Lokasenna að Landsbankamáli 19. desember 2012 06:00 Þegar þar var komið sögu, að klíkumenn Framsóknar bjuggust um rammlega í Landsbankanum vegna fyrirhugaðrar einkavæðingar hans, þótti þeim fýsilegt að Halldór Guðbjarnason yrði einn bankastjóri við einkavæðinguna. Þessu var honum lofað, en seinna svikið. Honum var bætt tjónið með því að gera hann að framkvæmdastjóra Visa-Ísland. Þar tókst honum svo vel upp að fyrirtækið var sektað um kr. 385 milljónir. Fyrir þá upphæð hefði mátt kaupa veiðileyfi í Hrútafjarðará í 400 – fjögur hundruð – ár, á verðlagi sem gilti þegar þau kaup fóru fram af hálfu bankans. Síðan var aðförin í bankanum skipulögð. Halldór Guðbjarnason hætti að veiða í Hrútafjarðará, en hóf að safna upplýsingum frá Innra eftirliti um risnu, utanferðir, veiðiskap, hætti að skrifa sjálfur upp á reikninga o.fl. Sá sem útvegaði honum upplýsingarnar heitir Haukur Þór Haraldsson og hefir orðið kunnur af peningamálum og hirðusemi í bankanum, þótt síðar yrði. Gróinn siður En Davíð Oddsson gaf ríkisendurskoðanda, Sigurði Þórðarsyni (Renda), fyrirmælin. Renda var fullkunnugt um, til fjölda ára, að rekstri Landsbankans hafði ekki verið breytt neitt, a.m.k. ekki síðustu tuttugu árin, enda hafði hann skrifað upp á reikninga bankans athugasemdalaust árum saman. En hann gerði sér hins vegar grein fyrir hvað biði hans ef hann gegndi ekki æðsta stjórnanda til sjós og lands, enda maðurinn pólitískt að stöðu sinni kominn. En þegar herförin var komin á fullt skrið og Haukur hinn hirðusami búinn að nesta Halldór bankastjóra setti bankastjórinn sig niður hjá Renda og hóf að lesa upp fyrir honum fræðin sem Innra eftirlit Hauks hafði tekið saman. Þau fræði voru ekki öll vandlega unnin, en flutt samt. Hefði þó bankastjórinn átt að gæta sín betur. Svo dæmi sé tekið: Það var gróinn siður í Landsbanka, að bankaráðið hélt hóf mikið við hvern hundraðasta fund ráðsins, sem haldinn var. Þar kom á þessum tíma að sá sextánhundraðasti var haldinn. Var þá boðið til mikils hófs á Hótel Sögu undir stjórn formanns bankaráðs, Eyjólfs K. Sigurjónssonar. Í lok hófs kvittaði Sverrir Hermannsson fyrir af hálfu bankans. Þeim reikningi, sem nam 330 þús. kr., mötuðu þeir kumpánar, Halldór og Haukur hirðusami, Renda á sem einkarisnu Sverris! Þannig voru vinnubrögðin. Má m.a. geta þess að laxveiðikaupum í Hrútafjarðará var slitið í febrúarlok 1997, þegar Árni Tómasson vakti athygli á að þau kaup gætu valdið tortryggni. Til þeirra kaupa var upphaflega stofnað af yfirvöldum í bankanum og alltaf afgreidd af Renda athugasemdalaust. Á fullum dagpeningum Þegar Jón Steinar Gunnlaugsson hafði yfirfarið málsgögn að beiðni bankaráðs gagnrýndi hann nokkur atriði, en engin af þeim voru ný af nálinni heldur tíðkuð í bankanum áratugum saman. T.d. upplýsti þáverandi formaður bankaráðs, Pétur Sigurðsson, að fyrirrennari Sverris í bankastjórastól hefði síðasta ár sitt varið meiru en hálfu þess í utanlandsdvöl – á fullum dagpeningum. Björgvin Vilmundarson var gagnkunnugur öllum starfsháttum bankastjórnar áratugi aftur í tímann og var eftir þeim farið í hvívetna af nýjum mönnum í embættunum. Enda lagði Jón Steinar ekki til neinar refsingar, þótt gagnrýninn væri á einstaka atriði. Bankastjórarnir héldu öllum sínum hlunnindum, fullum uppsagnarákvæðum og eftirlaunum. Það eina sem Framsóknarklíkan hafði upp úr krafsinu var VÍS-bréfin, sem seld voru þeim á 6,8 milljarða króna, en þeir komu svo í verð tæpum þremur árum síðar fyrir 31,5 milljarða króna. En Landsbankann fengu þeir ekki, enda sviku þeir Halldór Guðbjarnason um bankastjórastöðuna, og settu handbendi Finns Ingólfssonar í embættið. Bæði voru skæðin góð á Framsóknarvísu. Vonandi verða stjórnarhættir Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar uppi meðan land byggist. Ella biði þjóðarinnar líklega annað stórslys. Eftir dúk og disk kom svo formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, á fund ritstjóra Morgunblaðsins, Matthíasar Johannessen og Styrmis Gunnarssonar og lýsti yfir: „Landsbankamálið var allt tómt fát og fum. Sverrir hafði ekkert gert af sér." Taki þeir til sín sem eiga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þar var komið sögu, að klíkumenn Framsóknar bjuggust um rammlega í Landsbankanum vegna fyrirhugaðrar einkavæðingar hans, þótti þeim fýsilegt að Halldór Guðbjarnason yrði einn bankastjóri við einkavæðinguna. Þessu var honum lofað, en seinna svikið. Honum var bætt tjónið með því að gera hann að framkvæmdastjóra Visa-Ísland. Þar tókst honum svo vel upp að fyrirtækið var sektað um kr. 385 milljónir. Fyrir þá upphæð hefði mátt kaupa veiðileyfi í Hrútafjarðará í 400 – fjögur hundruð – ár, á verðlagi sem gilti þegar þau kaup fóru fram af hálfu bankans. Síðan var aðförin í bankanum skipulögð. Halldór Guðbjarnason hætti að veiða í Hrútafjarðará, en hóf að safna upplýsingum frá Innra eftirliti um risnu, utanferðir, veiðiskap, hætti að skrifa sjálfur upp á reikninga o.fl. Sá sem útvegaði honum upplýsingarnar heitir Haukur Þór Haraldsson og hefir orðið kunnur af peningamálum og hirðusemi í bankanum, þótt síðar yrði. Gróinn siður En Davíð Oddsson gaf ríkisendurskoðanda, Sigurði Þórðarsyni (Renda), fyrirmælin. Renda var fullkunnugt um, til fjölda ára, að rekstri Landsbankans hafði ekki verið breytt neitt, a.m.k. ekki síðustu tuttugu árin, enda hafði hann skrifað upp á reikninga bankans athugasemdalaust árum saman. En hann gerði sér hins vegar grein fyrir hvað biði hans ef hann gegndi ekki æðsta stjórnanda til sjós og lands, enda maðurinn pólitískt að stöðu sinni kominn. En þegar herförin var komin á fullt skrið og Haukur hinn hirðusami búinn að nesta Halldór bankastjóra setti bankastjórinn sig niður hjá Renda og hóf að lesa upp fyrir honum fræðin sem Innra eftirlit Hauks hafði tekið saman. Þau fræði voru ekki öll vandlega unnin, en flutt samt. Hefði þó bankastjórinn átt að gæta sín betur. Svo dæmi sé tekið: Það var gróinn siður í Landsbanka, að bankaráðið hélt hóf mikið við hvern hundraðasta fund ráðsins, sem haldinn var. Þar kom á þessum tíma að sá sextánhundraðasti var haldinn. Var þá boðið til mikils hófs á Hótel Sögu undir stjórn formanns bankaráðs, Eyjólfs K. Sigurjónssonar. Í lok hófs kvittaði Sverrir Hermannsson fyrir af hálfu bankans. Þeim reikningi, sem nam 330 þús. kr., mötuðu þeir kumpánar, Halldór og Haukur hirðusami, Renda á sem einkarisnu Sverris! Þannig voru vinnubrögðin. Má m.a. geta þess að laxveiðikaupum í Hrútafjarðará var slitið í febrúarlok 1997, þegar Árni Tómasson vakti athygli á að þau kaup gætu valdið tortryggni. Til þeirra kaupa var upphaflega stofnað af yfirvöldum í bankanum og alltaf afgreidd af Renda athugasemdalaust. Á fullum dagpeningum Þegar Jón Steinar Gunnlaugsson hafði yfirfarið málsgögn að beiðni bankaráðs gagnrýndi hann nokkur atriði, en engin af þeim voru ný af nálinni heldur tíðkuð í bankanum áratugum saman. T.d. upplýsti þáverandi formaður bankaráðs, Pétur Sigurðsson, að fyrirrennari Sverris í bankastjórastól hefði síðasta ár sitt varið meiru en hálfu þess í utanlandsdvöl – á fullum dagpeningum. Björgvin Vilmundarson var gagnkunnugur öllum starfsháttum bankastjórnar áratugi aftur í tímann og var eftir þeim farið í hvívetna af nýjum mönnum í embættunum. Enda lagði Jón Steinar ekki til neinar refsingar, þótt gagnrýninn væri á einstaka atriði. Bankastjórarnir héldu öllum sínum hlunnindum, fullum uppsagnarákvæðum og eftirlaunum. Það eina sem Framsóknarklíkan hafði upp úr krafsinu var VÍS-bréfin, sem seld voru þeim á 6,8 milljarða króna, en þeir komu svo í verð tæpum þremur árum síðar fyrir 31,5 milljarða króna. En Landsbankann fengu þeir ekki, enda sviku þeir Halldór Guðbjarnason um bankastjórastöðuna, og settu handbendi Finns Ingólfssonar í embættið. Bæði voru skæðin góð á Framsóknarvísu. Vonandi verða stjórnarhættir Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar uppi meðan land byggist. Ella biði þjóðarinnar líklega annað stórslys. Eftir dúk og disk kom svo formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, á fund ritstjóra Morgunblaðsins, Matthíasar Johannessen og Styrmis Gunnarssonar og lýsti yfir: „Landsbankamálið var allt tómt fát og fum. Sverrir hafði ekkert gert af sér." Taki þeir til sín sem eiga.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun