Eimskip og endurreisn Íslands Margrét Hrafnsdóttir skrifar 18. desember 2012 06:00 Eimskipafélag Íslands, okkar elsta skipafélag, var stofnað 17. janúar 1914.. Var almennt álitið að með stofnun þess væri stigið eitt stærsta heillaspor í sögu og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Mættu á fimmta hundrað manns í Fríkirkjuna í Reykjavík að fagna fæðingu þessa „óskabarns þjóðarinnar" og hefur það nafn loðað við fyrirtækið síðan. Frá upphafi var saga þessa farsæla fyrirtækis tengd fossunum okkar. Eru ófáir þeir Íslendingar sem nöfn á borð við MS Gullfoss og Dettifoss ylja um hjartarætur. Skip þessi voru og eru tákn um frelsi og feng, þjóðbraut út í hinn stóra heim sem sprengdi í loft upp margra alda einangrun og átthagafjötra og ótæmandi uppspretta frásagna af ævintýrum og svaðilförum þegar þau skiluðu farþegum og áhöfnum sínum heilum á húfi í ferðalok. Ýmislegt gengið á Og það hefur gengið á ýmsu. Á upphafsárum félagsins urðu skrifstofur þess eldi að bráð í stórbruna. Goðafoss fórst 1918. Um tíma lokuðu stríðsátök tveggja heimstyrjalda Evrópu að mestu og ýttu undir Ameríkusiglingar. Á árunum 1944-5 voru bæði Goðafoss og Dettifoss skotnir niður af Þjóðverjum. Gríðarlegt tjón varð þegar vöruskemma félagsins varð eldi að bráð en byggð var ný og sú stærsta á landinu. Háskólasjóðurinn var stofnaður til minningar um stofnendur félagsins í Vesturheimi. Erlend vöruhús voru tekin í notkun í London og New York í eigu Eimskips. Fleiri skrifstofur voru svo opnaðar víða um heim. Á langri ferð hefur hróður félagsins borist víða, enda rekstur þess yfirleitt með ágætum. Í bankahruninu 2008 gerðust hins vegar þau tíðindi að sjálft móðurskipið, Eimskip, rakst á sker og strandaði. Sjálfsagt má endalaust deila um rekstur félagsins í „góðærinu" 2001-2008 en það er erfitt að sjá annað en að endurreisn félagsins frá 2009 hafi tekist vel – ég leyfi mér að segja, vonum framar – enda skilaði hún hagnaði til íslenska ríkisins og þjóðarinnar strax árið 2010 án þess að eigendur tækju út arðgreiðslur. Þannig hefur félagið í takt við íslenska þjóðarsál lagt sitt af mörkum á erfiðum tímum og stutt við bakið á íþróttafélögum og framúrskarandi einstaklingum, endurreist hinn dýrmæta Háskólasjóð Íslands og látið sig varða um menningu og listir. Fleiri siglingaleiðir hafa verið opnaðar undanfarin ár, vöxtur félagsins innanlands sem erlendis hefur verið góður og ný skip í smíðum í eigu Eimskips væntanleg í íslenska flotann á næstu árum! Sagan heldur því áfram að endurtaka sig! Þjóðin á mikið undir Það er því ekkert skrítið þótt miklar kröfur séu gerðar til þessa óskabarns þjóðarinnar. Á öll íslenska þjóðin mikið undir því að endurreisn hins íslenska hlutabréfamarkaðar heppnist sem best. Eftirvæntingin var því gríðarlega mikil þegar kunngert varð um að Eimskip færi á markað á þessu ári. Auðvitað áttu kaupréttarsamningar fárra yfirmanna félagsins að bíða þess að félagið skilaði góðum árangri áfram og nú á markaði. En Íslendingar eru sanngjarnir og fyrirgefa vonandi þessa óþolinmæði þeirra sem náðu góðum árangri með félagið, enda hafa þeir nú séð að sér og gefið eftir þessa kauprétti. Í samhengi sögunnar eru því öll teikn á himni um að Eimskip haldi áfram að farnast vel héðan í frá sem endranær. Í sátt við samfélagið Það er til mikils að vinna að Eimskip og önnur fyrirtæki sem hyggjast taka þátt í endurreisn íslenska hlutabréfamarksins nái að gera slíkt farsællega og í sátt við samfélagið. Eingöngu þannig mun almenningur með tíð og tíma fá tiltrú á hlutabréfakaupum aftur sem eðlilegum hluta af fjárfestingum og sparnaðarleiðum sínum. Efling alíslenskra stórfyrirtækja og hins íslenska hlutabréfamarkaðar mun svo aftur hafa í för með sér stóraukna atvinnuuppbyggingu og ný framtíðarstörf fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Það er ekki aðeins þjóðarhagur, það er forsenda tilveru okkar. Krefjumst ekki fullkomnunar heldur óskum þess að Eimskip haldi áfram að vera framúrskarandi og leiðandi á sínu sviði til framtíðar! Sá tími mun koma. Sagan segir okkur það. Nú er rúmt ár þar til Eimskip á eitt hundrað ára afmæli. Það verður gaman að sjá hvernig þá hefur til tekist með fyrirtækið á íslenskum hlutabréfamarkaði áður en önnur starfsöld þess rís! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Sjá meira
Eimskipafélag Íslands, okkar elsta skipafélag, var stofnað 17. janúar 1914.. Var almennt álitið að með stofnun þess væri stigið eitt stærsta heillaspor í sögu og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Mættu á fimmta hundrað manns í Fríkirkjuna í Reykjavík að fagna fæðingu þessa „óskabarns þjóðarinnar" og hefur það nafn loðað við fyrirtækið síðan. Frá upphafi var saga þessa farsæla fyrirtækis tengd fossunum okkar. Eru ófáir þeir Íslendingar sem nöfn á borð við MS Gullfoss og Dettifoss ylja um hjartarætur. Skip þessi voru og eru tákn um frelsi og feng, þjóðbraut út í hinn stóra heim sem sprengdi í loft upp margra alda einangrun og átthagafjötra og ótæmandi uppspretta frásagna af ævintýrum og svaðilförum þegar þau skiluðu farþegum og áhöfnum sínum heilum á húfi í ferðalok. Ýmislegt gengið á Og það hefur gengið á ýmsu. Á upphafsárum félagsins urðu skrifstofur þess eldi að bráð í stórbruna. Goðafoss fórst 1918. Um tíma lokuðu stríðsátök tveggja heimstyrjalda Evrópu að mestu og ýttu undir Ameríkusiglingar. Á árunum 1944-5 voru bæði Goðafoss og Dettifoss skotnir niður af Þjóðverjum. Gríðarlegt tjón varð þegar vöruskemma félagsins varð eldi að bráð en byggð var ný og sú stærsta á landinu. Háskólasjóðurinn var stofnaður til minningar um stofnendur félagsins í Vesturheimi. Erlend vöruhús voru tekin í notkun í London og New York í eigu Eimskips. Fleiri skrifstofur voru svo opnaðar víða um heim. Á langri ferð hefur hróður félagsins borist víða, enda rekstur þess yfirleitt með ágætum. Í bankahruninu 2008 gerðust hins vegar þau tíðindi að sjálft móðurskipið, Eimskip, rakst á sker og strandaði. Sjálfsagt má endalaust deila um rekstur félagsins í „góðærinu" 2001-2008 en það er erfitt að sjá annað en að endurreisn félagsins frá 2009 hafi tekist vel – ég leyfi mér að segja, vonum framar – enda skilaði hún hagnaði til íslenska ríkisins og þjóðarinnar strax árið 2010 án þess að eigendur tækju út arðgreiðslur. Þannig hefur félagið í takt við íslenska þjóðarsál lagt sitt af mörkum á erfiðum tímum og stutt við bakið á íþróttafélögum og framúrskarandi einstaklingum, endurreist hinn dýrmæta Háskólasjóð Íslands og látið sig varða um menningu og listir. Fleiri siglingaleiðir hafa verið opnaðar undanfarin ár, vöxtur félagsins innanlands sem erlendis hefur verið góður og ný skip í smíðum í eigu Eimskips væntanleg í íslenska flotann á næstu árum! Sagan heldur því áfram að endurtaka sig! Þjóðin á mikið undir Það er því ekkert skrítið þótt miklar kröfur séu gerðar til þessa óskabarns þjóðarinnar. Á öll íslenska þjóðin mikið undir því að endurreisn hins íslenska hlutabréfamarkaðar heppnist sem best. Eftirvæntingin var því gríðarlega mikil þegar kunngert varð um að Eimskip færi á markað á þessu ári. Auðvitað áttu kaupréttarsamningar fárra yfirmanna félagsins að bíða þess að félagið skilaði góðum árangri áfram og nú á markaði. En Íslendingar eru sanngjarnir og fyrirgefa vonandi þessa óþolinmæði þeirra sem náðu góðum árangri með félagið, enda hafa þeir nú séð að sér og gefið eftir þessa kauprétti. Í samhengi sögunnar eru því öll teikn á himni um að Eimskip haldi áfram að farnast vel héðan í frá sem endranær. Í sátt við samfélagið Það er til mikils að vinna að Eimskip og önnur fyrirtæki sem hyggjast taka þátt í endurreisn íslenska hlutabréfamarksins nái að gera slíkt farsællega og í sátt við samfélagið. Eingöngu þannig mun almenningur með tíð og tíma fá tiltrú á hlutabréfakaupum aftur sem eðlilegum hluta af fjárfestingum og sparnaðarleiðum sínum. Efling alíslenskra stórfyrirtækja og hins íslenska hlutabréfamarkaðar mun svo aftur hafa í för með sér stóraukna atvinnuuppbyggingu og ný framtíðarstörf fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Það er ekki aðeins þjóðarhagur, það er forsenda tilveru okkar. Krefjumst ekki fullkomnunar heldur óskum þess að Eimskip haldi áfram að vera framúrskarandi og leiðandi á sínu sviði til framtíðar! Sá tími mun koma. Sagan segir okkur það. Nú er rúmt ár þar til Eimskip á eitt hundrað ára afmæli. Það verður gaman að sjá hvernig þá hefur til tekist með fyrirtækið á íslenskum hlutabréfamarkaði áður en önnur starfsöld þess rís!
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar