Opið bréf til alþingismanna 20. desember 2012 06:00 Ég undirrituð, Hafdís Óskarsdóttir, get vart orða bundist eftir að stjórnendur Dróma hf. sáu sér leik að hrósa eigin vinnubrögðum í heilsíðuauglýsingum allra stærstu dagblaðanna. Með tilvísun til úttektar FME á afmörkuðum atriðum, sem varða vinnubrögð Dróma, er því haldið fram að FME staðfesti „faglega og góða starfshætti Dróma". FME sá hins vegar ástæðu til að árétta að ekki bæri „að skilja þá niðurstöðu svo að allsherjar heilbrigðisvottorð hafi verið gefið út um starfsemi félagsins eða viðskiptahætti þess". Með þessu bréfi vil ég gefa innsýn í starfshætti Dróma frá mínum bæjardyrum séð og persónulega reynslu undirritaðrar af skilanefndinni varðandi nauðungaruppboð. Inntak bréfsins varðar frétt á RÚV þann 8. maí sl. um ólögmæt gengistryggð lán hjá Dróma. Til upplýsingar Hlynur Jónsson, í forsvari fyrir Dróma, segir orðrétt í frétt á RÚV þann 8. maí sl.: „Í kjölfar hins nýja dóms Hæstaréttar, þá ákváðum við að bjóða þeim lántakendum sem eru í þessum óvissuhópi, þ.e.a.s. með ólögleg gengistryggð lán, að greiða 5.000 krónur af hverri milljón og standa þannig í skilum." Dómurinn sem vísað er til, féll þann 15.feb. sl. Ég undirrituð fékk engu að síður tilkynningu um nauðungaruppboð, sem skrifuð er eftir þann tíma sem Hlynur segist hafa boðið lántakendum þessi kjör, frá Sýslumanninum í Reykjavík, nánar tiltekið þann 27. febrúar. Ég legg áherslu á, til ykkar alþingismanna allra, að ég sendi sjálf Dróma – slitastjórn Frjálsa fjárfestingabankans, bréf þann 16. des. 2011, eftir að ég fékk fyrstu tilkynningu um yfirvofandi nauðungarsölu á eign minni, þar sem ég, skilvís greiðandi af húsnæðisláni til tæpra 30 ára, vildi ekki samþykkja neina af hinum fjórum greiðsluleiðum sem í boði voru hjá Dróma (þær reyndust líka allar ólöglegar, allar með afturvirkum vöxtum). Í því bréfi reyndi ég skriflega að ná fram málamiðlun varðandi mitt lán og bað um að fá að greiða 5.000 krónur af hverri milljón þangað til þessi lán yrðu að fullu til lykta leidd. Ég vil líka leggja áherslu á, að ég skrifaði ekki bara eitt bréf til Dróma þess efnis heldur bað ég skriflega um að fá að greiða 5.000 af hverri milljón, nokkrum mánuðum áður. Afrit bréfanna á ég með móttökustimpli frá Dróma ásamt undirskrift starfsmanns. Ekkert svar Ég fékk aldrei svar við bréfum mínum og aldrei var mér boðin sú leið sem ég bað um sjálf, til málamiðlunar og sem Hlynur segist hafa boðið lántakendum, eftir að dómur Hæstaréttar féll þann 15. feb. sl. Eina „boðið" sem ég hef í fórum mínum og get staðfest er bréf sem mér barst frá Sýslumanni, dagsett, eins og áður segir, 27. feb. 2012, skv. beiðni frá Dróma, um að það yrði nauðungaruppboð á eign minni 26. apríl sl. (sem fór að vísu ekki fram en það er ekki Hlyni Jónssyni að þakka, svo mikið er víst.) Hlynur Jónsson, í forsvari fyrir slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans, fer hér með lygar á minn kostnað, þegar hann segir blákalt í sjónvarpsfréttum á RÚV frá þessu „boði". Óskammfeilni Hlyns Jónssonar er með ólíkindum, því ekki var mér boðið þó sannarlega ég vildi og reyndi. Háttvirtu alþingismenn, hvað kallast svona starfshættir? Að mínu mati kallast þetta vítaverðir starfshættir því ég var næstum því búin að missa húsið mitt vegna þeirra. Hvað finnst ykkur? Skipulögð glæpastarfsemi Já, birtingarmynd starfseminnar hjá Dróma, í mínu tilfelli, er hreinlega eins og skipulögð glæpastarfsemi og ekki nóg með það, heldur er veðskuldabréfið mitt ólöglegt líka! Ég veit um svo marga sem lent hafa á vegg í samskiptum við skilanefndina, þetta ósnertanlega apparat. Margir í minni stöðu hafa fengið lögfræðinga til liðs við sig en það hefur ekki einu sinni dugað. T.a.m. veit ég um tvenn hjón sem hafa reynt að hafa samskipti við Dróma með aðstoð lögfræðings. Ég veit að lögfræðingur hjóna frá Hafnarfirði hefur aldrei fengið svör við fyrirspurnum sínum sem hafa verið sendar til Dróma og hjón frá Mosfellsbæ fóru ásamt lögfræðingi sínum til Dróma að Lágmúla 6. Þeim var vísað út með valdi – af öryggisverði Dróma. Er þetta í lagi? Það líða dagar og ár og ekkert gerist. Skilanefnd Dróma situr að kjötkötlum og saklausu, skilvísu fólki, eins og mér, blæðir. Það þarf að leysa Dróma upp og láta FME taka ábyrgð á stórkostlegri vangá, að þessi lán buðust á sínum tíma. Ég er ekki ábyrg fyrir mistökum banka og Fjármálaeftirlits! Háttvirtu alþingismenn: Þetta bréf er ákall til ykkar allra um að óhlutdrægur endurútreikningur verði gerður á ólöglegum gengistryggðum lánum hjá Dróma því ég vil að lánið mitt verði löglegt, ég vil greiða af láninu mínu. Málið er í ykkar höndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ég undirrituð, Hafdís Óskarsdóttir, get vart orða bundist eftir að stjórnendur Dróma hf. sáu sér leik að hrósa eigin vinnubrögðum í heilsíðuauglýsingum allra stærstu dagblaðanna. Með tilvísun til úttektar FME á afmörkuðum atriðum, sem varða vinnubrögð Dróma, er því haldið fram að FME staðfesti „faglega og góða starfshætti Dróma". FME sá hins vegar ástæðu til að árétta að ekki bæri „að skilja þá niðurstöðu svo að allsherjar heilbrigðisvottorð hafi verið gefið út um starfsemi félagsins eða viðskiptahætti þess". Með þessu bréfi vil ég gefa innsýn í starfshætti Dróma frá mínum bæjardyrum séð og persónulega reynslu undirritaðrar af skilanefndinni varðandi nauðungaruppboð. Inntak bréfsins varðar frétt á RÚV þann 8. maí sl. um ólögmæt gengistryggð lán hjá Dróma. Til upplýsingar Hlynur Jónsson, í forsvari fyrir Dróma, segir orðrétt í frétt á RÚV þann 8. maí sl.: „Í kjölfar hins nýja dóms Hæstaréttar, þá ákváðum við að bjóða þeim lántakendum sem eru í þessum óvissuhópi, þ.e.a.s. með ólögleg gengistryggð lán, að greiða 5.000 krónur af hverri milljón og standa þannig í skilum." Dómurinn sem vísað er til, féll þann 15.feb. sl. Ég undirrituð fékk engu að síður tilkynningu um nauðungaruppboð, sem skrifuð er eftir þann tíma sem Hlynur segist hafa boðið lántakendum þessi kjör, frá Sýslumanninum í Reykjavík, nánar tiltekið þann 27. febrúar. Ég legg áherslu á, til ykkar alþingismanna allra, að ég sendi sjálf Dróma – slitastjórn Frjálsa fjárfestingabankans, bréf þann 16. des. 2011, eftir að ég fékk fyrstu tilkynningu um yfirvofandi nauðungarsölu á eign minni, þar sem ég, skilvís greiðandi af húsnæðisláni til tæpra 30 ára, vildi ekki samþykkja neina af hinum fjórum greiðsluleiðum sem í boði voru hjá Dróma (þær reyndust líka allar ólöglegar, allar með afturvirkum vöxtum). Í því bréfi reyndi ég skriflega að ná fram málamiðlun varðandi mitt lán og bað um að fá að greiða 5.000 krónur af hverri milljón þangað til þessi lán yrðu að fullu til lykta leidd. Ég vil líka leggja áherslu á, að ég skrifaði ekki bara eitt bréf til Dróma þess efnis heldur bað ég skriflega um að fá að greiða 5.000 af hverri milljón, nokkrum mánuðum áður. Afrit bréfanna á ég með móttökustimpli frá Dróma ásamt undirskrift starfsmanns. Ekkert svar Ég fékk aldrei svar við bréfum mínum og aldrei var mér boðin sú leið sem ég bað um sjálf, til málamiðlunar og sem Hlynur segist hafa boðið lántakendum, eftir að dómur Hæstaréttar féll þann 15. feb. sl. Eina „boðið" sem ég hef í fórum mínum og get staðfest er bréf sem mér barst frá Sýslumanni, dagsett, eins og áður segir, 27. feb. 2012, skv. beiðni frá Dróma, um að það yrði nauðungaruppboð á eign minni 26. apríl sl. (sem fór að vísu ekki fram en það er ekki Hlyni Jónssyni að þakka, svo mikið er víst.) Hlynur Jónsson, í forsvari fyrir slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans, fer hér með lygar á minn kostnað, þegar hann segir blákalt í sjónvarpsfréttum á RÚV frá þessu „boði". Óskammfeilni Hlyns Jónssonar er með ólíkindum, því ekki var mér boðið þó sannarlega ég vildi og reyndi. Háttvirtu alþingismenn, hvað kallast svona starfshættir? Að mínu mati kallast þetta vítaverðir starfshættir því ég var næstum því búin að missa húsið mitt vegna þeirra. Hvað finnst ykkur? Skipulögð glæpastarfsemi Já, birtingarmynd starfseminnar hjá Dróma, í mínu tilfelli, er hreinlega eins og skipulögð glæpastarfsemi og ekki nóg með það, heldur er veðskuldabréfið mitt ólöglegt líka! Ég veit um svo marga sem lent hafa á vegg í samskiptum við skilanefndina, þetta ósnertanlega apparat. Margir í minni stöðu hafa fengið lögfræðinga til liðs við sig en það hefur ekki einu sinni dugað. T.a.m. veit ég um tvenn hjón sem hafa reynt að hafa samskipti við Dróma með aðstoð lögfræðings. Ég veit að lögfræðingur hjóna frá Hafnarfirði hefur aldrei fengið svör við fyrirspurnum sínum sem hafa verið sendar til Dróma og hjón frá Mosfellsbæ fóru ásamt lögfræðingi sínum til Dróma að Lágmúla 6. Þeim var vísað út með valdi – af öryggisverði Dróma. Er þetta í lagi? Það líða dagar og ár og ekkert gerist. Skilanefnd Dróma situr að kjötkötlum og saklausu, skilvísu fólki, eins og mér, blæðir. Það þarf að leysa Dróma upp og láta FME taka ábyrgð á stórkostlegri vangá, að þessi lán buðust á sínum tíma. Ég er ekki ábyrg fyrir mistökum banka og Fjármálaeftirlits! Háttvirtu alþingismenn: Þetta bréf er ákall til ykkar allra um að óhlutdrægur endurútreikningur verði gerður á ólöglegum gengistryggðum lánum hjá Dróma því ég vil að lánið mitt verði löglegt, ég vil greiða af láninu mínu. Málið er í ykkar höndum.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar