ESB eins og það var 1870 í augum Íslendinga Bolli Héðinsson skrifar 14. desember 2012 06:00 Benedikt Gröndal rithöfundur leyfði sér stundum að hafna viðteknum skoðunum samferðamanna sinna. Hann kvartaði yfir skorti á víðsýni og framfaravilja og fyrirleit þá þjóðrembu sem viðgekkst á hans dögum. Enginn þarf þó að brigsla skáldinu um skort á ættjarðarást. Um þetta skrifaði hann greinar í blöð og nú, rúmum 140 árum síðar, er fróðlegt að bera saman hvað hefur breyst í íslenskri umræðu frá þeim tíma. Hér er tilvitnun í grein eftir skáldið frá 1870. Ef við setjum Evrópusambandið (ESB) í staðinn fyrir þar sem áður stóð „Dani“ eða „danskur“ fáum við eftirfarandi út: „Menn eru sí og æ að hreyta í kringum sig sömu orðtækjunum, svo sem að þjóðerni vort sé í veði fyrir árásum [ESB] og stjórnarinnar – meiningin er náttúrulega þessi: Íslendingar, hæstvirtu og elskuðu landar! Þér eruð makalausir og eigið ekki yðar líka nokkurs staðar í heiminum, þér eruð saklausir englar og sannleikans píslarvottar, klipnir og kúgaðir af [ESB] án allrar verðskuldunar, niðurníddir, krossfestir, kvaldir og deyddir af þessum grimmdarlegu og samviskulausu böðlum og blóðhöndum, sem hafa tekið allar eignir yðar og vilja nú taka af yður lífið, því þér eigið ekkert annað eftir. Allir þeir […] eru [ESB-] sinnaðir djöflar og „[ESB-] Íslendingar“ keyptir og haldnir af stjórninni til þess að hamla framförum vorum og halda oss í eymdinni.“ (Benedikt Gröndal. Rit II bls. 77. Tímaritið Gefn 1870) Hvernig skyldi orðræðunni í sambærilegum málum vera háttað nú? Hver svari fyrir sig en hér er ótrúlega margt líkt og í umræðunni um ESB sem fram fer um þessar mundir. Hjá háværum hópi andstæðinga ESB á Íslandi heyrast ámóta brigslyrði og málflutningur og virðist hafa verið uppi um 1870 ásamt hugmyndunum sem skáldið leyfði sér að andmæla, um einstaka sérstöðu og stórfengileika Íslendinga og hvernig framfarir þjóðarinnar yrðu best tryggðar.Hvað óttast þeir? Þessum sömu skoðunum og skáldið reis gegn er leynt og ljóst haldið á lofti hér á landi í málflutningnum um að draga beri aðildarumsóknina að ESB til baka án tafar og án þess að fá að vita hverju hún gæti skilað jákvæðu til íslensks samfélags. Málflutningur af þessu tagi ætti vitanlega að dæma sig sjálfur en hann á samt upp á pallborðið í samfélaginu eins og umræðan í samfélagsmiðlunum ber gleggstan vott um. Auðvitað spyr maður sig eina ferðina enn, hvað óttast þeir sem vilja draga vilja aðildarumsóknina til baka? Að aðildarsamningurinn verði svo hagstæður að þjóðin sjái sér hag í að ganga í ESB að undangengnu þjóðaratkvæði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Sjá meira
Benedikt Gröndal rithöfundur leyfði sér stundum að hafna viðteknum skoðunum samferðamanna sinna. Hann kvartaði yfir skorti á víðsýni og framfaravilja og fyrirleit þá þjóðrembu sem viðgekkst á hans dögum. Enginn þarf þó að brigsla skáldinu um skort á ættjarðarást. Um þetta skrifaði hann greinar í blöð og nú, rúmum 140 árum síðar, er fróðlegt að bera saman hvað hefur breyst í íslenskri umræðu frá þeim tíma. Hér er tilvitnun í grein eftir skáldið frá 1870. Ef við setjum Evrópusambandið (ESB) í staðinn fyrir þar sem áður stóð „Dani“ eða „danskur“ fáum við eftirfarandi út: „Menn eru sí og æ að hreyta í kringum sig sömu orðtækjunum, svo sem að þjóðerni vort sé í veði fyrir árásum [ESB] og stjórnarinnar – meiningin er náttúrulega þessi: Íslendingar, hæstvirtu og elskuðu landar! Þér eruð makalausir og eigið ekki yðar líka nokkurs staðar í heiminum, þér eruð saklausir englar og sannleikans píslarvottar, klipnir og kúgaðir af [ESB] án allrar verðskuldunar, niðurníddir, krossfestir, kvaldir og deyddir af þessum grimmdarlegu og samviskulausu böðlum og blóðhöndum, sem hafa tekið allar eignir yðar og vilja nú taka af yður lífið, því þér eigið ekkert annað eftir. Allir þeir […] eru [ESB-] sinnaðir djöflar og „[ESB-] Íslendingar“ keyptir og haldnir af stjórninni til þess að hamla framförum vorum og halda oss í eymdinni.“ (Benedikt Gröndal. Rit II bls. 77. Tímaritið Gefn 1870) Hvernig skyldi orðræðunni í sambærilegum málum vera háttað nú? Hver svari fyrir sig en hér er ótrúlega margt líkt og í umræðunni um ESB sem fram fer um þessar mundir. Hjá háværum hópi andstæðinga ESB á Íslandi heyrast ámóta brigslyrði og málflutningur og virðist hafa verið uppi um 1870 ásamt hugmyndunum sem skáldið leyfði sér að andmæla, um einstaka sérstöðu og stórfengileika Íslendinga og hvernig framfarir þjóðarinnar yrðu best tryggðar.Hvað óttast þeir? Þessum sömu skoðunum og skáldið reis gegn er leynt og ljóst haldið á lofti hér á landi í málflutningnum um að draga beri aðildarumsóknina að ESB til baka án tafar og án þess að fá að vita hverju hún gæti skilað jákvæðu til íslensks samfélags. Málflutningur af þessu tagi ætti vitanlega að dæma sig sjálfur en hann á samt upp á pallborðið í samfélaginu eins og umræðan í samfélagsmiðlunum ber gleggstan vott um. Auðvitað spyr maður sig eina ferðina enn, hvað óttast þeir sem vilja draga vilja aðildarumsóknina til baka? Að aðildarsamningurinn verði svo hagstæður að þjóðin sjái sér hag í að ganga í ESB að undangengnu þjóðaratkvæði?
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun