Illvirki inni í Þórsmörk Árni Alfreðsson skrifar 28. nóvember 2012 08:00 Í apríl 2004 skrifaði ég grein í Moggann sem bar heitið „Hraðbraut inn á Þórsmörk". Þar var því haldið fram að það væri ekki aðeins náttúrufegurð sem gerði Þórsmerkurferð eftirminnilega. Það væri ekki síður ferðalagið sjálft, yfir óbrúaðar ár og læki, sem gerði þetta minnisstætt. Orðrétt sagði: „Fram að þessu hefur ferðalagið sjálft þarna innúr eftir hlykkjóttum malarvegi og yfir mismikil vatnsföll þótt ómissandi þáttur í því sem kallað hefur verið Þórsmerkur- eða bara Merkurferð." Ástæða greinaskrifanna var að skömmu áður hafði verið hafist handa við gerð uppbyggðs heilsársvegar inn á Þórsmörk með tilheyrandi brúar- og ræsagerð. Tilgangurinn var að byggja hraðbraut inn á Þórsmörk til að gera öllum farartækjum kleift að komast þarna inn úr á sem skemmstum tíma fyrir sem minnstan pening. „Hverjum er svo mikið í mun að eyðileggja það ævintýri sem Merkurferð hefur hingað til þótt?" sagði ennfremur.Fátt um heiðarleg svör Þar sem ljóst var að það voru aðilar í ferðaþjónustu sem þrýstu á þessar framkvæmdir beindi ég spjótum að ferðaþjónustuaðilum á svæðinu, Ferðafélagi Íslands (FÍ), Útivist og Kynnisferðum, sem höfðu á þeim tíma svokallað „húsbóndavald" á svæðinu. Vildi vita afstöðu þeirra og aðkomu að málinu. Fátt varð um heiðarleg svör. Vegagerðin upplýsti reyndar síðar að umræddir aðilar hefðu gert kröfu um „vegabætur" eða „bætt aðgengi" og aldrei gert athugasemdir eftir að framkvæmdir hófust og búið var að fullgera fyrstu fimm kílómetrana frá gömlu Markarfljótsbrúnni. Það er því deginum ljósara að þessi veglagning var gerð að frumkvæði, kröfu og með fullum stuðningi ferðafélaganna beggja og Kynnisferða. Greinin vakti mikla athygli og almenna reiði og endaði með að framkvæmdum var hætt. Í einfeldni minni hélt ég að það hefði orðið almenn sátt um að láta veginn inn á Þórsmörk halda sér óbreyttum og þar með sérstöðu svæðisins.Blikur á lofti En nú eru blikur á lofti. Jarðýtur og gröfur eru farnar að vinna í gilkjafti Hvannár með risaræsi og fyrirhleðslugrjót. Mér er spurn. Hver þrýstir á að Hvanná sé brúuð? Engin leyfi eru þarna fyrir hendi enda telur verktakinn engin leyfi þurfa þar sem framkvæmdin sé ekki „svo stór" í sniðum. Með sömu rökum má brúa allar ár og læki á leiðinni inn í Þórsmörk í áföngum án nokkurra leyfa. Sem er sennilega ætlunin. Ef þessi ráðagerð verður að veruleika þá verður lítill sjarmi af Merkurferð í framtíðinni. Og Þórsmörkin breytist sjálfkrafa í sjoppuvædda rútubílamiðstöð líkt og Gullfoss og Geysir. Í dag hefur svæðið ákveðna sérstöðu sem margir sækja í, Íslendingar sem og útlendir ferðamenn. Þrátt fyrir að aðgengi að svæðinu sé takmarkað vegna náttúrulegra aðstæðna (óbrúaðar ár) þá er ágangur ferðamanna það mikill að víða sjást þess ljót merki. Er virkilega þörf á ótakmörkuðu aðgengi og þar með margfalt meiri átroðningi?Sameign þjóðarinnar Þórsmörkin varð nýlega að þjóðlendu og þar með sameign þjóðarinnar. Þórsmörkin hefur ákveðna sérstöðu sem standa þarf vörð um. Ferðaþjónustan með Vegagerðina í vasanum hefur ekkert einkaleyfi lengur á að breyta eða bæta aðgengi og öðru þarna á svæðinu eftir eigin geðþótta. Hver þrýstir á ræsagerð og umhverfisspjöll við gilkjaft Hvannár? Ég vil fá þessa aðila fram í dagsljósið. Og með leyfi hverra er þetta gert? Það er alveg ljóst að verði ræsinu við Hvanná leyft að standa og því haldið við þá eru það skýr merki um stefnan sé að brúa allar ár og sprænur. Hafa menn gert sér grein fyrir þeim gríðarlegu landspjöllum sem þessu fylgir? Eða er það virkilega svo að allt sé leyfilegt í nafni fégráðugrar ferðaþjónustu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Í apríl 2004 skrifaði ég grein í Moggann sem bar heitið „Hraðbraut inn á Þórsmörk". Þar var því haldið fram að það væri ekki aðeins náttúrufegurð sem gerði Þórsmerkurferð eftirminnilega. Það væri ekki síður ferðalagið sjálft, yfir óbrúaðar ár og læki, sem gerði þetta minnisstætt. Orðrétt sagði: „Fram að þessu hefur ferðalagið sjálft þarna innúr eftir hlykkjóttum malarvegi og yfir mismikil vatnsföll þótt ómissandi þáttur í því sem kallað hefur verið Þórsmerkur- eða bara Merkurferð." Ástæða greinaskrifanna var að skömmu áður hafði verið hafist handa við gerð uppbyggðs heilsársvegar inn á Þórsmörk með tilheyrandi brúar- og ræsagerð. Tilgangurinn var að byggja hraðbraut inn á Þórsmörk til að gera öllum farartækjum kleift að komast þarna inn úr á sem skemmstum tíma fyrir sem minnstan pening. „Hverjum er svo mikið í mun að eyðileggja það ævintýri sem Merkurferð hefur hingað til þótt?" sagði ennfremur.Fátt um heiðarleg svör Þar sem ljóst var að það voru aðilar í ferðaþjónustu sem þrýstu á þessar framkvæmdir beindi ég spjótum að ferðaþjónustuaðilum á svæðinu, Ferðafélagi Íslands (FÍ), Útivist og Kynnisferðum, sem höfðu á þeim tíma svokallað „húsbóndavald" á svæðinu. Vildi vita afstöðu þeirra og aðkomu að málinu. Fátt varð um heiðarleg svör. Vegagerðin upplýsti reyndar síðar að umræddir aðilar hefðu gert kröfu um „vegabætur" eða „bætt aðgengi" og aldrei gert athugasemdir eftir að framkvæmdir hófust og búið var að fullgera fyrstu fimm kílómetrana frá gömlu Markarfljótsbrúnni. Það er því deginum ljósara að þessi veglagning var gerð að frumkvæði, kröfu og með fullum stuðningi ferðafélaganna beggja og Kynnisferða. Greinin vakti mikla athygli og almenna reiði og endaði með að framkvæmdum var hætt. Í einfeldni minni hélt ég að það hefði orðið almenn sátt um að láta veginn inn á Þórsmörk halda sér óbreyttum og þar með sérstöðu svæðisins.Blikur á lofti En nú eru blikur á lofti. Jarðýtur og gröfur eru farnar að vinna í gilkjafti Hvannár með risaræsi og fyrirhleðslugrjót. Mér er spurn. Hver þrýstir á að Hvanná sé brúuð? Engin leyfi eru þarna fyrir hendi enda telur verktakinn engin leyfi þurfa þar sem framkvæmdin sé ekki „svo stór" í sniðum. Með sömu rökum má brúa allar ár og læki á leiðinni inn í Þórsmörk í áföngum án nokkurra leyfa. Sem er sennilega ætlunin. Ef þessi ráðagerð verður að veruleika þá verður lítill sjarmi af Merkurferð í framtíðinni. Og Þórsmörkin breytist sjálfkrafa í sjoppuvædda rútubílamiðstöð líkt og Gullfoss og Geysir. Í dag hefur svæðið ákveðna sérstöðu sem margir sækja í, Íslendingar sem og útlendir ferðamenn. Þrátt fyrir að aðgengi að svæðinu sé takmarkað vegna náttúrulegra aðstæðna (óbrúaðar ár) þá er ágangur ferðamanna það mikill að víða sjást þess ljót merki. Er virkilega þörf á ótakmörkuðu aðgengi og þar með margfalt meiri átroðningi?Sameign þjóðarinnar Þórsmörkin varð nýlega að þjóðlendu og þar með sameign þjóðarinnar. Þórsmörkin hefur ákveðna sérstöðu sem standa þarf vörð um. Ferðaþjónustan með Vegagerðina í vasanum hefur ekkert einkaleyfi lengur á að breyta eða bæta aðgengi og öðru þarna á svæðinu eftir eigin geðþótta. Hver þrýstir á ræsagerð og umhverfisspjöll við gilkjaft Hvannár? Ég vil fá þessa aðila fram í dagsljósið. Og með leyfi hverra er þetta gert? Það er alveg ljóst að verði ræsinu við Hvanná leyft að standa og því haldið við þá eru það skýr merki um stefnan sé að brúa allar ár og sprænur. Hafa menn gert sér grein fyrir þeim gríðarlegu landspjöllum sem þessu fylgir? Eða er það virkilega svo að allt sé leyfilegt í nafni fégráðugrar ferðaþjónustu?
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun