokkar hafa stutt bandalagið og styrkt það í sessi í gegnum tíðina, enda hagsmunir þeirra að viðhalda því vegna áhrifa í verkalýðsfélögum og félögum atvinnurekenda. Núverandi stjórn styður þetta bandalag af meiri eldmóð en allar fyrri ríkisstjórnir. Eðli bandalagsins Allir eru sammála um að ekki er hægt að lifa af töxtum kjarasamninga sem aðilar vinnumarkaðarins hafa samið um. T.d. eru hæstu mánaðarlaun samkvæmt taxta sem sérhæfður starfsmaður í verslun fær kr. 215.179 og byrjunarlaun kr. 190.356. Í stað þess að fyrirtæki borgi hærri laun er hið opinbera í gegnum millifærslukerfi látið greiða þeim sem þiggja laun samkvæmt kjarasamningum bætur í alls konar formi til að þeir geti dregið fram lífið. Barnabætur, vaxta- og húsnæðisbætur eru dæmi um slíkar bætur en einnig eru mörg opinber gjöld tekjutengd í sama tilgangi. Þessu til viðbótar eru launagreiðendur og launþegar skyldaðir til að greiða stóran hluta launa í lífeyrissjóði sem bandalagið stjórnar og nýtur góðs af. Vinstri menn og verkalýðsfélögin eru býsna ánægð með þetta fyrirkomulag. Ánægðust eru þó, sýnist mér, stórfyrirtæki sem greiða eftir þessum töxtum. Ójöfn samkeppni Ég rek fyrirtæki þar sem vinna um 20 starfsmenn og mér dettur ekki í hug að bjóða laun samkvæmt taxta kjarasamninga. Sama held ég að gildi um flest lítil fyrirtæki. Stórfyrirtæki eru nánast þau einu sem greiða laun samkvæmt kjarasamningum. Ég lít svo á að ef reksturinn getur ekki greitt laun sem menn geta lifað á, þá er enginn grundvöllur fyrir slíkan rekstur. Menn eiga þá að hætta rekstri. Ríkið á ekki að greiða stóran hluta framfærslunnar með skattpeningum frá vel reknum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra – sem eru síðan í samkeppni við stórfyrirtækin. Í þessu fyrirkomulagi er mikil sóun á skattfé og vinnuafli. Að auki dregur það úr vilja manna til vinnu þar sem jaðaráhrif skatta eru mjög mikil. Hvað er til ráða? Hugsum okkur að þessu yrði nú breytt þannig að almennir launataxtar yrðu hækkaðir um segjum 50%, þ.e. upp í það sem mörg smærri félög eins og mitt greiðir í dag. Þau fyrirtæki sem ekki gætu greitt þessi laun yrðu að hagræða hjá sér eða færu hreinlega í þrot – sem væri hreinsun fyrir efnahagslífið því önnur arðbærari kæmu í staðinn og veittu sömu þjónustu. Samhliða væru skattar lækkaðir á fyrirtæki og einstaklinga, t.d. tryggingargjald og skattprósenta á laun, og persónuafsláttur nánast afnuminn. Ríkið fengi álíka skatta af launum og fyrirtækjum eftir sem áður vegna hærri skattstofns og hvati til vinnu væri mun meiri þar sem jaðaráhrif skatta yrðu lítil. Allir myndu græða á slíku kerfi nema verkalýðsforystan, félagar þeirra hjá stórfyrirtækjum og stjórnmálamenn sem hefðu ekki eins mikil völd og áhrif. Auðvitað eru þessar vangaveltur fullkomlega óraunhæfar. Verkalýðshreyfingin, stórfyrirtæki og stjórnmálamenn hafa slík samtvinnuð völd að breytingar á þessu fyrirkomulagi verða aldrei gerðar. Meðan samið er um að ríkið sjái um framfærslu manna með þessum hætti er enginn hvati til að semja um laun sem menn geta lifað af. Sama gildir um skylduaðild að lífeyrissjóðum. Yrði hún afnumin gætu verkalýðsforystan og stórfyrirtæki ekki setið í stjórnum sjóða og fyrirtækja sem fjárfest er í með þeim völdum, greiðslum og bitlingum sem því fylgja. Gleymum því ekki að þau fyrirtæki sem greiða góð laun eru að skapa verðmæti sem gera þeim kleift að greiða slík laun. Þau fyrirtæki sem ekki geta greitt laun sem einstaklingar og fjölskyldur geta framfleytt sér á, auk hagnaðar til eigenda, eru ekki að skapa nægileg verðmæti til að réttlæta tilvist sína. Ríkið á ekki að hlaupa undir bagga með þeim í formi bóta og millifærslna frá vel reknum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra, heldur treysta á markaðsöflin og leyfa þeim að leggja upp laupana – önnur arðbærari munu koma í staðinn. Ekki hindra framfarir og endurnýjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Við hrunið haustið 2008 keypti ég lítið fyrirtæki sem ég hef rekið síðan og gengið ágætlega. Á þeim tíma hef ég kynnst á eigin skinni hvernig bandalag verkalýðshreyfingarinnar og stórfyrirtækja (sem stjórna Samtökum atvinnulífsins) hafa búið til kerfi sem er óskilvirkt, óarðbært og hindrar efnahagslegar framfarir sem svo sár þörf er á, sérstaklega nú eftir hrun. Allir stjórnmálaflokkar hafa stutt bandalagið og styrkt það í sessi í gegnum tíðina, enda hagsmunir þeirra að viðhalda því vegna áhrifa í verkalýðsfélögum og félögum atvinnurekenda. Núverandi stjórn styður þetta bandalag af meiri eldmóð en allar fyrri ríkisstjórnir. Eðli bandalagsins Allir eru sammála um að ekki er hægt að lifa af töxtum kjarasamninga sem aðilar vinnumarkaðarins hafa samið um. T.d. eru hæstu mánaðarlaun samkvæmt taxta sem sérhæfður starfsmaður í verslun fær kr. 215.179 og byrjunarlaun kr. 190.356. Í stað þess að fyrirtæki borgi hærri laun er hið opinbera í gegnum millifærslukerfi látið greiða þeim sem þiggja laun samkvæmt kjarasamningum bætur í alls konar formi til að þeir geti dregið fram lífið. Barnabætur, vaxta- og húsnæðisbætur eru dæmi um slíkar bætur en einnig eru mörg opinber gjöld tekjutengd í sama tilgangi. Þessu til viðbótar eru launagreiðendur og launþegar skyldaðir til að greiða stóran hluta launa í lífeyrissjóði sem bandalagið stjórnar og nýtur góðs af. Vinstri menn og verkalýðsfélögin eru býsna ánægð með þetta fyrirkomulag. Ánægðust eru þó, sýnist mér, stórfyrirtæki sem greiða eftir þessum töxtum. Ójöfn samkeppni Ég rek fyrirtæki þar sem vinna um 20 starfsmenn og mér dettur ekki í hug að bjóða laun samkvæmt taxta kjarasamninga. Sama held ég að gildi um flest lítil fyrirtæki. Stórfyrirtæki eru nánast þau einu sem greiða laun samkvæmt kjarasamningum. Ég lít svo á að ef reksturinn getur ekki greitt laun sem menn geta lifað á, þá er enginn grundvöllur fyrir slíkan rekstur. Menn eiga þá að hætta rekstri. Ríkið á ekki að greiða stóran hluta framfærslunnar með skattpeningum frá vel reknum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra – sem eru síðan í samkeppni við stórfyrirtækin. Í þessu fyrirkomulagi er mikil sóun á skattfé og vinnuafli. Að auki dregur það úr vilja manna til vinnu þar sem jaðaráhrif skatta eru mjög mikil. Hvað er til ráða? Hugsum okkur að þessu yrði nú breytt þannig að almennir launataxtar yrðu hækkaðir um segjum 50%, þ.e. upp í það sem mörg smærri félög eins og mitt greiðir í dag. Þau fyrirtæki sem ekki gætu greitt þessi laun yrðu að hagræða hjá sér eða færu hreinlega í þrot – sem væri hreinsun fyrir efnahagslífið því önnur arðbærari kæmu í staðinn og veittu sömu þjónustu. Samhliða væru skattar lækkaðir á fyrirtæki og einstaklinga, t.d. tryggingargjald og skattprósenta á laun, og persónuafsláttur nánast afnuminn. Ríkið fengi álíka skatta af launum og fyrirtækjum eftir sem áður vegna hærri skattstofns og hvati til vinnu væri mun meiri þar sem jaðaráhrif skatta yrðu lítil. Allir myndu græða á slíku kerfi nema verkalýðsforystan, félagar þeirra hjá stórfyrirtækjum og stjórnmálamenn sem hefðu ekki eins mikil völd og áhrif. Auðvitað eru þessar vangaveltur fullkomlega óraunhæfar. Verkalýðshreyfingin, stórfyrirtæki og stjórnmálamenn hafa slík samtvinnuð völd að breytingar á þessu fyrirkomulagi verða aldrei gerðar. Meðan samið er um að ríkið sjái um framfærslu manna með þessum hætti er enginn hvati til að semja um laun sem menn geta lifað af. Sama gildir um skylduaðild að lífeyrissjóðum. Yrði hún afnumin gætu verkalýðsforystan og stórfyrirtæki ekki setið í stjórnum sjóða og fyrirtækja sem fjárfest er í með þeim völdum, greiðslum og bitlingum sem því fylgja. Gleymum því ekki að þau fyrirtæki sem greiða góð laun eru að skapa verðmæti sem gera þeim kleift að greiða slík laun. Þau fyrirtæki sem ekki geta greitt laun sem einstaklingar og fjölskyldur geta framfleytt sér á, auk hagnaðar til eigenda, eru ekki að skapa nægileg verðmæti til að réttlæta tilvist sína. Ríkið á ekki að hlaupa undir bagga með þeim í formi bóta og millifærslna frá vel reknum fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra, heldur treysta á markaðsöflin og leyfa þeim að leggja upp laupana – önnur arðbærari munu koma í staðinn. Ekki hindra framfarir og endurnýjun.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun