Að æfa sig í foreldrahlutverkinu 18. desember 2012 06:00 Hér í Brekkubæjarskóla á Akranesi höfum við undanfarin ár boðið nemendum í 10. bekk að taka þátt í forvarnarverkefninu „Hugsað um barn". Verkefnið, sem er vinsælt hjá nemendum, felst í því að drengir og stúlkur fá ungbarnahermi með sér heim og fá reynslu af því að annast „ungbarn" allan sólarhringinn í tvo daga. Þessi reynsla felur í sér tækifæri til að læra um umönnun ungbarna, gera mistök og leiðrétta þau án þess að það hafi áhrif á raunverulegt barn. Kennsluaðferðin er sú sem hentar flestum, að læra með því að gera. Þátttaka drengja og stúlkna er nálægt því jöfn og er því um jákvætt jafnréttisverkefni að ræða. Markmiðið með „Hugsað um barn" raunveruleikanáminu er gera einstaklinga meðvitaða um þá ábyrgð og álag sem fylgir því að annast ungbarn, en vitund um mikilvægi góðrar umönnunar ungbarna er alltaf að aukast. Tveir nemar í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri, þær Hrafnhildur Eyþórsdóttir og Kristín B. Flygenring, fjölluðu um verkefnið „Hugsað um barn" í lokaverkefni sínu til BSc-gráðu í hjúkrunarfræði. Tilgangurinn var að kanna reynslu unglinga og foreldra þeirra af verkefninu. „Margar rannsóknir hafa sýnt fram á góðan árangur verkefnisins. Það virðist auðvelda unglingum að gera sér raunhæfar hugmyndir um foreldrahlutverkið. Foreldrar voru almennt ánægðir með verkefnið, töldu það hafa góð áhrif á samskipi þeirra við unglingana og það opnaði fyrir umræður um kynferðismál." Í aukinni hættu Einnig vekja þær athygli á því að börn unglinga eru í aukinni hættu á námserfiðleikum og eins eru þau í meiri hættu á að verða fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hjúkrunarfræði- og kennaranemar í HÍ og laganemar í HR hafa einnig notað verkefnið í námi sínu. Allir hóparnir mæla með verkefninu. Verkefnið hlaut fjórar tilnefningar til foreldraverðlauna Heimilis og skóla árið 2009. Rauði kross Íslands og Brekkubæjarskóli hlutu tilnefningu fyrir þátttöku í verkefninu. Einnig hlaut verkefnið tilnefningu árin 2005 og 2006. Foreldrahelgarnar eru alltaf jafn skemmtilegar. Krakkarnir stofna oft til foreldrahópa þar sem þeir koma saman með börnin. Stelpurnar eru yfirleitt mun spenntari en strákarnir fyrir helgina, en útkoman er yfirleitt þannig að þeir eru mjög ánægðir að helginni lokinni. Ég varð vör við það þegar ég þurfti að fara að aðstoða einn strák með barnið sitt, sem honum fannst gráta full mikið, að á heimili hans voru saman komnir nokkrir bekkjarfélagar. Þeir sátu saman inni í herbegi og voru að dást að barni hver annars. Foreldrar njóta þess að sjá unglinginn í umönnunarhlutverki og það verða til tækifæri fyrir innihaldsrík samskipti. Reynsla unglingsins af því að þurfa að setja sjálfan sig til hliðar um stund fyrir „umönnunarhlutverkið" og geta ekki eins greiðlega gert það sem honum kemur til hugar er eftirsóknarverð fyrir þroska og þróun unglingsins. Einnig er ómetanlegt að nota áhuga nemenda á málefninu í umræðu um mikilvægi heilbrigðis í bráð og lengd, þeim og börnum þeirra í framtíðinni til heilla. Unglingar kynnast því hvernig það er að vera „foreldri" í stuttan tíma og ábyrgðinni og álaginu sem því fylgir að fullnægja þörfum ungbarns og þeir fá fræðslu um kynheilbrigði út frá víðara sjónarhorni en hefur verið hingað til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Sjá meira
Hér í Brekkubæjarskóla á Akranesi höfum við undanfarin ár boðið nemendum í 10. bekk að taka þátt í forvarnarverkefninu „Hugsað um barn". Verkefnið, sem er vinsælt hjá nemendum, felst í því að drengir og stúlkur fá ungbarnahermi með sér heim og fá reynslu af því að annast „ungbarn" allan sólarhringinn í tvo daga. Þessi reynsla felur í sér tækifæri til að læra um umönnun ungbarna, gera mistök og leiðrétta þau án þess að það hafi áhrif á raunverulegt barn. Kennsluaðferðin er sú sem hentar flestum, að læra með því að gera. Þátttaka drengja og stúlkna er nálægt því jöfn og er því um jákvætt jafnréttisverkefni að ræða. Markmiðið með „Hugsað um barn" raunveruleikanáminu er gera einstaklinga meðvitaða um þá ábyrgð og álag sem fylgir því að annast ungbarn, en vitund um mikilvægi góðrar umönnunar ungbarna er alltaf að aukast. Tveir nemar í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri, þær Hrafnhildur Eyþórsdóttir og Kristín B. Flygenring, fjölluðu um verkefnið „Hugsað um barn" í lokaverkefni sínu til BSc-gráðu í hjúkrunarfræði. Tilgangurinn var að kanna reynslu unglinga og foreldra þeirra af verkefninu. „Margar rannsóknir hafa sýnt fram á góðan árangur verkefnisins. Það virðist auðvelda unglingum að gera sér raunhæfar hugmyndir um foreldrahlutverkið. Foreldrar voru almennt ánægðir með verkefnið, töldu það hafa góð áhrif á samskipi þeirra við unglingana og það opnaði fyrir umræður um kynferðismál." Í aukinni hættu Einnig vekja þær athygli á því að börn unglinga eru í aukinni hættu á námserfiðleikum og eins eru þau í meiri hættu á að verða fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi. Hjúkrunarfræði- og kennaranemar í HÍ og laganemar í HR hafa einnig notað verkefnið í námi sínu. Allir hóparnir mæla með verkefninu. Verkefnið hlaut fjórar tilnefningar til foreldraverðlauna Heimilis og skóla árið 2009. Rauði kross Íslands og Brekkubæjarskóli hlutu tilnefningu fyrir þátttöku í verkefninu. Einnig hlaut verkefnið tilnefningu árin 2005 og 2006. Foreldrahelgarnar eru alltaf jafn skemmtilegar. Krakkarnir stofna oft til foreldrahópa þar sem þeir koma saman með börnin. Stelpurnar eru yfirleitt mun spenntari en strákarnir fyrir helgina, en útkoman er yfirleitt þannig að þeir eru mjög ánægðir að helginni lokinni. Ég varð vör við það þegar ég þurfti að fara að aðstoða einn strák með barnið sitt, sem honum fannst gráta full mikið, að á heimili hans voru saman komnir nokkrir bekkjarfélagar. Þeir sátu saman inni í herbegi og voru að dást að barni hver annars. Foreldrar njóta þess að sjá unglinginn í umönnunarhlutverki og það verða til tækifæri fyrir innihaldsrík samskipti. Reynsla unglingsins af því að þurfa að setja sjálfan sig til hliðar um stund fyrir „umönnunarhlutverkið" og geta ekki eins greiðlega gert það sem honum kemur til hugar er eftirsóknarverð fyrir þroska og þróun unglingsins. Einnig er ómetanlegt að nota áhuga nemenda á málefninu í umræðu um mikilvægi heilbrigðis í bráð og lengd, þeim og börnum þeirra í framtíðinni til heilla. Unglingar kynnast því hvernig það er að vera „foreldri" í stuttan tíma og ábyrgðinni og álaginu sem því fylgir að fullnægja þörfum ungbarns og þeir fá fræðslu um kynheilbrigði út frá víðara sjónarhorni en hefur verið hingað til.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar