Framtíð heilbrigðisþjónustu
Betri nýting
Ég gæti ekki verið meira sammála varðandi aukna nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu. Frá því á 10. áratug síðustu aldar, þegar ég stundaði framhaldsnám í hjúkrunarfræði við University of Iowa, hef ég leynt og ljóst leitað leiða til að efla áhuga kollega og ráðamanna á nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu. Iowa-fylkið í Bandaríkjunum og þar með talið University of Iowa, voru leiðandi í fjarheilbrigðisþjónustu og upplýsingatækni á þeim tíma og voru meðal frumkvöðla á því sviði í heiminum og kynnti ég mér það sérstaklega í mínu námi. Ég sá strax að þetta væri eitthvað sem við Íslendingar gætum svo vel nýtt okkur. Með hjálp tækninnar sjúkdómsgreindu læknar sjúklinga í öðrum landshlutum, sérfræðingar í hjúkrun á háskólasjúkrahúsinu veittu kollegum á hjúkrunarheimilum ráðgjöf, heimahjúkrun hringdi í langveika sjúklinga þar sem einnig var notuð gagnvirk myndavél og veitti þeim stuðning til að koma í veg fyrir innlagnir á sjúkrahús, sálfræðingar veittu meðferðir með fjarfundabúnaði og þverfagleg teymi á háskólasjúkrahúsinu funduðu með meðferðaraðilum á strjálbýlli stöðum s.s. læknum, skólahjúkrunarfræðingum og sérkennurum um fjarfundabúnað. Í Iowa var talað um bætta þjónustu og betri nýtingu þekkingar, mannafla og fjármagns, svo ekki sé talað um aukin þægindi fyrir sjúklinga.
Lítið breyst
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá tíma mínum í Iowa, en sorglega lítið hefur breyst í heilbrigðisþjónustu á Íslandi hvað nýjungar og nýtingu tækninnar varðar. En vel má vera að nú séu runnir upp nýir tímar – allt hefur jú sinn rétta tíma. Ég vil að minnsta kosti trúa á bjartari framtíð fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Árið 2004 gerði ég mér ferð til þáverandi heilbrigðisráðherra og til þáverandi landlæknis til að kynna fyrir þeim niðurstöður rannsókna af aukinni nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu og reynslu annarra s.s. Breta og Bandaríkjamanna. Afhenti ég þeim m.a. gögn sem ég hafði tekið saman um nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu og lagði til að hafist yrði handa um að koma á miðlægri símaþjónustu sem ég kýs að kalla fjarhjúkrun um síma. Þar væri eitt símanúmer fyrir alla þar sem veitt væri gagnreynd leiðsögn til landsmanna. Slík þjónusta hefur reynst vel hjá öðrum þjóðum þar sem hún kemur í veg fyrir dýrari þjónustu s.s. heimsóknir á bráðamóttökur, þar er leiðbeint um rétt viðbrögð og fólki beint á rétta staði, sem kemur sér vel fyrir heilbrigðiskerfið ekki síður en sjúklingana (sjá t.d. http://www.nhsdirect.nhs.uk/).
Tími tækifæranna
Það er skemmst frá því að segja að mér var vel tekið og máli mínu sýndur áhugi en að öðru leyti held ég að ekkert hafi verið aðhafst. En árið 2004 var góðæri en nú árið 2012 er hart í ári, en slíku árferði fylgja alltaf tækifæri. Nú er að okkur þrengt og við þvinguð til að endurskoða og endurskilgreina margt í okkar lífi, þar með talið ferla og verklag í heilbrigðisþjónustu. Ég er sannfærð um að tími tækifæranna í heilbrigðisþjónustu er kominn, ekki síst í heilsugæslu. Tökum höndum saman; heilbrigðisstarfsmenn, ráðamenn og almenningur, og stöndum vörð um það sem vel er gert og bætum það sem styrkja þarf. Fjölgum sérfræðingum í hjúkrun, aukum þverfræðilega samvinnu og nýtum tæknina betur.
Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Aðeins það sem er þægilegt, takk
Hjördís Sigurðardóttir skrifar
Sama tóbakið
Skúli S. Ólafsson skrifar
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum
Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Lögheimili á landsbyggðinni
Bragi Þór Thoroddsen skrifar
Enn af umræðunni um dánaraðstoð
Henry Alexander Henrysson skrifar
Hefur sala á rafbílum hrunið?
Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar
Rasismi á Íslandi
Snorri Ásmundsson skrifar
Vandræðagangur í Vatnsmýrinni
Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar
Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks
Matthildur Björnsdóttir skrifar
Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga
Reynir Böðvarsson skrifar
Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar
Svanur Guðmundsson skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar
Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar
Pólitíkin þá og nú
Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar
Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Gagnlegar símarettur
Davíð Már Sigurðsson skrifar
Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis
Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar
Gerviverkalýðsfélagið Efling
Aðalgeir Ásvaldsson skrifar
Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf
Inga Minelgaite skrifar
Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi
Matthildur Bjarnadóttir skrifar
Með styrka hönd á stýri í eigin lífi
Árni Sigurðsson skrifar
Hjólað inní framtíðinna
Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn.
Stefán Jón Hafstein skrifar
Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð
Sara María Júlíudóttir skrifar
Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Upprætum óttann við óttann
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar
Hér er kona, um konu…
Vilborg Gunnarsdóttir skrifar
Vegna greinar Snorra Mássonar
Guðmundur Andri Thorsson skrifar