Fræðsla á milli menningarheima 19. desember 2012 06:00 Aðgengi að þekkingu er í dag orðið auðveldara en nokkru sinni áður og allt virðist í nokkurra smella fjarlægð. Innihaldsríkasta leiðin til að kynnast öðrum menningarheimum og læra ný tungumál er þó að mínu mati enn í gegnum eigin upplifun. Þá einstæðu upplifun hefur AFS á Íslandi boðið upp á í 55 ár. Það er hreint út sagt ótrúlegt að vakna með nýtt og framandi tungumál í eyrunum, sækja skóla í landi sem þú hafðir áður einungis séð á landakorti og fá tækifæri til að öðlast skilning á ólíkri menningu frá fyrstu hendi. Finna þig í aðstæðum sem þú hélst að væru eingöngu til í kvikmyndum. Að sama skapi er það einstök tilfinning að fá að vera hluti af reynslu nýs fjölskyldumeðlims sem sækir Ísland heim. Hluti af reynslu erlends skiptinema sem fer í sund til að spjalla við pottverja á íslensku eftir einungis nokkra mánuði á landinu. Skiptinema sem tekur sig til og syngur afmælissönginn af innlifun í afmælum fjölskyldumeðlima á tungumáli sem þú hafðir aldrei heyrt áður. Tilgangur AFS er og hefur ávallt verið að stuðla að fræðslu á milli menningarheima og aðstoða þannig einstaklinga við að þróa þá þekkingu, hæfni og skilning sem þarf til að skapa réttlátari og friðsælli heim. Þetta er starf sem byggir að mestu leyti á framlagi sjálfboðaliða. Eykur víðsýni og skilning Fyrir nokkrum árum var gerð umfangsmikil könnun við Háskólann í Reykjavík um áhrif skiptináms AFS á ungmenni. Í samantekt lokaritgerðar um niðurstöðurnar kemur fram að skiptinám hafi „mikið gildi til frambúðar fyrir þá sem utan fara; tungumálakunnátta þeirra er mun meiri en samanburðarhópsins og gildir það ekki aðeins um þekkingu á tungumáli dvalarlandsins; viðhorf þeirra til útlendinga er jákvæðara og skilningur á framandi menningarheimum, siðum, venjum og gildum þroskaðri en hinna sem ekki fóru." Skiptinemadvöl á vegum AFS er því ekki einungis spennandi og öðruvísi lífsreynsla heldur einnig öflug óformleg menntun um aðra menningarheima sem nýtist sem ómetanlegt veganesti inn í framtíðina. Það er ekki eftir neinu að bíða – ég hvet þig til að kynna þér starf AFS nánar á vef okkar, afs.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Aðgengi að þekkingu er í dag orðið auðveldara en nokkru sinni áður og allt virðist í nokkurra smella fjarlægð. Innihaldsríkasta leiðin til að kynnast öðrum menningarheimum og læra ný tungumál er þó að mínu mati enn í gegnum eigin upplifun. Þá einstæðu upplifun hefur AFS á Íslandi boðið upp á í 55 ár. Það er hreint út sagt ótrúlegt að vakna með nýtt og framandi tungumál í eyrunum, sækja skóla í landi sem þú hafðir áður einungis séð á landakorti og fá tækifæri til að öðlast skilning á ólíkri menningu frá fyrstu hendi. Finna þig í aðstæðum sem þú hélst að væru eingöngu til í kvikmyndum. Að sama skapi er það einstök tilfinning að fá að vera hluti af reynslu nýs fjölskyldumeðlims sem sækir Ísland heim. Hluti af reynslu erlends skiptinema sem fer í sund til að spjalla við pottverja á íslensku eftir einungis nokkra mánuði á landinu. Skiptinema sem tekur sig til og syngur afmælissönginn af innlifun í afmælum fjölskyldumeðlima á tungumáli sem þú hafðir aldrei heyrt áður. Tilgangur AFS er og hefur ávallt verið að stuðla að fræðslu á milli menningarheima og aðstoða þannig einstaklinga við að þróa þá þekkingu, hæfni og skilning sem þarf til að skapa réttlátari og friðsælli heim. Þetta er starf sem byggir að mestu leyti á framlagi sjálfboðaliða. Eykur víðsýni og skilning Fyrir nokkrum árum var gerð umfangsmikil könnun við Háskólann í Reykjavík um áhrif skiptináms AFS á ungmenni. Í samantekt lokaritgerðar um niðurstöðurnar kemur fram að skiptinám hafi „mikið gildi til frambúðar fyrir þá sem utan fara; tungumálakunnátta þeirra er mun meiri en samanburðarhópsins og gildir það ekki aðeins um þekkingu á tungumáli dvalarlandsins; viðhorf þeirra til útlendinga er jákvæðara og skilningur á framandi menningarheimum, siðum, venjum og gildum þroskaðri en hinna sem ekki fóru." Skiptinemadvöl á vegum AFS er því ekki einungis spennandi og öðruvísi lífsreynsla heldur einnig öflug óformleg menntun um aðra menningarheima sem nýtist sem ómetanlegt veganesti inn í framtíðina. Það er ekki eftir neinu að bíða – ég hvet þig til að kynna þér starf AFS nánar á vef okkar, afs.is.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar