Ferðasjóður íþróttafélaganna 19. desember 2012 06:00 Á fundi ríkisstjórnar Íslands í mars 2006 var samþykkt að koma á fót Ferðasjóði íþróttafélaga, sem ætlað var að jafna aðstöðumun og efla íþrótta- og forvarnarstarf. Íþróttahreyfingin hafði þá í áratug barist fyrir því að slíkur sjóður yrði stofnaður, ekki síst með tilliti til bætts öryggis iðkenda á ferðalögum á vegum íþróttafélaga. Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón og umsýsla sjóðsins. Framlag ríkisins var ákveðið 180 m.kr. til þriggja ára og skiptist á eftirfarandi hátt: Árið 2007 30 m.kr., árið 2008 60 m.kr. og árið 2009 90 m.kr. ÍSÍ úthlutaði 30 m.kr. til íþrótta- og ungmennafélaga vegna ársins 2007 en strax árið 2008 var framlag til sjóðsins skert um milljón og því úthlutað 59 m.kr. vegna keppnisferða 2008. Í kjölfar efnahagshrunsins á landinu árið 2008 fékk ÍSÍ einungis 60 m.kr. úthlutað í stað þeirra 90 m.kr. sem áður höfðu verið samþykktar sem framlag ríkisins til sjóðsins vegna ársins 2009. Þrjátíu m.kr. af framlaginu var frestað og ekki til þeirra spurst síðan. Árið 2010 var framlag ríkisins til sjóðsins 57 m.kr. og árið 2011 54,1 m.kr. Á síðasta ári var samþykkt 12 m.kr. aukaframlag til Ferðasjóðs íþróttafélaga á síðustu metrum fjárlagagerðar sem hífði framlagið upp í 64,7 m.kr. Í drögum að Fjárlögum Alþingis fyrir árið 2013 er framlagið svo fallið niður í 52,7 m.kr. og munar um minna á erfiðu árferði. Í viðkvæmum rekstri íþróttafélaga er óstöðugleiki í úthlutunum ekki til að einfalda hlutina. Lykilhlutverk Á þeim fimm árum sem sjóðurinn hefur verið til hefur allur kostnaður við keppnisferðir aukist gríðarlega, ekki síst með hækkunum á eldsneyti og flugfargjöldum. Ferðakostnaður er að sliga mörg íþróttafélög í landinu. Ferðasjóður íþróttafélaga hefur spilað lykilhlutverk í því að gera íþrótta- og ungmennafélögum landsins kleift að taka þátt í öflugu mótastarfi hreyfingarinnar. Ljóst er þó að framlag úr sjóðnum dreifist á marga aðila og verður því ekki nema dropi í hafið þegar heildarferðakostnaður íþróttahreyfingarinnar er skoðaður. Á síðasta ári nam heildarupphæð umsókna í sjóðinn ríflega 430 m.kr. Þá er ótalinn gistikostnaður, uppihald og annar kostnaður sem til fellur við slík ferðalög því einungis má telja til beinan ferðakostnað í umsóknum, þ.e. bensín- og aksturskostnað, bílaleigu, flugfargjöld og kostnað við ferjuflutning. Ekki eru öll mót styrkhæf og ekki er veittur styrkur vegna ferða sem eru innan við 150 km aðra leið. Í gagnagrunni Ferðasjóðs íþróttafélaga er að finna áhugaverðar upplýsingar um þann dugnað og elju sem íþróttahreyfingin og sjálfboðaliðar hennar sýna við það að skapa börnum og unglingum tækifæri til að etja kappi við jafnaldra sína í öðrum landshlutum. Hætt er við að íþróttalífið í landinu yrði litlaust ef félög úr öllum landshlutum gætu ekki lengur sent lið til keppni sökum ferðakostnaðar. Í fjölmiðlum hefur nýlega komið fram að íþróttafélag á landsbyggðinni ætli sér frekar að aka með lið sín en að taka flugið í vetur sökum mikilla hækkana á flugfargjöldum á milli ára. Þá má spyrja sig hvort upphafleg markmið sjóðsins um öryggi iðkenda séu að verða undir í viðleitni íþróttafélaga við að halda rekstrinum réttu megin við núllið. Það er von okkar í íþróttahreyfingunni að fjárveitingavaldið kynni sér málefni Ferðasjóðs íþróttafélaga vel og vinni að því að tryggja meira og stöðugra fjármagn í sjóðinn svo að áfram megi verða öflugt og fjölbreytt íþróttalíf um allt Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á fundi ríkisstjórnar Íslands í mars 2006 var samþykkt að koma á fót Ferðasjóði íþróttafélaga, sem ætlað var að jafna aðstöðumun og efla íþrótta- og forvarnarstarf. Íþróttahreyfingin hafði þá í áratug barist fyrir því að slíkur sjóður yrði stofnaður, ekki síst með tilliti til bætts öryggis iðkenda á ferðalögum á vegum íþróttafélaga. Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón og umsýsla sjóðsins. Framlag ríkisins var ákveðið 180 m.kr. til þriggja ára og skiptist á eftirfarandi hátt: Árið 2007 30 m.kr., árið 2008 60 m.kr. og árið 2009 90 m.kr. ÍSÍ úthlutaði 30 m.kr. til íþrótta- og ungmennafélaga vegna ársins 2007 en strax árið 2008 var framlag til sjóðsins skert um milljón og því úthlutað 59 m.kr. vegna keppnisferða 2008. Í kjölfar efnahagshrunsins á landinu árið 2008 fékk ÍSÍ einungis 60 m.kr. úthlutað í stað þeirra 90 m.kr. sem áður höfðu verið samþykktar sem framlag ríkisins til sjóðsins vegna ársins 2009. Þrjátíu m.kr. af framlaginu var frestað og ekki til þeirra spurst síðan. Árið 2010 var framlag ríkisins til sjóðsins 57 m.kr. og árið 2011 54,1 m.kr. Á síðasta ári var samþykkt 12 m.kr. aukaframlag til Ferðasjóðs íþróttafélaga á síðustu metrum fjárlagagerðar sem hífði framlagið upp í 64,7 m.kr. Í drögum að Fjárlögum Alþingis fyrir árið 2013 er framlagið svo fallið niður í 52,7 m.kr. og munar um minna á erfiðu árferði. Í viðkvæmum rekstri íþróttafélaga er óstöðugleiki í úthlutunum ekki til að einfalda hlutina. Lykilhlutverk Á þeim fimm árum sem sjóðurinn hefur verið til hefur allur kostnaður við keppnisferðir aukist gríðarlega, ekki síst með hækkunum á eldsneyti og flugfargjöldum. Ferðakostnaður er að sliga mörg íþróttafélög í landinu. Ferðasjóður íþróttafélaga hefur spilað lykilhlutverk í því að gera íþrótta- og ungmennafélögum landsins kleift að taka þátt í öflugu mótastarfi hreyfingarinnar. Ljóst er þó að framlag úr sjóðnum dreifist á marga aðila og verður því ekki nema dropi í hafið þegar heildarferðakostnaður íþróttahreyfingarinnar er skoðaður. Á síðasta ári nam heildarupphæð umsókna í sjóðinn ríflega 430 m.kr. Þá er ótalinn gistikostnaður, uppihald og annar kostnaður sem til fellur við slík ferðalög því einungis má telja til beinan ferðakostnað í umsóknum, þ.e. bensín- og aksturskostnað, bílaleigu, flugfargjöld og kostnað við ferjuflutning. Ekki eru öll mót styrkhæf og ekki er veittur styrkur vegna ferða sem eru innan við 150 km aðra leið. Í gagnagrunni Ferðasjóðs íþróttafélaga er að finna áhugaverðar upplýsingar um þann dugnað og elju sem íþróttahreyfingin og sjálfboðaliðar hennar sýna við það að skapa börnum og unglingum tækifæri til að etja kappi við jafnaldra sína í öðrum landshlutum. Hætt er við að íþróttalífið í landinu yrði litlaust ef félög úr öllum landshlutum gætu ekki lengur sent lið til keppni sökum ferðakostnaðar. Í fjölmiðlum hefur nýlega komið fram að íþróttafélag á landsbyggðinni ætli sér frekar að aka með lið sín en að taka flugið í vetur sökum mikilla hækkana á flugfargjöldum á milli ára. Þá má spyrja sig hvort upphafleg markmið sjóðsins um öryggi iðkenda séu að verða undir í viðleitni íþróttafélaga við að halda rekstrinum réttu megin við núllið. Það er von okkar í íþróttahreyfingunni að fjárveitingavaldið kynni sér málefni Ferðasjóðs íþróttafélaga vel og vinni að því að tryggja meira og stöðugra fjármagn í sjóðinn svo að áfram megi verða öflugt og fjölbreytt íþróttalíf um allt Ísland.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun