Sjálfboðaliðar í náttúruvernd René Biasone skrifar 17. desember 2012 17:30 Fjölbreyttur hópur tók þátt í Stóru grænu helginni (e. Big Green Weekend) í október sem er alþjóðlegur viðburður. Þar komu saman sjálfboðaliðar í náttúruvernd og létu gott af sér leiða. Þetta var í annað skipti sem Umhverfisstofnun tekur þátt í þessu samstarfi og í þetta sinn var óskað eftir íslenskum sjálfboðaliðum í samstarfi við náttúruverndarsamtök á höfuðborgarsvæðinu. Um Stóru grænu helgina fór hópur sjálfboðaliða úr Fuglavernd, Framtíðarlandinu, Landvernd og AUS, ásamt sjálfboðaliðum starfsfólks Umhverfisstofnunar, til Eldborgar í Bláfjöllum. Þar var unnið af krafti við að setja upp skilti, loka fyrir nokkra slóða með grjóti og afmarka bílastæði en stærsta verkefnið var þó að afmarka göngustíga með því að græða sár í mosanum. Nokkurra tuga metra langur slóði gegnum mosann var græddur með svokallaðri "moss transplanting"-aðferð, þar sem mosi var tekinn af öðru svæði án þess að skaða landslagið, hann settur á bretti og fluttur til Eldborgar. Mosinn var settur á slóða sem hafði verið undirbúinn með grjóti sem komið var fyrir á staðnum til þess að mosinn næði að festast. Dýrmæt kunnáttaÞessi aðferð er vel þekkt og oft notuð á friðlýstum svæðum sem eru í umsjá Umhverfisstofnunar (t.d. við Grábrókargíga í sumar) og einnig í Vatnajökulsþjóðgarði, þar sem sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar vinna við hlið landvarða og þjóðgarðsvarða yfir sumartímann. Vegna Stóru grænu helgarinnar komu, auk hinna, tveir reyndir sjálfboðaliðar frá Bretlandi og Þýskalandi. Þeir hafa unnið á Íslandi í átta sumur í röð og eru orðnir sérfróðir um alls kyns aðgerðir í náttúruvernd og búa yfir dýrmætri kunnáttu sem Umhverfisstofnun vill varðveita. Þess vegna, meðal annars, tekur Umhverfisstofnun þátt í námskeiði í göngustígagerð sem Hólaskóli skipuleggur í maíbyrjun ár hvert. Þessa helgi var veðrið miskunnarlaust en sjálfboðaliðarnir unnu hörkuvinnu og kláruðu verkefnið í þeirri náttúruperlu sem Eldborg er. Mikilvæg vinnaUmhverfisstofnun er stolt yfir því að geta sagt frá því að á árinu hafa verið unnir 2.220 vinnudagar (444 mannvikur) á 30 svæðum um allt land, frá Hornströndum til Lónsöræfa, frá Reykjanesi til Ásbyrgis, frá Snæfellsnesi til Kverkfjalla. Sjálfboðaliðastarfi ársins 2012 lauk svo formlega með Stóru grænu helginni. Um 180 manns komu sérstaklega til landsins í sumar og unnu gríðarlega mikilvæga vinnu í þágu náttúrunnar. Við viljum þakka þeim sérstaklega fyrir óeigingjarnt starf. Umhverfisstofnun hefur rekið slík verkefni beint í um áratug og að hluta einnig í samstarfi við sjálfboðaliðasamtök. Við hjá Umhverfisstofnun viljum þakka landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs, Ferðafélags Íslands, Útivistar og Umhverfisstofnunar, skógarvörðum Skógræktarfélags Reykjavíkur og Skógrækt ríkisins fyrir samstarfið og samveruna. Kærar þakkir enn fremur til margra annarra aðila sem hafa hjálpað okkur, til dæmis rútubílstjóra sem færðu okkur mat og verkfæri út um allt land og starfsfólks á tjaldsvæðum þar sem sjálfboðaliðar fengu gistipláss. Við viljum sérstaklega þakka sjálfboðaliðunum sem komu og við vonum að þeir geti hjálpað okkur að koma á hefð fyrir sjálfboðaliðastarfi í náttúruvernd meðal Íslendinga. Á Íslandi eru 107 friðlýst svæði og af þeim eru sautján á höfuðborgarsvæðinu. Um grænu helgina kom upp sú hugmynd að hvert og eitt þessara 107 svæða eignaðist sinn vinahóp sem sinnti náttúruvernd og -umhyggju á svæðinu. Vinahóparnir eru hugsaðir sem hluti af starfsemi Umhverfisstofnunar, sem mun sjá um verkefni á friðlýstum svæðum, verkfæri og þjálfun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein René Biasone Mest lesið Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Halldór 08.02.2025 Halldór Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Skoðun Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Sjá meira
Fjölbreyttur hópur tók þátt í Stóru grænu helginni (e. Big Green Weekend) í október sem er alþjóðlegur viðburður. Þar komu saman sjálfboðaliðar í náttúruvernd og létu gott af sér leiða. Þetta var í annað skipti sem Umhverfisstofnun tekur þátt í þessu samstarfi og í þetta sinn var óskað eftir íslenskum sjálfboðaliðum í samstarfi við náttúruverndarsamtök á höfuðborgarsvæðinu. Um Stóru grænu helgina fór hópur sjálfboðaliða úr Fuglavernd, Framtíðarlandinu, Landvernd og AUS, ásamt sjálfboðaliðum starfsfólks Umhverfisstofnunar, til Eldborgar í Bláfjöllum. Þar var unnið af krafti við að setja upp skilti, loka fyrir nokkra slóða með grjóti og afmarka bílastæði en stærsta verkefnið var þó að afmarka göngustíga með því að græða sár í mosanum. Nokkurra tuga metra langur slóði gegnum mosann var græddur með svokallaðri "moss transplanting"-aðferð, þar sem mosi var tekinn af öðru svæði án þess að skaða landslagið, hann settur á bretti og fluttur til Eldborgar. Mosinn var settur á slóða sem hafði verið undirbúinn með grjóti sem komið var fyrir á staðnum til þess að mosinn næði að festast. Dýrmæt kunnáttaÞessi aðferð er vel þekkt og oft notuð á friðlýstum svæðum sem eru í umsjá Umhverfisstofnunar (t.d. við Grábrókargíga í sumar) og einnig í Vatnajökulsþjóðgarði, þar sem sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar vinna við hlið landvarða og þjóðgarðsvarða yfir sumartímann. Vegna Stóru grænu helgarinnar komu, auk hinna, tveir reyndir sjálfboðaliðar frá Bretlandi og Þýskalandi. Þeir hafa unnið á Íslandi í átta sumur í röð og eru orðnir sérfróðir um alls kyns aðgerðir í náttúruvernd og búa yfir dýrmætri kunnáttu sem Umhverfisstofnun vill varðveita. Þess vegna, meðal annars, tekur Umhverfisstofnun þátt í námskeiði í göngustígagerð sem Hólaskóli skipuleggur í maíbyrjun ár hvert. Þessa helgi var veðrið miskunnarlaust en sjálfboðaliðarnir unnu hörkuvinnu og kláruðu verkefnið í þeirri náttúruperlu sem Eldborg er. Mikilvæg vinnaUmhverfisstofnun er stolt yfir því að geta sagt frá því að á árinu hafa verið unnir 2.220 vinnudagar (444 mannvikur) á 30 svæðum um allt land, frá Hornströndum til Lónsöræfa, frá Reykjanesi til Ásbyrgis, frá Snæfellsnesi til Kverkfjalla. Sjálfboðaliðastarfi ársins 2012 lauk svo formlega með Stóru grænu helginni. Um 180 manns komu sérstaklega til landsins í sumar og unnu gríðarlega mikilvæga vinnu í þágu náttúrunnar. Við viljum þakka þeim sérstaklega fyrir óeigingjarnt starf. Umhverfisstofnun hefur rekið slík verkefni beint í um áratug og að hluta einnig í samstarfi við sjálfboðaliðasamtök. Við hjá Umhverfisstofnun viljum þakka landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs, Ferðafélags Íslands, Útivistar og Umhverfisstofnunar, skógarvörðum Skógræktarfélags Reykjavíkur og Skógrækt ríkisins fyrir samstarfið og samveruna. Kærar þakkir enn fremur til margra annarra aðila sem hafa hjálpað okkur, til dæmis rútubílstjóra sem færðu okkur mat og verkfæri út um allt land og starfsfólks á tjaldsvæðum þar sem sjálfboðaliðar fengu gistipláss. Við viljum sérstaklega þakka sjálfboðaliðunum sem komu og við vonum að þeir geti hjálpað okkur að koma á hefð fyrir sjálfboðaliðastarfi í náttúruvernd meðal Íslendinga. Á Íslandi eru 107 friðlýst svæði og af þeim eru sautján á höfuðborgarsvæðinu. Um grænu helgina kom upp sú hugmynd að hvert og eitt þessara 107 svæða eignaðist sinn vinahóp sem sinnti náttúruvernd og -umhyggju á svæðinu. Vinahóparnir eru hugsaðir sem hluti af starfsemi Umhverfisstofnunar, sem mun sjá um verkefni á friðlýstum svæðum, verkfæri og þjálfun.
Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson Skoðun
Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir Skoðun
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson Skoðun
Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir Skoðun
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun