Martröð fræga fólksins 18. desember 2012 06:00 Justin Bieber Fregnir bárust í síðustu viku af hryllilegu ráðabruggi, þar sem þrír menn höfðu í hyggju að myrða kanadíska ungstirnið Justin Bieber og skera undan honum. Til allrar hamingju komst lögreglan á snoðir um glæpinn fyrirhugaða og handtók tvo þeirra, en sá þriðji, Dana Martin, hafði skipulagt morðið handan veggja fangelsis. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem veikir menn eða konur reyna að ráða fólki í skemmtanabransanum bana, og því miður hefur sumum meira að segja tekist ætlunarverkið. Frægast er líklegast morðið á John Lennon, en hann var skotinn til bana fyrir utan Dakota-bygginguna í New York þann 8. desember 1980. Morðinginn, Mark David Chapman, hafði haft fyrrum Bítilinn á heilanum um nokkuð skeið, og lét til skarar skríða aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Lennon gaf honum eiginhandaráritun. Annar Bítill varð fyrir lífshættulegri árás nærri tveimur áratugum síðar, en þann 30. desember 1999 réðist óður hnífamaður á George Harrison, og stakk hann meira en 40 sinnum í höfuð og búk. Harrison var heppnari en Lennon, og lifði árásina af, en vinir hans og fjölskylda vitna um það að árásin hafi breytt honum mikið. Árásarmaðurinn, Michael Abram, var ósakhæfur vegna geðrænna vandamála, en var vistaður á geðsjúkrahúsi í eitt og hálft ár eftir árásina. Árið 1981 komst hinn 25 ára gamli John Hinckley, Jr í heimsfréttirnar þegar hann reyndi að ráða forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan, af dögum. Reagan hafði reyndar ekki starfað innan skemmtanabransans í dágóðan tíma, en Hinckley var haldinn sjúklegri þráhyggju fyrir ungstirninu Jodie Foster. Hann hafði sent henni nokkur ástarbréf en fékk ekki þau viðbrögð sem hann óskaði eftir. Hann taldi banatilræði á hendur forsetanum hans einu leið til þess að láta leikkonuna taka eftir sér. Reagan lifði tilræðið af, þrátt fyrir að hafa fengið byssukúlu í bringuna, en Hinckley var vistaður á stofnun, þar sem hann er enn. Gítarleikari þungarokkshljómsveitarinnar Pantera, „Dimebag" Darrell Abbott, var skotinn til bana þann 8. desember 2004, þar sem hann stóð uppi á sviði ásamt hljómsveit sinni Damageplan. Árásarmaðurinn, Nathan Gale, var með Darrell á heilanum, og kenndi honum um upplausn Pantera, en hann var mikill aðdáandi. Þrír aðrir týndu lífi í árásinni, að ótöldum Gale sjálfum, en hann var skotinn til bana af lögreglumanni. Tveir menn voru handteknir í fyrra, þeir Junior Bradshaw og Kevin Liverpool, grunaðir um að hafa ætlað að ræna bresku söngkonunni Joss Stone og myrða hana. Í fórum þeirra fannst líkpoki, reipi, tvö sverð, og handskrifaðar leiðbeiningar að heimili söngkonunnar. Mennirnir bíða nú dóms. Lífið Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira
Fregnir bárust í síðustu viku af hryllilegu ráðabruggi, þar sem þrír menn höfðu í hyggju að myrða kanadíska ungstirnið Justin Bieber og skera undan honum. Til allrar hamingju komst lögreglan á snoðir um glæpinn fyrirhugaða og handtók tvo þeirra, en sá þriðji, Dana Martin, hafði skipulagt morðið handan veggja fangelsis. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem veikir menn eða konur reyna að ráða fólki í skemmtanabransanum bana, og því miður hefur sumum meira að segja tekist ætlunarverkið. Frægast er líklegast morðið á John Lennon, en hann var skotinn til bana fyrir utan Dakota-bygginguna í New York þann 8. desember 1980. Morðinginn, Mark David Chapman, hafði haft fyrrum Bítilinn á heilanum um nokkuð skeið, og lét til skarar skríða aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Lennon gaf honum eiginhandaráritun. Annar Bítill varð fyrir lífshættulegri árás nærri tveimur áratugum síðar, en þann 30. desember 1999 réðist óður hnífamaður á George Harrison, og stakk hann meira en 40 sinnum í höfuð og búk. Harrison var heppnari en Lennon, og lifði árásina af, en vinir hans og fjölskylda vitna um það að árásin hafi breytt honum mikið. Árásarmaðurinn, Michael Abram, var ósakhæfur vegna geðrænna vandamála, en var vistaður á geðsjúkrahúsi í eitt og hálft ár eftir árásina. Árið 1981 komst hinn 25 ára gamli John Hinckley, Jr í heimsfréttirnar þegar hann reyndi að ráða forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan, af dögum. Reagan hafði reyndar ekki starfað innan skemmtanabransans í dágóðan tíma, en Hinckley var haldinn sjúklegri þráhyggju fyrir ungstirninu Jodie Foster. Hann hafði sent henni nokkur ástarbréf en fékk ekki þau viðbrögð sem hann óskaði eftir. Hann taldi banatilræði á hendur forsetanum hans einu leið til þess að láta leikkonuna taka eftir sér. Reagan lifði tilræðið af, þrátt fyrir að hafa fengið byssukúlu í bringuna, en Hinckley var vistaður á stofnun, þar sem hann er enn. Gítarleikari þungarokkshljómsveitarinnar Pantera, „Dimebag" Darrell Abbott, var skotinn til bana þann 8. desember 2004, þar sem hann stóð uppi á sviði ásamt hljómsveit sinni Damageplan. Árásarmaðurinn, Nathan Gale, var með Darrell á heilanum, og kenndi honum um upplausn Pantera, en hann var mikill aðdáandi. Þrír aðrir týndu lífi í árásinni, að ótöldum Gale sjálfum, en hann var skotinn til bana af lögreglumanni. Tveir menn voru handteknir í fyrra, þeir Junior Bradshaw og Kevin Liverpool, grunaðir um að hafa ætlað að ræna bresku söngkonunni Joss Stone og myrða hana. Í fórum þeirra fannst líkpoki, reipi, tvö sverð, og handskrifaðar leiðbeiningar að heimili söngkonunnar. Mennirnir bíða nú dóms.
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Sjá meira