„Hart í bak“ Sighvatur Björgvinsson skrifar 11. desember 2012 06:00 Ein af aðalpersónunum í leikritinu Hart í bak eftir Jökul Jakobsson er „Strandkapteinninn“. Kapteinn þessi er sagður hafa kallað: „Hart í bak!“ til rórmannsins um leið og kapteinninn renndi skipi sínu á fullum dampi upp á sker. Leikrit Jökuls fjallar ekki um strandið heldur um framvindu mála eftir strand. Við Íslendingar höfum sl. fjögur ár verið allt í senn – leikarar, áhorfendur og sviðsmenn í sams konar leikriti – eftir strandið. Í sjálfu strandinu snerist málið um þjóðarskútuna og strandkapteininn, Sjálfstæðisflokkinn, sem sigldi þjóðarskútunni í stórastrand eftir samfellda átján ára skipstjórn. Að vísu mun sá „strandkapteinn” aldrei á allri þeirri vegferð hafa kallað: „Hart í bak“ (þ.e. krappt til vinstri), heldur í sífellu tuldrað sömu fyrirmælin: „Hart í stjór!“ (m.ö.o.: Krappt til hægri). Önnur stefna var einfaldlega ekki til á hans siglingakorti. Það var svona „einstefnukort“. „Krappt í stjór!“ kallaði sá strandkapteinn líka þegar þjóðarskútan fór á fullu stími upp á skerið. Af hlaust stærra tjón en sagan kann frá að greina á meira en ellefu alda siglingu þjóðarskútunnar – en mannbjörg varð. Áhöfnin hélt lífi – líka strandkapteinninn. Svona naumlega. Leikritið okkar hefur nú í fjögur ár fjallað um eftirleikinn. Öfugt við strandkapteininn hans Jökuls er strandkapteinninn okkar stöðugt að heimta að sér verði trúað fyrir skipsstjórninni aftur. „Þau geta þetta aldrei. Bara ég!“ hrópaði strandkapteinninn í okkar leikriti þegar þjóðin sótti aðra stjórnendur til þess að losa þjóðarskútuna af skerinu. „Þau rata þetta aldrei. Bara ég!“ hrópaði hann þegar aðrir fóru að sigla þjóðarskútunni út úr skerjagarðinum. „Ég hefði gert þetta svo miklu fljótar og betur!“ var kallað þegar komið var á auðari sjó. „Nú get ég – og ég einn“ er svo viðkvæðið núna. „Nú rata ég. Hart í stjór! Krappt til hægri!“ Mikið er langlundargeð okkar Íslendinga. Svo má nú segja! Svo mikið að strandkapteinar geta jafnvel fengið að reyna sig aftur. Bara fjórum árum eftir strandið. Fullreynt ekki fyrr en þríreynt er! „Hart í stjór, góðir hálsar!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ein af aðalpersónunum í leikritinu Hart í bak eftir Jökul Jakobsson er „Strandkapteinninn“. Kapteinn þessi er sagður hafa kallað: „Hart í bak!“ til rórmannsins um leið og kapteinninn renndi skipi sínu á fullum dampi upp á sker. Leikrit Jökuls fjallar ekki um strandið heldur um framvindu mála eftir strand. Við Íslendingar höfum sl. fjögur ár verið allt í senn – leikarar, áhorfendur og sviðsmenn í sams konar leikriti – eftir strandið. Í sjálfu strandinu snerist málið um þjóðarskútuna og strandkapteininn, Sjálfstæðisflokkinn, sem sigldi þjóðarskútunni í stórastrand eftir samfellda átján ára skipstjórn. Að vísu mun sá „strandkapteinn” aldrei á allri þeirri vegferð hafa kallað: „Hart í bak“ (þ.e. krappt til vinstri), heldur í sífellu tuldrað sömu fyrirmælin: „Hart í stjór!“ (m.ö.o.: Krappt til hægri). Önnur stefna var einfaldlega ekki til á hans siglingakorti. Það var svona „einstefnukort“. „Krappt í stjór!“ kallaði sá strandkapteinn líka þegar þjóðarskútan fór á fullu stími upp á skerið. Af hlaust stærra tjón en sagan kann frá að greina á meira en ellefu alda siglingu þjóðarskútunnar – en mannbjörg varð. Áhöfnin hélt lífi – líka strandkapteinninn. Svona naumlega. Leikritið okkar hefur nú í fjögur ár fjallað um eftirleikinn. Öfugt við strandkapteininn hans Jökuls er strandkapteinninn okkar stöðugt að heimta að sér verði trúað fyrir skipsstjórninni aftur. „Þau geta þetta aldrei. Bara ég!“ hrópaði strandkapteinninn í okkar leikriti þegar þjóðin sótti aðra stjórnendur til þess að losa þjóðarskútuna af skerinu. „Þau rata þetta aldrei. Bara ég!“ hrópaði hann þegar aðrir fóru að sigla þjóðarskútunni út úr skerjagarðinum. „Ég hefði gert þetta svo miklu fljótar og betur!“ var kallað þegar komið var á auðari sjó. „Nú get ég – og ég einn“ er svo viðkvæðið núna. „Nú rata ég. Hart í stjór! Krappt til hægri!“ Mikið er langlundargeð okkar Íslendinga. Svo má nú segja! Svo mikið að strandkapteinar geta jafnvel fengið að reyna sig aftur. Bara fjórum árum eftir strandið. Fullreynt ekki fyrr en þríreynt er! „Hart í stjór, góðir hálsar!“
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar