Atvinnuleitendur eru ekki allir eins Þorsteinn Fr. Sigurðsson skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Síðsumars hóf Starf – vinnumiðlun og ráðgjöf (STARF), að þjóna um fjórðungi atvinnuleitenda á atvinnuleysisskrá, einstaklingum sem fram til þess tíma höfðu verið skjólstæðingar Vinnumálastofnunar. Um er að ræða þriggja ára tilraunaverkefni Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) um aukna þjónustu við atvinnuleitendur. Verkefnið er byggt á samkomulagi þessara aðila við velferðarráðuneytið og varð til í tengslum við gerð kjarasamninga í maí 2011. Þessir einstaklingar sem færðust yfir til STARFs í þjónustu, eru félagar í tilgreindum stéttarfélögum sem taka þátt í verkefninu. Ljóst er að það hentar atvinnuleitendum betur að sækja þessa þjónustu til síns stéttarfélags, sem þegar er að veita félögum sínum umtalsverða þjónustu á öðrum sviðum. Þjónusta STARFs fer fram í félagslegu umhverfi atvinnuleitandans og er veitt af atvinnuráðgjöfum sem þekkja starfsumhverfi viðkomandi fagfélags. Þeir hafa því betri sýn á bakgrunn og starfsreynslu atvinnuleitandans. Tilgangurinn er að þjónustan verði markvissari og er það sannfæring þeirra sem að verkefninu standa að aðkoma SA að því tryggi nánari tengingu við atvinnulífið en náðst hefur fram til þessa. Þessi samvinna heildarsamtaka stéttarfélaga (ASÍ) og heildarsamtaka atvinnulífsins (SA) í aðgerðum gegn atvinnuleysi, er sennilega einstök á alþjóðavísu.Samsvarandi úrræði Markmið tilraunaverkefnisins er að auka þjónustu við atvinnuleitendur. Eftir sem áður stendur atvinnuleitendum innan verkefnisins til boða samsvarandi vinnumarkaðsúrræði og Vinnumálastofnun hefur boðið upp á og lögboðin eru. Námsúrræðin eiga að auka hæfni einstaklingsins svo hann eigi meiri möguleika á að finna starf við hæfi. Jafnframt verða í boði samningar við fyrirtæki um reynsluráðningar eða tímabundin störf atvinnuleitenda, þar sem viðkomandi fyrirtæki fær til sín atvinnuleysisbætur einstaklingsins meðan á samningstímanum stendur, en þarf að greiða viðkomandi kjarasamningsbundin laun á meðan. Aðaláhersla STARFs mun liggja í vinnumiðluninni sjálfri, með það meginmarkmið að koma atvinnuleitendum aftur til starfa.Fjórar þjónustumiðstöðvar Til að tryggja gæði og samræmingu á þjónustunni stofnuðu ASÍ og SA sameiginlega fyrirtækið Starf – vinnumiðlun og ráðning og annast það framkvæmd verkefnisins. Vel menntaðir og reyndir atvinnuráðgjafar voru ráðnir til starfa og er þjónustan nú veitt á fjórum þjónustumiðstöðvum stéttarfélaga. Stærst er þjónustumiðstöðin hjá VR í Kringlunni og þjónar hún félagsmönnum VR á höfuðborgarsvæðinu (félagsmenn VR eru fjölmennastir innan tilraunaverkefnisins). Önnur þjónustumiðstöð er hjá iðnfélögum í Borgartúni fyrir þeirra félaga á höfuðborgarsvæðinu. Á Suðurnesjum sameinast fimm stéttarfélög um þjónustumiðstöð sem er rekin á skrifstofu Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Fjórða þjónustumiðstöðin er svo á Austurlandi, á skrifstofu Afls – Starfsgreinafélags á Egilsstöðum og þjónar félögum allra stéttarfélaga innan ASÍ á Austurlandi.Þjónustan markvissari Vinnuveitendur ættu að sjá sér hag í að leita starfskrafta til þjónustumiðstöðva STARFs, þar sem hver þjónustumiðstöð er með atvinnulausa félaga skilgreindra stéttarfélaga á ákveðnum starfssvæðum. Þá þekkja atvinnuráðgjafar STARFs gjarnan þarfir fyrirtækjanna sem nýta starfskrafta félaga í þeirra stéttarfélögum. Í gagnagrunni hvers atvinnuráðgjafa er skilgreindur hópur atvinnuleitenda, en ekki allir atvinnuleitendur landsins. Þjónustan er því markvissari en verið hefur þar sem þekking er til staðar á „faginu" og mun dýpri skilningur á þörfum, fagþekkingu og á starfsreynslu viðkomandi hóps atvinnuleitenda. Einnig eru sér þjálfaðir atvinnuráðgjafar STARFs með beina tengingu inn í þau stéttarfélög sem þeir starfa með. Þeir eru því meðvitaðir um aðra þjónustu stéttarfélaganna sem og starfsumhverfi þeirra og þjónustan öll sótt á einn stað. Rekstur STARFs er fjármagnaður af Atvinnuleysistryggingarsjóði. Yfirbyggingu og rekstrarkostnaði er haldið í algjöru lágmarki, öll áhersla er á kjarnastarfssemina, ráðgjafahlutann. STARF hefur opnað vefsíðu þar sem fyrirtæki geta skráð laus störf á þeirra vegum. Þar er einnig að finna greinargóðar upplýsingar fyrir atvinnuleitendur og atvinnurekendur (www.starfid.is). Það er von og trú þeirra öflugu samtaka sem standa að rekstri STARFs – vinnumiðlunar og ráðgjafar að tilkoma þess verði atvinnuleitendum til framdráttar og er leitað eftir góðu samstarfi við atvinnuleitendur og atvinnurekendur við framkvæmd verkefnisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðsumars hóf Starf – vinnumiðlun og ráðgjöf (STARF), að þjóna um fjórðungi atvinnuleitenda á atvinnuleysisskrá, einstaklingum sem fram til þess tíma höfðu verið skjólstæðingar Vinnumálastofnunar. Um er að ræða þriggja ára tilraunaverkefni Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) um aukna þjónustu við atvinnuleitendur. Verkefnið er byggt á samkomulagi þessara aðila við velferðarráðuneytið og varð til í tengslum við gerð kjarasamninga í maí 2011. Þessir einstaklingar sem færðust yfir til STARFs í þjónustu, eru félagar í tilgreindum stéttarfélögum sem taka þátt í verkefninu. Ljóst er að það hentar atvinnuleitendum betur að sækja þessa þjónustu til síns stéttarfélags, sem þegar er að veita félögum sínum umtalsverða þjónustu á öðrum sviðum. Þjónusta STARFs fer fram í félagslegu umhverfi atvinnuleitandans og er veitt af atvinnuráðgjöfum sem þekkja starfsumhverfi viðkomandi fagfélags. Þeir hafa því betri sýn á bakgrunn og starfsreynslu atvinnuleitandans. Tilgangurinn er að þjónustan verði markvissari og er það sannfæring þeirra sem að verkefninu standa að aðkoma SA að því tryggi nánari tengingu við atvinnulífið en náðst hefur fram til þessa. Þessi samvinna heildarsamtaka stéttarfélaga (ASÍ) og heildarsamtaka atvinnulífsins (SA) í aðgerðum gegn atvinnuleysi, er sennilega einstök á alþjóðavísu.Samsvarandi úrræði Markmið tilraunaverkefnisins er að auka þjónustu við atvinnuleitendur. Eftir sem áður stendur atvinnuleitendum innan verkefnisins til boða samsvarandi vinnumarkaðsúrræði og Vinnumálastofnun hefur boðið upp á og lögboðin eru. Námsúrræðin eiga að auka hæfni einstaklingsins svo hann eigi meiri möguleika á að finna starf við hæfi. Jafnframt verða í boði samningar við fyrirtæki um reynsluráðningar eða tímabundin störf atvinnuleitenda, þar sem viðkomandi fyrirtæki fær til sín atvinnuleysisbætur einstaklingsins meðan á samningstímanum stendur, en þarf að greiða viðkomandi kjarasamningsbundin laun á meðan. Aðaláhersla STARFs mun liggja í vinnumiðluninni sjálfri, með það meginmarkmið að koma atvinnuleitendum aftur til starfa.Fjórar þjónustumiðstöðvar Til að tryggja gæði og samræmingu á þjónustunni stofnuðu ASÍ og SA sameiginlega fyrirtækið Starf – vinnumiðlun og ráðning og annast það framkvæmd verkefnisins. Vel menntaðir og reyndir atvinnuráðgjafar voru ráðnir til starfa og er þjónustan nú veitt á fjórum þjónustumiðstöðvum stéttarfélaga. Stærst er þjónustumiðstöðin hjá VR í Kringlunni og þjónar hún félagsmönnum VR á höfuðborgarsvæðinu (félagsmenn VR eru fjölmennastir innan tilraunaverkefnisins). Önnur þjónustumiðstöð er hjá iðnfélögum í Borgartúni fyrir þeirra félaga á höfuðborgarsvæðinu. Á Suðurnesjum sameinast fimm stéttarfélög um þjónustumiðstöð sem er rekin á skrifstofu Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Fjórða þjónustumiðstöðin er svo á Austurlandi, á skrifstofu Afls – Starfsgreinafélags á Egilsstöðum og þjónar félögum allra stéttarfélaga innan ASÍ á Austurlandi.Þjónustan markvissari Vinnuveitendur ættu að sjá sér hag í að leita starfskrafta til þjónustumiðstöðva STARFs, þar sem hver þjónustumiðstöð er með atvinnulausa félaga skilgreindra stéttarfélaga á ákveðnum starfssvæðum. Þá þekkja atvinnuráðgjafar STARFs gjarnan þarfir fyrirtækjanna sem nýta starfskrafta félaga í þeirra stéttarfélögum. Í gagnagrunni hvers atvinnuráðgjafa er skilgreindur hópur atvinnuleitenda, en ekki allir atvinnuleitendur landsins. Þjónustan er því markvissari en verið hefur þar sem þekking er til staðar á „faginu" og mun dýpri skilningur á þörfum, fagþekkingu og á starfsreynslu viðkomandi hóps atvinnuleitenda. Einnig eru sér þjálfaðir atvinnuráðgjafar STARFs með beina tengingu inn í þau stéttarfélög sem þeir starfa með. Þeir eru því meðvitaðir um aðra þjónustu stéttarfélaganna sem og starfsumhverfi þeirra og þjónustan öll sótt á einn stað. Rekstur STARFs er fjármagnaður af Atvinnuleysistryggingarsjóði. Yfirbyggingu og rekstrarkostnaði er haldið í algjöru lágmarki, öll áhersla er á kjarnastarfssemina, ráðgjafahlutann. STARF hefur opnað vefsíðu þar sem fyrirtæki geta skráð laus störf á þeirra vegum. Þar er einnig að finna greinargóðar upplýsingar fyrir atvinnuleitendur og atvinnurekendur (www.starfid.is). Það er von og trú þeirra öflugu samtaka sem standa að rekstri STARFs – vinnumiðlunar og ráðgjafar að tilkoma þess verði atvinnuleitendum til framdráttar og er leitað eftir góðu samstarfi við atvinnuleitendur og atvinnurekendur við framkvæmd verkefnisins.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun