Bygging nýs Landsspítala: Umræða og upplýsingagjöf í skötulíki Ingibjörg Óðinsdóttir skrifar 24. nóvember 2012 06:00 Upplýsingagjöf til almennings um byggingu nýs spítala hefur verið í hálfgerðu skötulíki. Umræðan snýst einkum um staðsetningu og fyrirkomulag bygginga en lítið sem ekkert um arðsemi fjárfestingarinnar, sem hlýtur þó að skipta höfuðmáli þegar við erum að tala um ráðstöfun á opinberu fé. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðherra á Alþingi í síðustu viku er áætlaður byggingarkostnaður nýs spítala 60 milljarðar króna, þar af 7 milljarðar í tækjakaup sem færa má rök fyrir að þurfi að kaupa hvort sem er. Áætlaður sparnaður með nýjum spítala undir einu þaki er því metinn 3 milljarðar á ári og endurgreiðslutími þessarar fjárfestingar í kringum 20 ár. Samkvæmt þessum tölum nær arðsemi þessarar fjárfestingar ekki lágmarkskröfum um arðsemi fjármagns í dag. Arðsemiskrafan er í besta falli á núlli ef tekið er tillit til fjármagnskostnaðar. Enn síður er þetta arðbær fjárfesting ef horft er til þess að meðalyfirskot í raunkostnaði miðað við áætlanir hjá ríkinu er 75%. Þannig gætum við jafnvel átt von á því að kostnaðurinn við byggingu nýs spítala fari í 93 milljarða og endurgreiðslutíminn verði rúm 30 ár. Þá er arðsemin, að teknu tilliti fjármagnskostnaðar, orðin neikvæð. Útfrá sjórnahóli atvinnulífsins gengur þetta ekki upp. Hér er annað hvort á ferðinni léleg meðferð opinberra fjámuna eða slök upplýsingagjöf til almennings. Ef hið fyrra á við þarf að endurskoða áform um spítala með það fyrir augum að bæta arðsemi þessarar framkvæmdar. Í öllu falli hefur upplýsingagjöf til almennings í tengslum við þessa byggingu verið bæði ófagleg og yfirborðskennd. Líkt og allar aðrar fjárfestingar í atvinnulífinu þarf að vera hægt að réttlæta byggingu nýs spítala með hagræðingu og framleiðniaukningu. Þannig má t.d. réttlæta fjárfestingu í nýjum tækjum með auknum árangri í lækningum sem mælast t.d. í skemmri innlögnum eða auknum lífslíkum, svo dæmi séu tekin. Ef það er ekki hægt borgar sig hreinlega ekki að byggja nýjan spítala. Við höfum átt heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða og getum verið stolt af árangri okkar heilbrigðisstarfsfólks í baráttunni við hina ýmsu sjúkdóma, en nú er þetta kerfi okkar komið að þolmörkum. Tækjabúnaðurinn er úreltur og við erum auk þess farin að missa sérfæðiþekkingu úr landi. Niðurskurðurinn eftir hrun hefur ekki bara falist í fjársvelti til spítalans heldur fæst líka mun minna fyrir þær krónur sem úthlutað er til kaupa á lyfjum, rekstrarvörum og lækningatækjum eftir gjaldmiðilshrunið. Þá hefur niðurskurðurinn því miður heldur ekki alltaf hitt í mark þegar kostnaðurinn er t.d. færður til og vegur jafnvel þyngra þar sem hann kemur niður, líkt og þegar sjúklingar liggja inni á sjúkrahúsunum af því að langlegurými vantar eða þegar skorið er niður í endurhæfingu til þess eins að það taki þá sjúklinga lengri tíma að verða virkir á atvinnumarkaði aftur. Við þurfum m.ö.o. að heyra betri og faglegri rök fyrir byggingu nýs spítala en þau sem komið hafa fyrir sjónir almennings og ekki síður að breyta umræðunni frá því að vera tilfinningaþrungin og snúast alfarið um staðsetningu spítalans. Rökin ættu miklu frekar að lúta að fjárhagslegri arðsemi og hagkvæmni í rekstri, sem og bættri þjónustu við notendur. Höfundur býður sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem fram fer þann 24. nóvember nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Upplýsingagjöf til almennings um byggingu nýs spítala hefur verið í hálfgerðu skötulíki. Umræðan snýst einkum um staðsetningu og fyrirkomulag bygginga en lítið sem ekkert um arðsemi fjárfestingarinnar, sem hlýtur þó að skipta höfuðmáli þegar við erum að tala um ráðstöfun á opinberu fé. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðherra á Alþingi í síðustu viku er áætlaður byggingarkostnaður nýs spítala 60 milljarðar króna, þar af 7 milljarðar í tækjakaup sem færa má rök fyrir að þurfi að kaupa hvort sem er. Áætlaður sparnaður með nýjum spítala undir einu þaki er því metinn 3 milljarðar á ári og endurgreiðslutími þessarar fjárfestingar í kringum 20 ár. Samkvæmt þessum tölum nær arðsemi þessarar fjárfestingar ekki lágmarkskröfum um arðsemi fjármagns í dag. Arðsemiskrafan er í besta falli á núlli ef tekið er tillit til fjármagnskostnaðar. Enn síður er þetta arðbær fjárfesting ef horft er til þess að meðalyfirskot í raunkostnaði miðað við áætlanir hjá ríkinu er 75%. Þannig gætum við jafnvel átt von á því að kostnaðurinn við byggingu nýs spítala fari í 93 milljarða og endurgreiðslutíminn verði rúm 30 ár. Þá er arðsemin, að teknu tilliti fjármagnskostnaðar, orðin neikvæð. Útfrá sjórnahóli atvinnulífsins gengur þetta ekki upp. Hér er annað hvort á ferðinni léleg meðferð opinberra fjámuna eða slök upplýsingagjöf til almennings. Ef hið fyrra á við þarf að endurskoða áform um spítala með það fyrir augum að bæta arðsemi þessarar framkvæmdar. Í öllu falli hefur upplýsingagjöf til almennings í tengslum við þessa byggingu verið bæði ófagleg og yfirborðskennd. Líkt og allar aðrar fjárfestingar í atvinnulífinu þarf að vera hægt að réttlæta byggingu nýs spítala með hagræðingu og framleiðniaukningu. Þannig má t.d. réttlæta fjárfestingu í nýjum tækjum með auknum árangri í lækningum sem mælast t.d. í skemmri innlögnum eða auknum lífslíkum, svo dæmi séu tekin. Ef það er ekki hægt borgar sig hreinlega ekki að byggja nýjan spítala. Við höfum átt heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða og getum verið stolt af árangri okkar heilbrigðisstarfsfólks í baráttunni við hina ýmsu sjúkdóma, en nú er þetta kerfi okkar komið að þolmörkum. Tækjabúnaðurinn er úreltur og við erum auk þess farin að missa sérfæðiþekkingu úr landi. Niðurskurðurinn eftir hrun hefur ekki bara falist í fjársvelti til spítalans heldur fæst líka mun minna fyrir þær krónur sem úthlutað er til kaupa á lyfjum, rekstrarvörum og lækningatækjum eftir gjaldmiðilshrunið. Þá hefur niðurskurðurinn því miður heldur ekki alltaf hitt í mark þegar kostnaðurinn er t.d. færður til og vegur jafnvel þyngra þar sem hann kemur niður, líkt og þegar sjúklingar liggja inni á sjúkrahúsunum af því að langlegurými vantar eða þegar skorið er niður í endurhæfingu til þess eins að það taki þá sjúklinga lengri tíma að verða virkir á atvinnumarkaði aftur. Við þurfum m.ö.o. að heyra betri og faglegri rök fyrir byggingu nýs spítala en þau sem komið hafa fyrir sjónir almennings og ekki síður að breyta umræðunni frá því að vera tilfinningaþrungin og snúast alfarið um staðsetningu spítalans. Rökin ættu miklu frekar að lúta að fjárhagslegri arðsemi og hagkvæmni í rekstri, sem og bættri þjónustu við notendur. Höfundur býður sig fram í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem fram fer þann 24. nóvember nk.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun