Helstu átakamál samfélagsins má rekja til íslensku krónunnar 7. desember 2012 06:00 Upphrópanir um reikningaskil milli kynslóða eru ekki nýlunda á Íslandi. Meðal þess sem rætt hefur verið um í því sambandi er kynslóðin sem fékk lánin sín að gjöf, þ.e. að þeir sem voru í réttum stjórnmálaflokkum á árunum fyrir verðtryggingu gátu margir hverjir fengið óverðtryggð „lán“ til kaupa á íbúð sem þeir þurftu aldrei að borga til baka nema að óverulegu leyti, þar sem verðbólgan sá um að gera lánin verðlaus áður en þau voru að fullu greidd. Nefna má „Sigtúnshópinn“ sem kom fram í byrjun níunda áratugarins þegar fyrst opinberuðust, eftir að verðtrygging var heimiluð 1978, þau vandkvæði sem stafa af því þegar misgengi verður milli lánskjara og launa. Þá, eins og nú, var minnt á kynslóðina á undan sem ekki þurfti að greiða lánin sín til baka nema að litlu leyti. Einnig má minna á baráttu námsmanna, um miðjan áttunda áratuginn, fyrir verðtryggingu námslána sem var fyrst og fremst barátta fyrir því að fjármunir fengjust í Lánasjóð námsmanna og fleirum yrði gert kleift að stunda nám. Ekki hvarflaði að neinum að þau lán ættu að vera gjafir til námsmanna. Lánin árin á undan voru óverðtryggð með 3% föstum vöxtum.Notum kraftana í uppbyggilegri viðfangsefni Eitt eiga þessi misklíðarefni öll sameiginlegt; alltaf er verið að takast á við afleiðingar sem rekja má beint til íslensku krónunnar og þeirrar hagstjórnar sem hún endurspeglar. Meðan við höfum gjaldmiðil sem er alltaf afgangsstærð í hagstjórn, þ.e. stærð sem er látin gefa eftir þegar hagstjórnin hefur reynst stjórnmálamönnunum ofviða, þá verður krónan í senn orsök og afleiðing lélegrar hagstjórnar. Það jákvæða sem gæti mögulega komið út úr slíkri kynslóðatogstreitu, líkt og þeirri sem nú er uppi, væri ef við berum gæfu til að leita leiða til að losna við orsök deilnanna, íslensku krónuna. Hvað mundum við, sem meðlimir í einhverjum félagsskap, gera ef við stæðum frammi fyrir slíkum friðarspilli með reglulegu millibili? Mundum við ekki leita leiða sem myndu losa okkur undan því að þurfa að eyða kröftunum í jafn miður skemmtileg viðfangsefni? Í öllum venjulegum samtökum hlytum við að spyrja okkur hvort ekki væri til félagsskapur sem við gætum átt aðild að, þar sem búið væri að leysa þau vandamál sem rekja má til íslensku krónunnar og við gætum snúið okkur að öðrum og uppbyggilegri verkefnum. Umræða um mun kynslóðanna skilar okkur litlu til framtíðar og þessi umræða spinnst öll vegna þeirrar markleysu sem íslenska krónan er. Meðal þeirra skilyrða sem gjaldmiðlar þurfa að uppfylla til að geta talist þjóna hlutverki sínu er að gjaldmiðill þarf bæði að vera áreiðanleg mælieining og ekki síður leið til að geyma verðmæti. Hvorugt þessara skilyrða uppfyllir íslenska krónan. Gjaldmiðlar rísa undir nafni þegar þeir ýta undir ráðdeild og hagsýni og notendur þeirra fá notið erfiðis síns og fórna. Gjaldmiðill er því aðeins raunverulegur að ekki sé reglulega sagt við okkur „allt í plati“ og allar áætlanir um sparnað eða fjárfestingar hrynja vegna hins síbreytilega verðmætis hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Upphrópanir um reikningaskil milli kynslóða eru ekki nýlunda á Íslandi. Meðal þess sem rætt hefur verið um í því sambandi er kynslóðin sem fékk lánin sín að gjöf, þ.e. að þeir sem voru í réttum stjórnmálaflokkum á árunum fyrir verðtryggingu gátu margir hverjir fengið óverðtryggð „lán“ til kaupa á íbúð sem þeir þurftu aldrei að borga til baka nema að óverulegu leyti, þar sem verðbólgan sá um að gera lánin verðlaus áður en þau voru að fullu greidd. Nefna má „Sigtúnshópinn“ sem kom fram í byrjun níunda áratugarins þegar fyrst opinberuðust, eftir að verðtrygging var heimiluð 1978, þau vandkvæði sem stafa af því þegar misgengi verður milli lánskjara og launa. Þá, eins og nú, var minnt á kynslóðina á undan sem ekki þurfti að greiða lánin sín til baka nema að litlu leyti. Einnig má minna á baráttu námsmanna, um miðjan áttunda áratuginn, fyrir verðtryggingu námslána sem var fyrst og fremst barátta fyrir því að fjármunir fengjust í Lánasjóð námsmanna og fleirum yrði gert kleift að stunda nám. Ekki hvarflaði að neinum að þau lán ættu að vera gjafir til námsmanna. Lánin árin á undan voru óverðtryggð með 3% föstum vöxtum.Notum kraftana í uppbyggilegri viðfangsefni Eitt eiga þessi misklíðarefni öll sameiginlegt; alltaf er verið að takast á við afleiðingar sem rekja má beint til íslensku krónunnar og þeirrar hagstjórnar sem hún endurspeglar. Meðan við höfum gjaldmiðil sem er alltaf afgangsstærð í hagstjórn, þ.e. stærð sem er látin gefa eftir þegar hagstjórnin hefur reynst stjórnmálamönnunum ofviða, þá verður krónan í senn orsök og afleiðing lélegrar hagstjórnar. Það jákvæða sem gæti mögulega komið út úr slíkri kynslóðatogstreitu, líkt og þeirri sem nú er uppi, væri ef við berum gæfu til að leita leiða til að losna við orsök deilnanna, íslensku krónuna. Hvað mundum við, sem meðlimir í einhverjum félagsskap, gera ef við stæðum frammi fyrir slíkum friðarspilli með reglulegu millibili? Mundum við ekki leita leiða sem myndu losa okkur undan því að þurfa að eyða kröftunum í jafn miður skemmtileg viðfangsefni? Í öllum venjulegum samtökum hlytum við að spyrja okkur hvort ekki væri til félagsskapur sem við gætum átt aðild að, þar sem búið væri að leysa þau vandamál sem rekja má til íslensku krónunnar og við gætum snúið okkur að öðrum og uppbyggilegri verkefnum. Umræða um mun kynslóðanna skilar okkur litlu til framtíðar og þessi umræða spinnst öll vegna þeirrar markleysu sem íslenska krónan er. Meðal þeirra skilyrða sem gjaldmiðlar þurfa að uppfylla til að geta talist þjóna hlutverki sínu er að gjaldmiðill þarf bæði að vera áreiðanleg mælieining og ekki síður leið til að geyma verðmæti. Hvorugt þessara skilyrða uppfyllir íslenska krónan. Gjaldmiðlar rísa undir nafni þegar þeir ýta undir ráðdeild og hagsýni og notendur þeirra fá notið erfiðis síns og fórna. Gjaldmiðill er því aðeins raunverulegur að ekki sé reglulega sagt við okkur „allt í plati“ og allar áætlanir um sparnað eða fjárfestingar hrynja vegna hins síbreytilega verðmætis hans.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar