Skortur á örvhentum skyttum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2012 06:00 Alexander Petersson hefur fengið stærra og stærra hlutverk í landsliðinu með hverju stórmóti. Mynd/Nordicphotos/Bongarts Alexander Petersson verður væntanlega ekki með íslenska landsliðinu í næsta mánuði þegar Heimsmeistarakeppnin fer fram á Spáni, vegna þrálátra meiðsla á öxl. Þetta er þriðji byrjunarliðsmaðurinn sem heltist úr lestinni en jafnframt þriðja örvhenta skyttan sem verður ekki í boði fyrir þjálfarann Aron Kristjánsson. Áður hafði landsliðsfyrirliðinn og sá markahæsti frá upphafi, Ólafur Stefánsson, lagt landsliðsskóna á hilluna og þá er Rúnar Kárason, spútnikleikmaðurinn á EM í Serbíu, enn að koma til baka eftir krossbandsslit. Sú staða sem er komin upp minnir dálítið á aðdraganda Ólympíuleikanna fyrir rúmum tuttugu árum, þegar íslenska liðið fékk óvæntan þáttökurétt á leikunum í Barcelona. Íslenska liðið missti þrjá heimsklassa örvhenta leikmenn á mánuðunum fyrir mótið, fyrst reynsluboltana Kristján Arason og Sigurð Val Sveinsson og svo loks Bjarka Sigurðsson skömmu fyrir mót. Þjálfarinn Þorbergur Aðalsteinsson ákvað að veðja á rétthentan mann og Júlíus Jónasson skilaði þeirri stöðu með miklum glæsibrag. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson hefur þegar biðlað til Ólafs Stefánssonar um að taka aftur fram skóna en eins og er Ásgeir Örn Hallgrímsson eina örvhenta skytta liðsins. Íslenska landsliðið átti frábært mót í Barcelona og náði því í fyrsta sinn í sögunni að spila um verðlaun á stórmóti. Liðið tapaði reyndar tveimur síðustu leikjum sínum, í undanúrslitum á móti Samveldinu og í leiknum um 3. sætið við Frakka, en strákarnir náðu þá að leysa það einstaklega vel að spila án örvhentar skyttu. Nú er bara að vona að það gangi jafnvel að leysa þetta á Spáni í janúar. Þrjár örvhentar skyttur duttu út fyrir ÓL í Barcelona 1992Kristján Arason Markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi var þarna kominn á lokakafla ferilsins og farinn að þjálfa FH. Kristján var með landsliðinu í b-keppninni í Austurríki fyrr um veturinn en spilaði þá aðallega í vörninni. Hann átti við þrálát meiðsli í öxl að stríða og ákvað að fara í skurðaðgerð í kjölfarið á tímabilinu þar sem FH-ingar urðu Íslandsmeistarar og bikarmeistarar undir hans stjórn.Sigurður Valur Sveinsson Hafði verið í skugga Kristjáns í tíð Bogdans Kowalczyk en fór á kostum í b-keppninni í Austurríki fyrr um árið þar sem hann skorað 25 mörk og átti fjölmargar stoðsendingar. Hann ákvað að láta laga liðband í þumalfingri eftir tímabilið en þegar hann fór undir hnífinn leit ekki út fyrir að íslenska landsliðið yrði með á Ólympíuleikunum í Barcelona.Bjarki Sigurðsson Bjarki hafði lengstum spilað í hægra horninu með landsliðinu en eftir forföll Kristjáns og Sigurðar ákvað Þorbergur að veðja á Bjarka í skyttustöðunni. Það fór hins vegar aldrei svo að Bjarki gæti leyst þá af. Bjarki meiddist á hné í upphafi leiks við Spán á æfingamóti um sumarið og gat ekki spilað með liðinu á leikunum. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Alexander Petersson verður væntanlega ekki með íslenska landsliðinu í næsta mánuði þegar Heimsmeistarakeppnin fer fram á Spáni, vegna þrálátra meiðsla á öxl. Þetta er þriðji byrjunarliðsmaðurinn sem heltist úr lestinni en jafnframt þriðja örvhenta skyttan sem verður ekki í boði fyrir þjálfarann Aron Kristjánsson. Áður hafði landsliðsfyrirliðinn og sá markahæsti frá upphafi, Ólafur Stefánsson, lagt landsliðsskóna á hilluna og þá er Rúnar Kárason, spútnikleikmaðurinn á EM í Serbíu, enn að koma til baka eftir krossbandsslit. Sú staða sem er komin upp minnir dálítið á aðdraganda Ólympíuleikanna fyrir rúmum tuttugu árum, þegar íslenska liðið fékk óvæntan þáttökurétt á leikunum í Barcelona. Íslenska liðið missti þrjá heimsklassa örvhenta leikmenn á mánuðunum fyrir mótið, fyrst reynsluboltana Kristján Arason og Sigurð Val Sveinsson og svo loks Bjarka Sigurðsson skömmu fyrir mót. Þjálfarinn Þorbergur Aðalsteinsson ákvað að veðja á rétthentan mann og Júlíus Jónasson skilaði þeirri stöðu með miklum glæsibrag. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson hefur þegar biðlað til Ólafs Stefánssonar um að taka aftur fram skóna en eins og er Ásgeir Örn Hallgrímsson eina örvhenta skytta liðsins. Íslenska landsliðið átti frábært mót í Barcelona og náði því í fyrsta sinn í sögunni að spila um verðlaun á stórmóti. Liðið tapaði reyndar tveimur síðustu leikjum sínum, í undanúrslitum á móti Samveldinu og í leiknum um 3. sætið við Frakka, en strákarnir náðu þá að leysa það einstaklega vel að spila án örvhentar skyttu. Nú er bara að vona að það gangi jafnvel að leysa þetta á Spáni í janúar. Þrjár örvhentar skyttur duttu út fyrir ÓL í Barcelona 1992Kristján Arason Markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi var þarna kominn á lokakafla ferilsins og farinn að þjálfa FH. Kristján var með landsliðinu í b-keppninni í Austurríki fyrr um veturinn en spilaði þá aðallega í vörninni. Hann átti við þrálát meiðsli í öxl að stríða og ákvað að fara í skurðaðgerð í kjölfarið á tímabilinu þar sem FH-ingar urðu Íslandsmeistarar og bikarmeistarar undir hans stjórn.Sigurður Valur Sveinsson Hafði verið í skugga Kristjáns í tíð Bogdans Kowalczyk en fór á kostum í b-keppninni í Austurríki fyrr um árið þar sem hann skorað 25 mörk og átti fjölmargar stoðsendingar. Hann ákvað að láta laga liðband í þumalfingri eftir tímabilið en þegar hann fór undir hnífinn leit ekki út fyrir að íslenska landsliðið yrði með á Ólympíuleikunum í Barcelona.Bjarki Sigurðsson Bjarki hafði lengstum spilað í hægra horninu með landsliðinu en eftir forföll Kristjáns og Sigurðar ákvað Þorbergur að veðja á Bjarka í skyttustöðunni. Það fór hins vegar aldrei svo að Bjarki gæti leyst þá af. Bjarki meiddist á hné í upphafi leiks við Spán á æfingamóti um sumarið og gat ekki spilað með liðinu á leikunum.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira