Jólasveinarnir á fullu í desember tinnaros@frettabladid.is skrifar 22. nóvember 2012 10:00 Lengi að Þeir Magnús og Þorgeir eru búnir að þekkja Hurðaskelli og Stúf í rúm þrjátíu ár og skemmta sér alltaf mjög vel með þeim. Mynd/Einkaeign „Fyrstu heimsóknirnar verða núna um helgina svo þeir eru byrjaðir að detta niður úr Esjunni," segir Bendt Harðarson, umboðsmaður jólasveinanna og einn eigandi Jólasveinaþjónustunnar Skyrgáms. Bendt segir bræðurna þrettán afar upptekna á þessum tíma árs en aðspurður segir hann Skyrgám gera út yfir 300 jólasveina hver jól. „Heimsóknirnar eru færri þar sem þeir fara stundum nokkrir saman," segir hann. Aðfangadagur er þeirra annasamasti dagur og fóru Skyrgámur og félagar til að mynda á 60 staði þann 24. desember 2011. „Þetta er strembinn dagur og jólasveinarnir rétt ná heim í jólamatinn en þetta er jafnframt skemmtilegasti dagur ársins," segir Bendt. Jólasveinaþjónusta Skyrgáms hefur verið í samstarfi við jólasveinana í fimmtán ár og er því orðin sjóuð í bransanum. Félagarnir Magnús Ólafsson og Þorgeir Ástvaldsson eru einnig sjóaðir í jólasveinabransann, enda hafa þeir verið viðloðandi hann frá árinu 1981. „Við urðum góðir vinir Hurðaskellis og Stúfs þá og höfum lent í ýmsum ævintýrum með þeim síðan," segir Magnús og vill meina að börnin hafi ekki breyst mikið í gegnum árin en jólaböllin, og hugarfar foreldranna hafi breyst meira. „Börnin eru alltaf jafn skemmtileg, en áður fyrr var mikið um risastór jólaböll. Metnaðurinn fyrir þeim virðist hafa minnkað," segir Magnús. Þeir félagar fara um hvippinn og hvappinn á hverju ári til að skemmta börnum og alltaf hafa þeir nikkuna með í för. „Þetta er samt erfitt. Eitt árið ákváðum við að bæta fugladansinum inn í prógramið. Mér fannst það stórgóð hugmynd þar til ég þurfti að framkvæma hana. Þorgeir slapp vel því hann stóð uppi á sviði með nikkuna á meðan ég var dansandi útí sal. Svo vorum við jafnvel með nokkur böll í röð. Ég var alveg búinn á því eftir slíka daga, enda ekkert venjulega þungur," rifjar Magnús upp og hlær. „En það er svo gaman að skemmta börnunum. Þó þau togi í skeggið og klípi mann. Maður klípur þau þá bara til baka," bætir hann við. Jólafréttir Lífið Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Sjá meira
„Fyrstu heimsóknirnar verða núna um helgina svo þeir eru byrjaðir að detta niður úr Esjunni," segir Bendt Harðarson, umboðsmaður jólasveinanna og einn eigandi Jólasveinaþjónustunnar Skyrgáms. Bendt segir bræðurna þrettán afar upptekna á þessum tíma árs en aðspurður segir hann Skyrgám gera út yfir 300 jólasveina hver jól. „Heimsóknirnar eru færri þar sem þeir fara stundum nokkrir saman," segir hann. Aðfangadagur er þeirra annasamasti dagur og fóru Skyrgámur og félagar til að mynda á 60 staði þann 24. desember 2011. „Þetta er strembinn dagur og jólasveinarnir rétt ná heim í jólamatinn en þetta er jafnframt skemmtilegasti dagur ársins," segir Bendt. Jólasveinaþjónusta Skyrgáms hefur verið í samstarfi við jólasveinana í fimmtán ár og er því orðin sjóuð í bransanum. Félagarnir Magnús Ólafsson og Þorgeir Ástvaldsson eru einnig sjóaðir í jólasveinabransann, enda hafa þeir verið viðloðandi hann frá árinu 1981. „Við urðum góðir vinir Hurðaskellis og Stúfs þá og höfum lent í ýmsum ævintýrum með þeim síðan," segir Magnús og vill meina að börnin hafi ekki breyst mikið í gegnum árin en jólaböllin, og hugarfar foreldranna hafi breyst meira. „Börnin eru alltaf jafn skemmtileg, en áður fyrr var mikið um risastór jólaböll. Metnaðurinn fyrir þeim virðist hafa minnkað," segir Magnús. Þeir félagar fara um hvippinn og hvappinn á hverju ári til að skemmta börnum og alltaf hafa þeir nikkuna með í för. „Þetta er samt erfitt. Eitt árið ákváðum við að bæta fugladansinum inn í prógramið. Mér fannst það stórgóð hugmynd þar til ég þurfti að framkvæma hana. Þorgeir slapp vel því hann stóð uppi á sviði með nikkuna á meðan ég var dansandi útí sal. Svo vorum við jafnvel með nokkur böll í röð. Ég var alveg búinn á því eftir slíka daga, enda ekkert venjulega þungur," rifjar Magnús upp og hlær. „En það er svo gaman að skemmta börnunum. Þó þau togi í skeggið og klípi mann. Maður klípur þau þá bara til baka," bætir hann við.
Jólafréttir Lífið Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Sjá meira