Kvikmyndamenntun: hin augljósa leið Hjálmar H. Ragnarsson skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Það er mikið fagnaðarefni að nú skuli loksins liggja fyrir tillögur um heildstæða stefnu um kvikmyndamenntun í landinu. Stefnan birtist í nýútkominni skýrslu þriggja manna stýrihóps sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í febrúar síðastliðnum. Skýrslan ber heitið Stefnumótun um kvikmyndamenntun á Íslandi, og má finna hana á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins auk þess sem hún er birt á heimasíðu Listaháskólans. Niðurstöður stýrihópsins byggja á ítarlegri rannsókn á þörfum fyrir námið og núverandi framboði. Enn fremur leggur stýrihópurinn til grundvallar greiningu tveggja mikilsvirtra sérfræðinga á sviði kvikmyndamenntunar, sem leggja sjálfstætt mat á aðstæður hér og gera tillögur um uppbyggingu námsins, skipulag og áherslur. Í tillögum sínum skiptir stýrihópurinn og erlendu sérfræðingarnir kvikmyndamenntuninni í fjögur þrep: l Kvikmynda- og fjölmiðlalæsi, kennt á grunnskólastigi l Almennt kvikmyndanám, kennt á framhaldsskólastigi l Menntun í stoðhlutverkum kvikmyndagerðar (s.s. hljóð, tölvuvinnsla, búningar, leikmyndagerð), kennt á framhaldsskólastigi l Sérhæft nám með áherslu á listrænan grunn og með það að markmiði að útskrifa leiðandi kvikmyndagerðarmenn á sviðum leikstjórnar, handritsgerðar, kvikmyndatöku, klippingar, hljóðs og framleiðslu; háskólamenntun á BA-stigi. Það er mikilvægt hvernig tillögurnar byggja á samfellu frá einu skólastiginu til annars. Grunnurinn er lagður með markvissri kennslu í kvikmynda- og fjölmiðlalæsi á grunnskólastigi, og á framhaldsskólastiginu fá nemendur innsýn í helstu grunnþætti kvikmyndagerðar og skapa sér traustan grunn til frekara náms í kvikmyndagerð eða í tengdum fögum.Greinileg skil Hvert stefnir næst fer eftir því hvort nemandinn vill frekar leggja áherslu á ýmsa tækniþætti og stoðgreinar sem tengjast kvikmyndagerð eða hvort hann vill leggja áherslu á hinn listræna þátt og reyna að skapa sér leiðandi hlutverk í greininni. Að sjálfsögðu útilokar önnur leiðin ekki hina, en samkvæmt greiningu stýrihópsins eru greinileg skil þarna á milli. Fari nemandinn fyrrnefndu leiðina þá liggur leiðin í skóla á framhaldsskólastigi sem hefur yfir að ráða sérhæfðum kennurum á hinum ólíku stoðsviðum kvikmyndagerðar og þeim búnaði og tækjum sem menntun í þessum greinum krefst. Fari hann hina leiðina, vill í listrænt kvikmyndanám, fer hann í listaháskóla þar sem áherslan er lögð á fræðilega greiningu, listræna úrvinnslu, og þverfaglegar tengingar, fyrir utan þau tækifæri sem gefast í háskóla fyrir alþjóðlegt samstarf og tengingar við háskóla erlendis. Varðandi þessi tvö síðari þrep þá hvetur stýrihópurinn til þess að í stað þess að dreifa kröftunum víða verði náminu þjappað í fáa skóla, á framhaldsskólastiginu jafnvel í einn kjarnaskóla, sem þá hefði þeim mun betri aðstöðu og sérhæfðari mannafla til að geta gegnt hlutverki sínu vel en ef skólarnir væru fleiri. Á háskólastiginu blasir það við að aðeins fáir nemendur eru útvaldir hverju sinni og sýnist nefndinni það vera augljóst að slíkt nám eigi hvergi heima annars staðar en í listaháskóla. Þá bendir hópurinn á að BA-gráða frá viðurkenndum háskóla sé lykill að frekara námi erlendis. Þegar tillögur stýrihópsins eru lesnar í þessu samhengi þá finnst manni augljóst að það þjóni best nemendum að hafa skýrar línur um námsleiðir og hvernig eitt leiðir af öðru. Kerfið er fyrir nemendurna, ekki fyrir stofnanirnar eða fyrirtækin. Það er á miklu að byggja í landinu og tækifærin blasa við, en ef við hlúum ekki betur að menntuninni en við gerum nú þá verður lítið úr því forskoti sem landið okkur gefur og kraftmikið fólk. Mikil umræða hefur verið síðustu misseri um kvikmyndamenntun í landinu, sem þó því miður hefur frekar mótast af tilfinningalegum upphlaupum en raunverulegri greiningu og rökstuddum úrlausnum. Sérstaklega var umræðan hávær fyrir u.þ.b. ári síðan þegar málefni Kvikmyndaskóla Íslands voru í brennidepli.Þörf á skýrri stefnu Nú er hins vegar kominn tími til að taka þetta mál á annað plan og stjórnvöld taki skýra stefnu um hvað skuli gera og hvernig. Skýrsla stýrihópsins byggir á faglegri þekkingu og hlutleysi gagnvart þeim hagsmunum sem einstakar stofnanir eða fyrirtæki geta átt í þessu máli. Skýrslan er grunnurinn til að byggja á og nú þurfa stjórnvöld, skólamenn og kvikmyndagerðarfólk að taka höndum saman og hrinda tillögunum í framkvæmd. Það er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Það er mikið fagnaðarefni að nú skuli loksins liggja fyrir tillögur um heildstæða stefnu um kvikmyndamenntun í landinu. Stefnan birtist í nýútkominni skýrslu þriggja manna stýrihóps sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í febrúar síðastliðnum. Skýrslan ber heitið Stefnumótun um kvikmyndamenntun á Íslandi, og má finna hana á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins auk þess sem hún er birt á heimasíðu Listaháskólans. Niðurstöður stýrihópsins byggja á ítarlegri rannsókn á þörfum fyrir námið og núverandi framboði. Enn fremur leggur stýrihópurinn til grundvallar greiningu tveggja mikilsvirtra sérfræðinga á sviði kvikmyndamenntunar, sem leggja sjálfstætt mat á aðstæður hér og gera tillögur um uppbyggingu námsins, skipulag og áherslur. Í tillögum sínum skiptir stýrihópurinn og erlendu sérfræðingarnir kvikmyndamenntuninni í fjögur þrep: l Kvikmynda- og fjölmiðlalæsi, kennt á grunnskólastigi l Almennt kvikmyndanám, kennt á framhaldsskólastigi l Menntun í stoðhlutverkum kvikmyndagerðar (s.s. hljóð, tölvuvinnsla, búningar, leikmyndagerð), kennt á framhaldsskólastigi l Sérhæft nám með áherslu á listrænan grunn og með það að markmiði að útskrifa leiðandi kvikmyndagerðarmenn á sviðum leikstjórnar, handritsgerðar, kvikmyndatöku, klippingar, hljóðs og framleiðslu; háskólamenntun á BA-stigi. Það er mikilvægt hvernig tillögurnar byggja á samfellu frá einu skólastiginu til annars. Grunnurinn er lagður með markvissri kennslu í kvikmynda- og fjölmiðlalæsi á grunnskólastigi, og á framhaldsskólastiginu fá nemendur innsýn í helstu grunnþætti kvikmyndagerðar og skapa sér traustan grunn til frekara náms í kvikmyndagerð eða í tengdum fögum.Greinileg skil Hvert stefnir næst fer eftir því hvort nemandinn vill frekar leggja áherslu á ýmsa tækniþætti og stoðgreinar sem tengjast kvikmyndagerð eða hvort hann vill leggja áherslu á hinn listræna þátt og reyna að skapa sér leiðandi hlutverk í greininni. Að sjálfsögðu útilokar önnur leiðin ekki hina, en samkvæmt greiningu stýrihópsins eru greinileg skil þarna á milli. Fari nemandinn fyrrnefndu leiðina þá liggur leiðin í skóla á framhaldsskólastigi sem hefur yfir að ráða sérhæfðum kennurum á hinum ólíku stoðsviðum kvikmyndagerðar og þeim búnaði og tækjum sem menntun í þessum greinum krefst. Fari hann hina leiðina, vill í listrænt kvikmyndanám, fer hann í listaháskóla þar sem áherslan er lögð á fræðilega greiningu, listræna úrvinnslu, og þverfaglegar tengingar, fyrir utan þau tækifæri sem gefast í háskóla fyrir alþjóðlegt samstarf og tengingar við háskóla erlendis. Varðandi þessi tvö síðari þrep þá hvetur stýrihópurinn til þess að í stað þess að dreifa kröftunum víða verði náminu þjappað í fáa skóla, á framhaldsskólastiginu jafnvel í einn kjarnaskóla, sem þá hefði þeim mun betri aðstöðu og sérhæfðari mannafla til að geta gegnt hlutverki sínu vel en ef skólarnir væru fleiri. Á háskólastiginu blasir það við að aðeins fáir nemendur eru útvaldir hverju sinni og sýnist nefndinni það vera augljóst að slíkt nám eigi hvergi heima annars staðar en í listaháskóla. Þá bendir hópurinn á að BA-gráða frá viðurkenndum háskóla sé lykill að frekara námi erlendis. Þegar tillögur stýrihópsins eru lesnar í þessu samhengi þá finnst manni augljóst að það þjóni best nemendum að hafa skýrar línur um námsleiðir og hvernig eitt leiðir af öðru. Kerfið er fyrir nemendurna, ekki fyrir stofnanirnar eða fyrirtækin. Það er á miklu að byggja í landinu og tækifærin blasa við, en ef við hlúum ekki betur að menntuninni en við gerum nú þá verður lítið úr því forskoti sem landið okkur gefur og kraftmikið fólk. Mikil umræða hefur verið síðustu misseri um kvikmyndamenntun í landinu, sem þó því miður hefur frekar mótast af tilfinningalegum upphlaupum en raunverulegri greiningu og rökstuddum úrlausnum. Sérstaklega var umræðan hávær fyrir u.þ.b. ári síðan þegar málefni Kvikmyndaskóla Íslands voru í brennidepli.Þörf á skýrri stefnu Nú er hins vegar kominn tími til að taka þetta mál á annað plan og stjórnvöld taki skýra stefnu um hvað skuli gera og hvernig. Skýrsla stýrihópsins byggir á faglegri þekkingu og hlutleysi gagnvart þeim hagsmunum sem einstakar stofnanir eða fyrirtæki geta átt í þessu máli. Skýrslan er grunnurinn til að byggja á og nú þurfa stjórnvöld, skólamenn og kvikmyndagerðarfólk að taka höndum saman og hrinda tillögunum í framkvæmd. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun