Kirkja og kylfingar Örn Bárður Jónsson skrifar 18. desember 2012 06:00 Ég leik golf mér til ánægju en sú íþrótt er sú kristilegasta sem ég þekki og líklega sú eina sem getur talist það og stenst það með guðfræðilegum rökum. Erindi þessara skrifa er samt ekki það að útskýra þennan leyndardóm en ég skal gera það síðar. Ástæðan fyrir þessum skrifum er fjárhagur trúfélaga í landinu, allra skráðra trúfélaga, aðventista, hvítasunnumanna, búddista, múslíma, lúterskra fríkirkna, kaþólsku kirkjunnar, þjóðkirkjunnar og fleiri. Enn fremur er tilgangur greinarinnar að bera saman fjárhag golfklúbbs og fjölmennrar sóknar. Hér áður fyrr þurftu gjaldkerar trúfélaga að rukka inn félagsgjöld sinna meðlima og sú var tíðin að menn gengu í hús til að innheimta sóknargjöld. Síðar tóku gjaldheimtan í Reykjavík og sýslumenn um land allt þetta að sér og reyndar ekki í neinni í sjálfboðavinnu því þessir aðilar höfðu drjúg innheimtulaun. Loks var kerfinu breytt árið 1987 og þá var ákveðið að ríkið sæi alfarið um innheimtuna og í stað nefskatts var sóknargjaldið reiknað sem föst krónutala sem síðan var umreiknuð í tiltekið hlutfall tekjuskatts til að verðtryggja gjaldið. Skrýtin ráðsmennska Núna borga ég skv. þessu fyrirkomulagi sem meðlimur í þjóðkirkjunni um 1.100 krónur á mánuði í sóknargjald en sá hængur er á að ríkið skilar ekki nema rúmlega 700 krónum til sóknar minnar. Fyrir slíka meðhöndlun á fé eru menn dæmdir í fangelsi þ.e.a.s. ef þeir sitja ekki í ríkisstjórn. Trúfélög eru ekki rekin af ríkinu og þar með ekki þjóðkirkjan heldur eins og menn tönnlast gjarnan á í fáfræði sinni í fjölmiðlum og bloggfærslum, jafnvel þingmenn og ráðherrar. Ríkið rekur engin trúfélög. Sláandi samanburður Nessókn, sem ég þjóna, hefur um 50 milljónir í tekjur á ári en hún er önnur fjölmennasta sókn í Reykjavík. Í sókninni búa tæplega 11 þúsund manns og gjaldendur, þ.e. 16 ára og eldri sem tilheyra þjóðkirkjunni, eru eitthvað á sjöunda þúsund. En hvað kemur golfið þessu við? Ég skal útskýra það. Nýlega sótti ég aðalfund Nesklúbbsins (NK) sem rekur golfvöllinn á Seltjarnarnesi. Þar eru um 600 félagar. Það sem vakti athygli mína og kveikti hjá mér samanburð er að NK hafði 57 milljónir í tekjur af þessum hópi á sínu rekstrarári. NK með 600 félaga hefur m.ö.o. meiri tekjur en Nessókn sem er með á 7. þúsund gjaldendur. Meðlimafjöldi NK er ekki nema 1/10 af Nessókn sem þýðir auðvitað að árgjaldið fyrir golfið er margfalt hærra en klúbburinn starfar þó ekki nema í 5 mánuði en kirkjan allt árið. Fyrir 700 krónur á mánuði eiga sóknarbörnin aðgang að öflugu starfi. Messur eru fjölsóttar í Neskirkju og þar fær fólk næringu fyrir sálu sína og anda, eflir félagsþroska og skilning á hinu stóra samhengi lífsins og fer heim að loknu starfi í trú, von og kærleika til að láta gott af sér leiða í lífi og leik. Barna- og unglingastarf er fjölbreytt og fjölsótt. Sérstakt starf er fyrir eldri borgara. Sönglíf er blómlegt og í kirkjunni starfa fjórir kórar. Fræðslustarf fer þar fram, s.s. foreldramorgnar, og fyrirlestrar eru fluttir af og til um ýmis mál sem varða lífið og tilveruna. Fjöldi barna er skírður til kristinnar trúar, flest 14 ára börn fermast og mörg brúðhjón ganga í það heilaga í kirkjunni. Sóknarbörn sem deyja eru flest kvödd í Neskirkju og miklu skiptir að sú þjónusta sé vel af hendi leyst. Innihaldsríkt ritúal tengt dauðanum er gríðarlega mikilvægt í hvaða þjóðfélagi sem er og ég fullyrði að þjóðkirkjan hefur þróað mjög áhrifaríkt ferli og merkilegt í þessu sambandi sem á sér margra alda hefð. Þá hýsir Neskirkja margs konar starf, s.s. AA og Al-Anon fundi, lánar og leigir út sali til einstaklinga og félagasamtaka svo nokkuð sé upp talið. Víða um land er með sambærilegum hætti reynt að halda úti öflugu safnaðarstarfi þrátt fyrir mannfæð sums staðar og litlar tekjur og slök skil gera það enn erfiðara en áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ég leik golf mér til ánægju en sú íþrótt er sú kristilegasta sem ég þekki og líklega sú eina sem getur talist það og stenst það með guðfræðilegum rökum. Erindi þessara skrifa er samt ekki það að útskýra þennan leyndardóm en ég skal gera það síðar. Ástæðan fyrir þessum skrifum er fjárhagur trúfélaga í landinu, allra skráðra trúfélaga, aðventista, hvítasunnumanna, búddista, múslíma, lúterskra fríkirkna, kaþólsku kirkjunnar, þjóðkirkjunnar og fleiri. Enn fremur er tilgangur greinarinnar að bera saman fjárhag golfklúbbs og fjölmennrar sóknar. Hér áður fyrr þurftu gjaldkerar trúfélaga að rukka inn félagsgjöld sinna meðlima og sú var tíðin að menn gengu í hús til að innheimta sóknargjöld. Síðar tóku gjaldheimtan í Reykjavík og sýslumenn um land allt þetta að sér og reyndar ekki í neinni í sjálfboðavinnu því þessir aðilar höfðu drjúg innheimtulaun. Loks var kerfinu breytt árið 1987 og þá var ákveðið að ríkið sæi alfarið um innheimtuna og í stað nefskatts var sóknargjaldið reiknað sem föst krónutala sem síðan var umreiknuð í tiltekið hlutfall tekjuskatts til að verðtryggja gjaldið. Skrýtin ráðsmennska Núna borga ég skv. þessu fyrirkomulagi sem meðlimur í þjóðkirkjunni um 1.100 krónur á mánuði í sóknargjald en sá hængur er á að ríkið skilar ekki nema rúmlega 700 krónum til sóknar minnar. Fyrir slíka meðhöndlun á fé eru menn dæmdir í fangelsi þ.e.a.s. ef þeir sitja ekki í ríkisstjórn. Trúfélög eru ekki rekin af ríkinu og þar með ekki þjóðkirkjan heldur eins og menn tönnlast gjarnan á í fáfræði sinni í fjölmiðlum og bloggfærslum, jafnvel þingmenn og ráðherrar. Ríkið rekur engin trúfélög. Sláandi samanburður Nessókn, sem ég þjóna, hefur um 50 milljónir í tekjur á ári en hún er önnur fjölmennasta sókn í Reykjavík. Í sókninni búa tæplega 11 þúsund manns og gjaldendur, þ.e. 16 ára og eldri sem tilheyra þjóðkirkjunni, eru eitthvað á sjöunda þúsund. En hvað kemur golfið þessu við? Ég skal útskýra það. Nýlega sótti ég aðalfund Nesklúbbsins (NK) sem rekur golfvöllinn á Seltjarnarnesi. Þar eru um 600 félagar. Það sem vakti athygli mína og kveikti hjá mér samanburð er að NK hafði 57 milljónir í tekjur af þessum hópi á sínu rekstrarári. NK með 600 félaga hefur m.ö.o. meiri tekjur en Nessókn sem er með á 7. þúsund gjaldendur. Meðlimafjöldi NK er ekki nema 1/10 af Nessókn sem þýðir auðvitað að árgjaldið fyrir golfið er margfalt hærra en klúbburinn starfar þó ekki nema í 5 mánuði en kirkjan allt árið. Fyrir 700 krónur á mánuði eiga sóknarbörnin aðgang að öflugu starfi. Messur eru fjölsóttar í Neskirkju og þar fær fólk næringu fyrir sálu sína og anda, eflir félagsþroska og skilning á hinu stóra samhengi lífsins og fer heim að loknu starfi í trú, von og kærleika til að láta gott af sér leiða í lífi og leik. Barna- og unglingastarf er fjölbreytt og fjölsótt. Sérstakt starf er fyrir eldri borgara. Sönglíf er blómlegt og í kirkjunni starfa fjórir kórar. Fræðslustarf fer þar fram, s.s. foreldramorgnar, og fyrirlestrar eru fluttir af og til um ýmis mál sem varða lífið og tilveruna. Fjöldi barna er skírður til kristinnar trúar, flest 14 ára börn fermast og mörg brúðhjón ganga í það heilaga í kirkjunni. Sóknarbörn sem deyja eru flest kvödd í Neskirkju og miklu skiptir að sú þjónusta sé vel af hendi leyst. Innihaldsríkt ritúal tengt dauðanum er gríðarlega mikilvægt í hvaða þjóðfélagi sem er og ég fullyrði að þjóðkirkjan hefur þróað mjög áhrifaríkt ferli og merkilegt í þessu sambandi sem á sér margra alda hefð. Þá hýsir Neskirkja margs konar starf, s.s. AA og Al-Anon fundi, lánar og leigir út sali til einstaklinga og félagasamtaka svo nokkuð sé upp talið. Víða um land er með sambærilegum hætti reynt að halda úti öflugu safnaðarstarfi þrátt fyrir mannfæð sums staðar og litlar tekjur og slök skil gera það enn erfiðara en áður.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun