Fjárfestingar á Íslandi Arna Mathiesen skrifar 18. desember 2012 06:00 Fjöldi Íslendinga sem lengi hafa búið í útlöndum hefur keypt sér íbúðir á Íslandi á hagstæðum kjörum eftir hrunið. Þetta gerir fólk með íslenskum krónum sem það fær á enn lægra gengi en gengur og gerist hjá Seðlabankanum, sem með þessu trixi auðveldar erlenda fjárfestingu. Ódýru krónurnar kaupir fólkið fyrir peninga sem það fær einatt á óverðtryggðum lánum á lágum vöxtum í erlendum bönkum. Borðleggjandi hagnaður þar sem íbúðin borgar sig niður sjálf með leigu til annarra Íslendinga sem verða að skaffa sér þak yfir höfuðið á Íslandi hér og nú. Ég hef fylgst með úr fjarlægð og hugsað að ég væri sennilega dáldið fífl að gera þetta ekki. Þarna gæti ég fyrirhafnarlítið skaffað mér íbúð fyrir áhyggjulaust ævikvöld á Íslandi. Eymd landa minna En ég hef líka spáð í að það sé óhuggulegt að vera að græða á eymd landa minna sem missa húsnæði sitt og ímynda mér líka að eftirspurnin (sem ég myndi þá stuðla að sjálf) eigi þátt í að halda uppi verðinu, sem er allt of hátt miðað við byggingarkostnað þar sem skynsamlega er staðið að verki. Hátt húsnæðisverðið stendur ungu fólki fyrir þrifum. Það getur ekki keypt sér neitt og hefur varla pening til að leigja. Ég hef líka velt fyrir mér að erfitt sé að standa í viðhaldi á húsnæði fyrir eiganda sem býr í útlöndum. Varla væri gott að vera ábyrgur fyrir að íbúðarhúsnæði á Íslandi lægi undir skemmdum af viðhaldsleysi eftir nokkur ár? Vangaveltur af þessu tagi hafa hindrað að ég hafi hafi haft mig út í svona viðskipti. En nú er Seðlabankastjóri að hvetja mig til að slá til, því það hjálpi Íslandi! Ef allir Íslendingar í útlöndum geta fengið eins mikla peninga í útlendum banka til fjárfestinga á Íslandi og ég, gæti svona lagað verið ákveðin leið til að fá inn erlent fjármagn án þess að eignir Íslands og Íslendinga safnist bara í hendur hrunvalda og erlendra fjárfesta sem engar taugar bera til staðarins. En spurningin er hvort við viljum standa í þess háttar vafstri við hlið einhverra afla sem við vitum ekkert hvert beri Ísland. Ef það er eins rakinn gróðavegur að fara í svona fjárfestingu þegar maður á ekki einu sinni pening (bara vinnu í útlöndum sem auðveldar lántöku þar) má ímynda sér hve rakið þetta er fyrir fólk sem á fé á lausu og hefur að meginmarkmiði að ávaxta það. Umsvif þeirra sem braska með húsnæði innanlands hafa þó ekki þann „kostinn" að gjaldeyrir streymi inn í landið, aðeins fjárfestarnir hagnast. Klárir á uppskriftinni Nú veit ég ekki hvort útlendingar sjá fjárfestingarmöguleika í íslenskum húsnæðismarkaði líka, en hitt veit ég að útlendingar keyptu fjölmargar íbúðir í Austur-Evrópu rétt eftir fall járntjaldsins, í gróðavon. Verðið var lágt (fyrir þá) og virtist bara geta hækkað. Þetta er hægt hér líka ef útlendingar eru klárir á uppskriftinni og hægt er að telja þeim trú um að húsnæðisverðið hækki eftir kaupin. Ef húsnæðisverð væri lægra væri freistingin enn meiri til fjárfestinga í geiranum fyrir einhverja eða alla þessa hópa, nema þetta væri hreinlega bannað. Það er eins og það sé sama hvers konar fjárfestingu sé verið að kalla eftir, bara hún sé erlend. Frá sjónarmiði fjárfestisins vill hann aðeins fjárfesta þar sem gróðavænlegt er. Ég fór fyrir forvitni sakir á fund í Noregi þar sem „lokka" átti erlenda fjárfestingu til Íslands. Þarna voru norskir fjölmiðlar. Þáverandi viðskiptaráðherra Íslands (Árni Páll) talaði um hvað allt væri á uppleið og hvað allt myndi vera gert til að létta ferlið fyrir erlenda fjárfestingu á Íslandi og bankastjóri Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, talaði um hvað bankinn væri fullur af peningum! Við hlið mér sat glaðbeittur maður sem hugði að fjárfestingu á Íslandi fyrir hönd fyrirtækis síns sem framleiddi og seldi hjól. Ég sagði honum að það væri gott að fá fleiri hjól til Íslands og fólk væri svo blankt að margir væru farnir að leggja bílnum. Bjóst ég við að maðurinn yrði feginn að fyrirtæki hans myndi geta sinnt þjóðþrifaverki hjá íslenskri frændþjóð í vanda. Hið gagnstæða gerðist: Maðurinn missti allan áhuga. Hann vildi bara græða á fyrirtækinu og eftirspurn lítið efnaðra Íslendinga hafði lítið gildi fyrir hann. Gott að losna við þessa blóðsugu hugsaði ég, en bið íslensk stjórnvöld forláts að hafa eyðilagt „tækifærið". En því ættu Íslendingar að láta græða á sér þegar þeir hafa bara þörf fyrir að lifa mannsæmandi lífi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fjöldi Íslendinga sem lengi hafa búið í útlöndum hefur keypt sér íbúðir á Íslandi á hagstæðum kjörum eftir hrunið. Þetta gerir fólk með íslenskum krónum sem það fær á enn lægra gengi en gengur og gerist hjá Seðlabankanum, sem með þessu trixi auðveldar erlenda fjárfestingu. Ódýru krónurnar kaupir fólkið fyrir peninga sem það fær einatt á óverðtryggðum lánum á lágum vöxtum í erlendum bönkum. Borðleggjandi hagnaður þar sem íbúðin borgar sig niður sjálf með leigu til annarra Íslendinga sem verða að skaffa sér þak yfir höfuðið á Íslandi hér og nú. Ég hef fylgst með úr fjarlægð og hugsað að ég væri sennilega dáldið fífl að gera þetta ekki. Þarna gæti ég fyrirhafnarlítið skaffað mér íbúð fyrir áhyggjulaust ævikvöld á Íslandi. Eymd landa minna En ég hef líka spáð í að það sé óhuggulegt að vera að græða á eymd landa minna sem missa húsnæði sitt og ímynda mér líka að eftirspurnin (sem ég myndi þá stuðla að sjálf) eigi þátt í að halda uppi verðinu, sem er allt of hátt miðað við byggingarkostnað þar sem skynsamlega er staðið að verki. Hátt húsnæðisverðið stendur ungu fólki fyrir þrifum. Það getur ekki keypt sér neitt og hefur varla pening til að leigja. Ég hef líka velt fyrir mér að erfitt sé að standa í viðhaldi á húsnæði fyrir eiganda sem býr í útlöndum. Varla væri gott að vera ábyrgur fyrir að íbúðarhúsnæði á Íslandi lægi undir skemmdum af viðhaldsleysi eftir nokkur ár? Vangaveltur af þessu tagi hafa hindrað að ég hafi hafi haft mig út í svona viðskipti. En nú er Seðlabankastjóri að hvetja mig til að slá til, því það hjálpi Íslandi! Ef allir Íslendingar í útlöndum geta fengið eins mikla peninga í útlendum banka til fjárfestinga á Íslandi og ég, gæti svona lagað verið ákveðin leið til að fá inn erlent fjármagn án þess að eignir Íslands og Íslendinga safnist bara í hendur hrunvalda og erlendra fjárfesta sem engar taugar bera til staðarins. En spurningin er hvort við viljum standa í þess háttar vafstri við hlið einhverra afla sem við vitum ekkert hvert beri Ísland. Ef það er eins rakinn gróðavegur að fara í svona fjárfestingu þegar maður á ekki einu sinni pening (bara vinnu í útlöndum sem auðveldar lántöku þar) má ímynda sér hve rakið þetta er fyrir fólk sem á fé á lausu og hefur að meginmarkmiði að ávaxta það. Umsvif þeirra sem braska með húsnæði innanlands hafa þó ekki þann „kostinn" að gjaldeyrir streymi inn í landið, aðeins fjárfestarnir hagnast. Klárir á uppskriftinni Nú veit ég ekki hvort útlendingar sjá fjárfestingarmöguleika í íslenskum húsnæðismarkaði líka, en hitt veit ég að útlendingar keyptu fjölmargar íbúðir í Austur-Evrópu rétt eftir fall járntjaldsins, í gróðavon. Verðið var lágt (fyrir þá) og virtist bara geta hækkað. Þetta er hægt hér líka ef útlendingar eru klárir á uppskriftinni og hægt er að telja þeim trú um að húsnæðisverðið hækki eftir kaupin. Ef húsnæðisverð væri lægra væri freistingin enn meiri til fjárfestinga í geiranum fyrir einhverja eða alla þessa hópa, nema þetta væri hreinlega bannað. Það er eins og það sé sama hvers konar fjárfestingu sé verið að kalla eftir, bara hún sé erlend. Frá sjónarmiði fjárfestisins vill hann aðeins fjárfesta þar sem gróðavænlegt er. Ég fór fyrir forvitni sakir á fund í Noregi þar sem „lokka" átti erlenda fjárfestingu til Íslands. Þarna voru norskir fjölmiðlar. Þáverandi viðskiptaráðherra Íslands (Árni Páll) talaði um hvað allt væri á uppleið og hvað allt myndi vera gert til að létta ferlið fyrir erlenda fjárfestingu á Íslandi og bankastjóri Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, talaði um hvað bankinn væri fullur af peningum! Við hlið mér sat glaðbeittur maður sem hugði að fjárfestingu á Íslandi fyrir hönd fyrirtækis síns sem framleiddi og seldi hjól. Ég sagði honum að það væri gott að fá fleiri hjól til Íslands og fólk væri svo blankt að margir væru farnir að leggja bílnum. Bjóst ég við að maðurinn yrði feginn að fyrirtæki hans myndi geta sinnt þjóðþrifaverki hjá íslenskri frændþjóð í vanda. Hið gagnstæða gerðist: Maðurinn missti allan áhuga. Hann vildi bara græða á fyrirtækinu og eftirspurn lítið efnaðra Íslendinga hafði lítið gildi fyrir hann. Gott að losna við þessa blóðsugu hugsaði ég, en bið íslensk stjórnvöld forláts að hafa eyðilagt „tækifærið". En því ættu Íslendingar að láta græða á sér þegar þeir hafa bara þörf fyrir að lifa mannsæmandi lífi?
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun