Opið bréf til karla Andrés Ragnarsson og Einar Gylfi Jónsson skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Ert þú að "missa stjórn á þér" í árekstrum við maka þinn? Ert þú "sjúklega afbrýðisamur" og ræður bara ekki við það? Finnst þér að maki þinni viti "á hvaða takka hún á að ýta" til að "gera" þig reiðan? Telur þú að ofbeldið sé það eina sem hún tekur mark á? – Ef svör þín við einhverjum þessara spurninga eru já, lestu þá áfram… Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi: "Heimilisfriður – heimsfriður", viljum við nota tækifærið og ávarpa sérstaklega þá karla sem beita eða hafa beitt ofbeldi í nánum samböndum.Vanmáttur og vankunnátta Hvers vegna beita sumir karlar ofbeldi í nánum samböndum? Við því eru ekki einföld svör. Sumir yfirfæra eigin reynslu af ofbeldi í æsku og beita því sem fyrir þeim var haft. Tengsl heimilisofbeldis og vímuefnaneyslu eru vel þekkt. Þá er ljóst að fylgni er milli atvinnuleysis, fjárhagserfiðleika og heimilisofbeldis. Bent hefur verið á að brengluð sýn karla á kynhlutverk geti verið réttlæting ofbeldisbeitingar. Í grunninn er ofbeldi þó fyrst og fremst byggt á vanmætti og vankunnáttu. Ofbeldið er "úrræði" til að ná yfirráðum eða þvinga fram vilja sinn, í kringumstæðum þar sem ofbeldismaðurinn kann ekki aðrar leiðir til að höndla sjálfan sig og samspilið við maka sinn. Ofbeldi er ekki einungis líkamlegt heldur getur það einnig birst sem andlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og ofbeldi sem beinist að dauðum hlutum. Það kann að vera að þér finnist hegðun þín ekki vera ofbeldi, en hún getur engu að síður verið mjög ógnandi fyrir þann sem fyrir verður. Karlar til ábyrgðar (KTÁ) er sérhæft meðferðarúrræði fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum. Um er að ræða einstaklingsmeðferð og hópmeðferð hjá sálfræðingum. Þegar þú pantar tíma (s. 555 3020; kta@lifogsal.is) er þér boðið einstaklingsviðtal, þar sem staðan er metin og meðferð hefst. Framhaldið getur ýmist verið áframhaldandi einstaklingsmeðferð eða hópmeðferð. Þó konur beiti einnig ofbeldi í nánum samböndum, þá er það engu að síður staðreynd að í alvarlegustu tilvikum heimilisofbeldis eru karlar oftast gerendur. Þess vegna er rökrétt að meðferð fyrir gerendur beinist í fyrstu umferð að körlum.Ábyrgð á eigin hegðun Eins og nafnið bendir til er þungamiðja meðferðarinnar að taka ábyrgð á eigin ofbeldishegðun og í framhaldinu að þróa leiðir til að takast á uppbyggilegan hátt á við það sem upp kann að koma í samskiptum. Lögð er áhersla á að viðkomandi þiggi aðstoðina af fúsum og frjálsum vilja og sjái sjálfur um að panta sér viðtal. Undantekningar á þessari meginreglu eru t.d. þegar barnaverndaraðilar vísa málum til KTÁ. Ekki er boðið upp á hjónaviðtöl, en mökum er boðið upp á tvö viðtöl við upphaf og lok meðferðar til að meta öryggi maka og barna. Með því að bjóða einungis upp á einstaklingsmeðferð fyrir þann sem ofbeldinu beitir er verið að undirstrika að ábyrgðin á ofbeldinu liggur alfarið hjá gerandanum. Og lykillinn að lausn vandans er að axla þá ábyrgð. Makar fá skriflega kynningu á meðferðinni og þeim áherslum sem þar eru lagðar til grundvallar. Auk þess er þeim bent á önnur stuðningsúrræði eftir því sem við á. Skaðlegt fyrir börn Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hversu skaðlegt það er fyrir börn að búa við ofbeldi á heimili. Hvort sem börnin verða beinlínis vitni að ofbeldinu eða ekki, þá búa þau engu að síður við afleiðingar þess. Í samstarfi við KTÁ og Alternativ til vold í Noregi kom Barnaverndarstofa á fót hópmeðferð fyrir börn sem búið hafa við ofbeldi á heimili árið 2010. Við hjá KTÁ leggjum mikla áherslu á að börn þeirra karla sem til okkar leita eigi kost á þessum stuðningi og hvetjum foreldra til að snúa sér þangað. Þér kann að finnast erfitt að stíga fyrsta skrefið og biðja um aðstoð. En að taka ábyrgð á eigin hegðun, sætta þig ekki við eigið ofbeldi, heldur horfast í augu við vandann, vilja læra nýjar leiðir í samskiptum, það gerir þig að meiri manni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ert þú að "missa stjórn á þér" í árekstrum við maka þinn? Ert þú "sjúklega afbrýðisamur" og ræður bara ekki við það? Finnst þér að maki þinni viti "á hvaða takka hún á að ýta" til að "gera" þig reiðan? Telur þú að ofbeldið sé það eina sem hún tekur mark á? – Ef svör þín við einhverjum þessara spurninga eru já, lestu þá áfram… Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi: "Heimilisfriður – heimsfriður", viljum við nota tækifærið og ávarpa sérstaklega þá karla sem beita eða hafa beitt ofbeldi í nánum samböndum.Vanmáttur og vankunnátta Hvers vegna beita sumir karlar ofbeldi í nánum samböndum? Við því eru ekki einföld svör. Sumir yfirfæra eigin reynslu af ofbeldi í æsku og beita því sem fyrir þeim var haft. Tengsl heimilisofbeldis og vímuefnaneyslu eru vel þekkt. Þá er ljóst að fylgni er milli atvinnuleysis, fjárhagserfiðleika og heimilisofbeldis. Bent hefur verið á að brengluð sýn karla á kynhlutverk geti verið réttlæting ofbeldisbeitingar. Í grunninn er ofbeldi þó fyrst og fremst byggt á vanmætti og vankunnáttu. Ofbeldið er "úrræði" til að ná yfirráðum eða þvinga fram vilja sinn, í kringumstæðum þar sem ofbeldismaðurinn kann ekki aðrar leiðir til að höndla sjálfan sig og samspilið við maka sinn. Ofbeldi er ekki einungis líkamlegt heldur getur það einnig birst sem andlegt ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi og ofbeldi sem beinist að dauðum hlutum. Það kann að vera að þér finnist hegðun þín ekki vera ofbeldi, en hún getur engu að síður verið mjög ógnandi fyrir þann sem fyrir verður. Karlar til ábyrgðar (KTÁ) er sérhæft meðferðarúrræði fyrir karla sem beita ofbeldi á heimilum. Um er að ræða einstaklingsmeðferð og hópmeðferð hjá sálfræðingum. Þegar þú pantar tíma (s. 555 3020; kta@lifogsal.is) er þér boðið einstaklingsviðtal, þar sem staðan er metin og meðferð hefst. Framhaldið getur ýmist verið áframhaldandi einstaklingsmeðferð eða hópmeðferð. Þó konur beiti einnig ofbeldi í nánum samböndum, þá er það engu að síður staðreynd að í alvarlegustu tilvikum heimilisofbeldis eru karlar oftast gerendur. Þess vegna er rökrétt að meðferð fyrir gerendur beinist í fyrstu umferð að körlum.Ábyrgð á eigin hegðun Eins og nafnið bendir til er þungamiðja meðferðarinnar að taka ábyrgð á eigin ofbeldishegðun og í framhaldinu að þróa leiðir til að takast á uppbyggilegan hátt á við það sem upp kann að koma í samskiptum. Lögð er áhersla á að viðkomandi þiggi aðstoðina af fúsum og frjálsum vilja og sjái sjálfur um að panta sér viðtal. Undantekningar á þessari meginreglu eru t.d. þegar barnaverndaraðilar vísa málum til KTÁ. Ekki er boðið upp á hjónaviðtöl, en mökum er boðið upp á tvö viðtöl við upphaf og lok meðferðar til að meta öryggi maka og barna. Með því að bjóða einungis upp á einstaklingsmeðferð fyrir þann sem ofbeldinu beitir er verið að undirstrika að ábyrgðin á ofbeldinu liggur alfarið hjá gerandanum. Og lykillinn að lausn vandans er að axla þá ábyrgð. Makar fá skriflega kynningu á meðferðinni og þeim áherslum sem þar eru lagðar til grundvallar. Auk þess er þeim bent á önnur stuðningsúrræði eftir því sem við á. Skaðlegt fyrir börn Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hversu skaðlegt það er fyrir börn að búa við ofbeldi á heimili. Hvort sem börnin verða beinlínis vitni að ofbeldinu eða ekki, þá búa þau engu að síður við afleiðingar þess. Í samstarfi við KTÁ og Alternativ til vold í Noregi kom Barnaverndarstofa á fót hópmeðferð fyrir börn sem búið hafa við ofbeldi á heimili árið 2010. Við hjá KTÁ leggjum mikla áherslu á að börn þeirra karla sem til okkar leita eigi kost á þessum stuðningi og hvetjum foreldra til að snúa sér þangað. Þér kann að finnast erfitt að stíga fyrsta skrefið og biðja um aðstoð. En að taka ábyrgð á eigin hegðun, sætta þig ekki við eigið ofbeldi, heldur horfast í augu við vandann, vilja læra nýjar leiðir í samskiptum, það gerir þig að meiri manni.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun