Er Reykjavík ljót, döpur, leiðinleg og vanþroskuð? 19. desember 2012 06:00 Arkitektúrinn í Reykjavík er víða hryllilega ljótur og þunglyndislega fráhrindandi. Og skipulagið morandi í óafturkræfum byggingarslysum sem bera vitni um aumkunarverðan skort á fagurfræðilegu skynbragði. Og nú stendur til að bæta enn fleiri forljótum slysum á listann. Því harmrænu trúðarnir í Ráðhúsinu eru búnir að samþykkja aðför að miðborg Reykjavíkur. Þeir vilja troða þangað ca 290.000 fermetra fangelsislegum verksmiðjukumböldum í formi stærsta sjúkrahúss Íslandssögunnar – á eina fallegustu, dýrustu og eftirsóttustu lóð miðborgarinnar. Sem mun ekki aðeins eyðileggja tækifærin fyrir skemmtilega starfsemi og lífsglatt fólk til að búa þarna – heldur líka sjúkrahúsið sjálft. Og skemma auk þess möguleika miðborgar Reykjavíkur til að þroskast eðlilega. Aðþrengd miðborg Sá agnarsmái blettur sem rúmar miðborg Reykjavíkur er löngu orðinn svo aðþrengdur að miðborgin hefur í mörg ár alls ekki getað þroskast eðlilega. Og á meðan er tíu sinnum stærra flæmi sóað undir steindautt flugvallarmalbik hinum megin við Gömlu Hringbraut. Einmitt þar sem vaxtarmöguleikar miðborgar Reykjavíkur liggja. Auk hinnar rándýru og gullfallegu lóðar sem nú stendur til að eyðileggja undir fárveikt fólk í sjúkrarúmum og illa lyktandi spítalaganga. Hve mörg forljót og ómanneskjuleg hverfi eru í Reykjavík? Sem þóttu e.t.v. voðalega fín í augum yfirlætisfullra, þröngsýnna og smekklausra verkfræðinga og skipulagsfræðinga á sínum tíma? Vilja Íslendingar að endanlega verði gengið að miðborg Reykjavíkur dauðri? Viljum við fleiri forljótar byggingar og fleiri ómanneskjuleg hverfi sem líta út eins og fangelsishverfi? Meiri ljótleika? Fleiri skipulagsslys? Hve margar fjölskyldur? Hve margar frískar fjölskyldur skyldu geta lifað á u.þ.b. 290.000 fermetrum? Hve margar smáverslanir, kaffihús, gallerí og hótel fyrir ferðamenn? Þetta byggingarmagn er ígildi u.þ.b. 75% af öllu íbúðarrými í 101 Reykjavík! Það er ígildi 5 Flugstöðva Leifs Eiríkssonar, 5 Smáralinda, 12 herstöðva eins og þeirrar sem var á Keflavíkurflugvelli, 25 Orkuveituhúsa, 67 ráðhúsa, 73 Þjóðminjasafna, 149 Þjóðarbókhlaða eða 248 innanríkisráðuneyta! Hvers virði skyldi þessi lóð ríkisins við Gömlu Hringbraut, Eiríksgötu og Barónsstíg í miðborg Reykjavíkur vera í peningum – ef hún yrði seld undir blandaða byggð fyrir lífsglatt og fullfrískt fólk sem þráir að búa þarna? Og gömlu byggingarnar e.t.v. undir hótel? Erum við að tala um milljarðatugi? Skyldi e.t.v. vera hægt að greiða fjórðung af byggingarkostnaði við stærsta sjúkrahús Íslandssögunnar á réttri lóð fyrir andvirðið? Daprasta svæði Íslands Miðborg Reykjavíkur er sorglega fábrotin, niðurnídd og líflaus. Hún er orðin að einu daprasta svæði landsins og líkist meira afskekktu grotnandi þorpi en miðborg í höfuðborg vestræns ríkis. Enda nenna fáir þangað til að versla nema ferðamenn og ölótt fólk sem brýtur flöskur þar um helgar. Hús grotna niður, verslanir loka og fólk fer upp í Kringlu eða Smáralind. Hvers vegna er spítalanum ekki fundin viðeigandi lóð með ofgnótt af plássi þar sem hann getur notið sín til fulls? Í stað þess að eyða í hann dýrasta lóðarfermetraverði landsins þar sem fólk þráir að búa? Og hvað á að gera þegar byggja þarf við risasjúkrahúsið? Hvar á þá að fá lóðarpláss? Á þá að færa það? Því ævaforn áform um nýjan Landspítala við Hringbraut byggðu aldrei á 290 þúsund fermetra risamannvirki. Þessi áform eru sérstaklega galin og ósmekkleg í ljósi þess að staðsetningin er beinlínis skaðleg hagsmunum sjúkrahússins – sem þarf að laga sig að þrengslum í stað þess að njóta sín fullkomlega á eigin forsendum á plássríkri lóð. Og það er nóg af slíkum lóðum í Reykjavík. Og þá má spyrja: Hvers vegna er Reykjavík jafnljót, jafndöpur, jafnleiðinleg og jafnvanþroskuð og raun ber vitni um? Er það vegna þess að sumir íbúar hennar eru einmitt allt þetta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Arkitektúrinn í Reykjavík er víða hryllilega ljótur og þunglyndislega fráhrindandi. Og skipulagið morandi í óafturkræfum byggingarslysum sem bera vitni um aumkunarverðan skort á fagurfræðilegu skynbragði. Og nú stendur til að bæta enn fleiri forljótum slysum á listann. Því harmrænu trúðarnir í Ráðhúsinu eru búnir að samþykkja aðför að miðborg Reykjavíkur. Þeir vilja troða þangað ca 290.000 fermetra fangelsislegum verksmiðjukumböldum í formi stærsta sjúkrahúss Íslandssögunnar – á eina fallegustu, dýrustu og eftirsóttustu lóð miðborgarinnar. Sem mun ekki aðeins eyðileggja tækifærin fyrir skemmtilega starfsemi og lífsglatt fólk til að búa þarna – heldur líka sjúkrahúsið sjálft. Og skemma auk þess möguleika miðborgar Reykjavíkur til að þroskast eðlilega. Aðþrengd miðborg Sá agnarsmái blettur sem rúmar miðborg Reykjavíkur er löngu orðinn svo aðþrengdur að miðborgin hefur í mörg ár alls ekki getað þroskast eðlilega. Og á meðan er tíu sinnum stærra flæmi sóað undir steindautt flugvallarmalbik hinum megin við Gömlu Hringbraut. Einmitt þar sem vaxtarmöguleikar miðborgar Reykjavíkur liggja. Auk hinnar rándýru og gullfallegu lóðar sem nú stendur til að eyðileggja undir fárveikt fólk í sjúkrarúmum og illa lyktandi spítalaganga. Hve mörg forljót og ómanneskjuleg hverfi eru í Reykjavík? Sem þóttu e.t.v. voðalega fín í augum yfirlætisfullra, þröngsýnna og smekklausra verkfræðinga og skipulagsfræðinga á sínum tíma? Vilja Íslendingar að endanlega verði gengið að miðborg Reykjavíkur dauðri? Viljum við fleiri forljótar byggingar og fleiri ómanneskjuleg hverfi sem líta út eins og fangelsishverfi? Meiri ljótleika? Fleiri skipulagsslys? Hve margar fjölskyldur? Hve margar frískar fjölskyldur skyldu geta lifað á u.þ.b. 290.000 fermetrum? Hve margar smáverslanir, kaffihús, gallerí og hótel fyrir ferðamenn? Þetta byggingarmagn er ígildi u.þ.b. 75% af öllu íbúðarrými í 101 Reykjavík! Það er ígildi 5 Flugstöðva Leifs Eiríkssonar, 5 Smáralinda, 12 herstöðva eins og þeirrar sem var á Keflavíkurflugvelli, 25 Orkuveituhúsa, 67 ráðhúsa, 73 Þjóðminjasafna, 149 Þjóðarbókhlaða eða 248 innanríkisráðuneyta! Hvers virði skyldi þessi lóð ríkisins við Gömlu Hringbraut, Eiríksgötu og Barónsstíg í miðborg Reykjavíkur vera í peningum – ef hún yrði seld undir blandaða byggð fyrir lífsglatt og fullfrískt fólk sem þráir að búa þarna? Og gömlu byggingarnar e.t.v. undir hótel? Erum við að tala um milljarðatugi? Skyldi e.t.v. vera hægt að greiða fjórðung af byggingarkostnaði við stærsta sjúkrahús Íslandssögunnar á réttri lóð fyrir andvirðið? Daprasta svæði Íslands Miðborg Reykjavíkur er sorglega fábrotin, niðurnídd og líflaus. Hún er orðin að einu daprasta svæði landsins og líkist meira afskekktu grotnandi þorpi en miðborg í höfuðborg vestræns ríkis. Enda nenna fáir þangað til að versla nema ferðamenn og ölótt fólk sem brýtur flöskur þar um helgar. Hús grotna niður, verslanir loka og fólk fer upp í Kringlu eða Smáralind. Hvers vegna er spítalanum ekki fundin viðeigandi lóð með ofgnótt af plássi þar sem hann getur notið sín til fulls? Í stað þess að eyða í hann dýrasta lóðarfermetraverði landsins þar sem fólk þráir að búa? Og hvað á að gera þegar byggja þarf við risasjúkrahúsið? Hvar á þá að fá lóðarpláss? Á þá að færa það? Því ævaforn áform um nýjan Landspítala við Hringbraut byggðu aldrei á 290 þúsund fermetra risamannvirki. Þessi áform eru sérstaklega galin og ósmekkleg í ljósi þess að staðsetningin er beinlínis skaðleg hagsmunum sjúkrahússins – sem þarf að laga sig að þrengslum í stað þess að njóta sín fullkomlega á eigin forsendum á plássríkri lóð. Og það er nóg af slíkum lóðum í Reykjavík. Og þá má spyrja: Hvers vegna er Reykjavík jafnljót, jafndöpur, jafnleiðinleg og jafnvanþroskuð og raun ber vitni um? Er það vegna þess að sumir íbúar hennar eru einmitt allt þetta?
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar