Ja, mikið óskaplega ertu nú góð Árný Guðmundsdóttir skrifar 18. desember 2012 06:00 „Ja, mikið óskaplega ertu nú góð að vera að vinna með þessu fólki," sagði eldra fólk stundum við mig þegar ég byrjaði að vinna fyrir 15 árum. Ekki fannst mér það, ég hafði valið mér eitt skemmtilegasta, fjölbreyttasta og mest spennandi starf að loknu sérnámi við Háskóla Íslands, starf sem krefst þess að ég komi víðar við í samfélaginu en flestir, ef ekki allir, aðrir gera í sínum störfum. Ég hef verið við störf inni á leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum, einnig á fæðingardeild og við jarðarfarir. Sömuleiðis hef ég sinnt mínum störfum á fasteignasölum og hjá lögfræðingum, lögreglunni og bráðamóttökunni, í áttræðisafmælum og brúðkaupsveislum, hjá spákonu og í hjónabandsráðgjöf. Ekki má gleyma ungbarnaeftirliti og stofugangi á sjúkrahúsi eða stjórnar- og húsfundum, atvinnuviðtölum og fermingum, gay pride og framboðsfundum, ráðuneytum og Alþingi. Varla er hægt að nefna þann atburð þar sem við höfum ekki verið að störfum. Ég er táknmálstúlkur. Sammála gömlum frænkum Undanfarin ár hefur mér þó fundist að mínir æðstu yfirmenn hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu séu sammála gömlum frænkum um að við séum góðar – já, við erum kvennastétt. Því ekki virðist þeim finnast þörf á því að greiða mér mannsæmandi laun fyrir mína vinnu. Að loknu háskólanámi fær táknmálstúlkur rétt rúmar 280 þúsund krónur á mánuði. Á mínum vinnustað, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, vinna 18 KONUR sem táknmálstúlkar með yfir sjö ára starfsreynslu að meðaltali. Starfsreynslan gerir okkur kleift að sinna öllum þessum fjölbreyttu störfum sem við komum að og er okkur nauðsynleg. Við vinnum ekki á vöktum og meðal dagvinnulaunin okkar eru 349.611 kr. á mánuði. Ekkert vaktaálag, en við erum jafnvel kallaðar út á nóttunni og vinnum oft á kvöldin og um helgar. Ef við segjum upp Ef við segjum upp getum við ekki fengið vinnu í Noregi; þar er talað norskt táknmál. Ef við segjum upp fær fólk sem fékk móðurmál sitt nýverið viðurkennt í lögum sem jafnrétthátt íslenskri tungu ekki lengur þjónustu á því. Ef við segjum upp fer þjóðfélagið ekki á hliðina, en heill hópur fólks fær ekki að sinna sínum daglegu skyldum á eigin móðurmáli, nokkuð sem sem okkur finnst sjálfsagt að gera. Ef við segjum upp… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
„Ja, mikið óskaplega ertu nú góð að vera að vinna með þessu fólki," sagði eldra fólk stundum við mig þegar ég byrjaði að vinna fyrir 15 árum. Ekki fannst mér það, ég hafði valið mér eitt skemmtilegasta, fjölbreyttasta og mest spennandi starf að loknu sérnámi við Háskóla Íslands, starf sem krefst þess að ég komi víðar við í samfélaginu en flestir, ef ekki allir, aðrir gera í sínum störfum. Ég hef verið við störf inni á leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, háskólum, einnig á fæðingardeild og við jarðarfarir. Sömuleiðis hef ég sinnt mínum störfum á fasteignasölum og hjá lögfræðingum, lögreglunni og bráðamóttökunni, í áttræðisafmælum og brúðkaupsveislum, hjá spákonu og í hjónabandsráðgjöf. Ekki má gleyma ungbarnaeftirliti og stofugangi á sjúkrahúsi eða stjórnar- og húsfundum, atvinnuviðtölum og fermingum, gay pride og framboðsfundum, ráðuneytum og Alþingi. Varla er hægt að nefna þann atburð þar sem við höfum ekki verið að störfum. Ég er táknmálstúlkur. Sammála gömlum frænkum Undanfarin ár hefur mér þó fundist að mínir æðstu yfirmenn hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu séu sammála gömlum frænkum um að við séum góðar – já, við erum kvennastétt. Því ekki virðist þeim finnast þörf á því að greiða mér mannsæmandi laun fyrir mína vinnu. Að loknu háskólanámi fær táknmálstúlkur rétt rúmar 280 þúsund krónur á mánuði. Á mínum vinnustað, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, vinna 18 KONUR sem táknmálstúlkar með yfir sjö ára starfsreynslu að meðaltali. Starfsreynslan gerir okkur kleift að sinna öllum þessum fjölbreyttu störfum sem við komum að og er okkur nauðsynleg. Við vinnum ekki á vöktum og meðal dagvinnulaunin okkar eru 349.611 kr. á mánuði. Ekkert vaktaálag, en við erum jafnvel kallaðar út á nóttunni og vinnum oft á kvöldin og um helgar. Ef við segjum upp Ef við segjum upp getum við ekki fengið vinnu í Noregi; þar er talað norskt táknmál. Ef við segjum upp fær fólk sem fékk móðurmál sitt nýverið viðurkennt í lögum sem jafnrétthátt íslenskri tungu ekki lengur þjónustu á því. Ef við segjum upp fer þjóðfélagið ekki á hliðina, en heill hópur fólks fær ekki að sinna sínum daglegu skyldum á eigin móðurmáli, nokkuð sem sem okkur finnst sjálfsagt að gera. Ef við segjum upp…
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun