Reglur víða verið hertar gudsteinn@frettabladid.is skrifar 19. desember 2012 00:01 Látinna minnst Skólanemandi í Newtown leggur blómvönd niður fyrir utan Sandy Hook-barnaskólann, þar sem hinn tvítugi Adam Lanza myrti 20 börn á leikskólaaldri, sex konur, þar á meðal móður sína, og svipti svo sjálfan sig lífi. nordicphotos/AFP Í marsmánuði árið 1996 gekk 43 ára gamall maður, Thomas Hamilton að nafni, inn í barnaskóla í Dunblane á Skotlandi og myrti þar 16 börn á leikskólaaldri og kennara þeirra. Hann var vopnaður fjórum skammbyssum sem hann hafði keypt sér með löglegum hætti. Næstu vikurnar hófu íbúar í Dunblane, átta þúsund manna bæ, baráttu fyrir því að löggjöf um byssueign yrði hert. Á skömmum tíma söfnuðust 750 þúsund undirskriftir, og árið eftir tóku gildi lög sem banna einstaklingum að eiga skammbyssur. Svipuð herferð skilaði einnig sambærilegum árangri í Ástralíu eftir að morðingi á eyjunni Tasmaníu myrti 35 manns með hálfsjálfvirkum hríðskotariffli, en þetta gerðist einnig árið 1996. Í Bandaríkjunum hafa kröfur um strangari löggjöf um byssueign farið af stað í hvert sinn sem fjöldamorð eru framin þar með skotvopnum, en slíkt hefur orðið æ algengara síðustu ár og áratugi. Margir telja sig sjá merki þess að nú sé betri jarðvegur meðal bandarískra ráðamanna en oft áður fyrir löggjöf af þessu tagi, en aðrir eru svartsýnni og benda á að samtök byssueigenda hafi jafnan náð að dempa niður allar hræringar í þá átt í Bandaríkjunum, ekki síst með öflugum ítökum sínum á þjóðþingi Bandaríkjanna. Þeir bjartsýnu segja að kröfur um hertar reglur hafi í þetta skiptið hlotið óvenjugóðar undirtektir meðal repúblikana. Þingmenn repúblikana í fulltrúadeild þingsins héldu í gær lokaðan fund um málið. Að loknum fundinum tóku sumir þeirra vel í að hert löggjöf komi til greina. Þá vekur það einnig bjartsýni að demókratinn Harry Reid, sem er leiðtogi þingmeirihlutans í öldungadeild, segir nú tíma kominn til að setja þetta mál á dagskrá þingsins. Hann hefur til þessa verið afar tortrygginn á allar hömlur á byssueign, og neitaði til dæmis að taka málið á dagskrá deildarinnar í kjölfar fjöldamorðanna í kvikmyndahúsi í bænum Aurora. Barack Obama forseti hefur talað varlega, hugsanlega til þess að espa ekki byssufólk á móti sér, en talsmaður hans segir að hann ætli að setja þessi mál í forgang á seinna kjörtímabili sínu. Repúblikaninn Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, hefur hins vegar stigið fram og lagt mikla áherslu á að herða verði reglur um byssueign. „Ég ætla að berjast, og þið eigið að berjast líka," sagði hann á mánudag, þegar hann hitti hóp af fólki sem ýmist hefur lifað af skotárásir á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum eða misst ættingja sína í slíkum árásum: „Þetta er hneyksli. Við erum að drepa hvert annað." Fréttir Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Í marsmánuði árið 1996 gekk 43 ára gamall maður, Thomas Hamilton að nafni, inn í barnaskóla í Dunblane á Skotlandi og myrti þar 16 börn á leikskólaaldri og kennara þeirra. Hann var vopnaður fjórum skammbyssum sem hann hafði keypt sér með löglegum hætti. Næstu vikurnar hófu íbúar í Dunblane, átta þúsund manna bæ, baráttu fyrir því að löggjöf um byssueign yrði hert. Á skömmum tíma söfnuðust 750 þúsund undirskriftir, og árið eftir tóku gildi lög sem banna einstaklingum að eiga skammbyssur. Svipuð herferð skilaði einnig sambærilegum árangri í Ástralíu eftir að morðingi á eyjunni Tasmaníu myrti 35 manns með hálfsjálfvirkum hríðskotariffli, en þetta gerðist einnig árið 1996. Í Bandaríkjunum hafa kröfur um strangari löggjöf um byssueign farið af stað í hvert sinn sem fjöldamorð eru framin þar með skotvopnum, en slíkt hefur orðið æ algengara síðustu ár og áratugi. Margir telja sig sjá merki þess að nú sé betri jarðvegur meðal bandarískra ráðamanna en oft áður fyrir löggjöf af þessu tagi, en aðrir eru svartsýnni og benda á að samtök byssueigenda hafi jafnan náð að dempa niður allar hræringar í þá átt í Bandaríkjunum, ekki síst með öflugum ítökum sínum á þjóðþingi Bandaríkjanna. Þeir bjartsýnu segja að kröfur um hertar reglur hafi í þetta skiptið hlotið óvenjugóðar undirtektir meðal repúblikana. Þingmenn repúblikana í fulltrúadeild þingsins héldu í gær lokaðan fund um málið. Að loknum fundinum tóku sumir þeirra vel í að hert löggjöf komi til greina. Þá vekur það einnig bjartsýni að demókratinn Harry Reid, sem er leiðtogi þingmeirihlutans í öldungadeild, segir nú tíma kominn til að setja þetta mál á dagskrá þingsins. Hann hefur til þessa verið afar tortrygginn á allar hömlur á byssueign, og neitaði til dæmis að taka málið á dagskrá deildarinnar í kjölfar fjöldamorðanna í kvikmyndahúsi í bænum Aurora. Barack Obama forseti hefur talað varlega, hugsanlega til þess að espa ekki byssufólk á móti sér, en talsmaður hans segir að hann ætli að setja þessi mál í forgang á seinna kjörtímabili sínu. Repúblikaninn Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, hefur hins vegar stigið fram og lagt mikla áherslu á að herða verði reglur um byssueign. „Ég ætla að berjast, og þið eigið að berjast líka," sagði hann á mánudag, þegar hann hitti hóp af fólki sem ýmist hefur lifað af skotárásir á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum eða misst ættingja sína í slíkum árásum: „Þetta er hneyksli. Við erum að drepa hvert annað."
Fréttir Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira