Þriggja stoða lífeyriskerfi 22. nóvember 2012 06:00 Oft er rætt um nauðsyn þess að byggja lífeyriskerfi þjóða á þremur meginstoðum. Hér á landi hefur einmitt verið farin slík leið í öllum meginatriðum og á erlendum vettvangi er Ísland tekið sem dæmi um vel heppnaða uppbyggingu. Lífeyrissjóðir, almannatryggingar og frjáls sparnaður mynda þessar þrjár meginstoðir. Hver þeirra hefur sérstöku hlutverki að gegna. Engin ein stoðanna nær þeim markmiðum sem stefnt er að en séu þær allar til staðar má byggja öflugt lífeyriskerfi sem nær til allra. Meginmarkmiðið er að tryggja öllum viðunandi ellilífeyri auk þess sem lífeyriskerfin þurfa að veita áfallatryggingar vegna örorku og ótímabærs fráfalls. Hversu öflug lífeyriskerfi geta verið fer fyrst og fremst eftir efnahag hverrar þjóðar og hvort framsýni og fyrirhyggja ráða för. Öflugt atvinnulíf sem er undirstaða góðs efnahags hlýtur því ávallt að verða meginforsenda öflugs lífeyriskerfis. Framfærsla lífeyrisþega Hlutverk lífeyrissjóðanna í þessu samspili stoðanna þriggja er að annast að stærstum hluta framfærslu lífeyrisþega. Hér á landi hafa verið að byggjast upp sterkir lífeyrissjóðir sem nú þegar standa undir 58% af lífeyrisgreiðslum á móti almannatryggingum og þetta hlutfall fer hækkandi. Afar mikilvægt er að byggja upp lífeyrissjóðina vegna þess að útgreiðslur úr þeim byggja að meirihluta til á fjármagnstekjum. Sé það vanrækt hjá þjóð með þann metnað í lífeyrismálum sem við höfum á Íslandi má ætla að skattlagning á laun þyrfti í framtíðinni að nema yfir 25% til þess að fjármagna lífeyrisgreiðslur með samtíma skattgreiðslum. Hlutverk almannatrygginganna er að tryggja tiltekið lágmark lífeyris. Þar sem myndun lífeyrisréttinda í lífeyrissjóðum byggir á iðgjöldum af launum verða alltaf einhverjir einstaklingar sem ekki ná að afla sér ásættanlegra lífeyrisréttinda. Það verður alltaf drjúgur hópur sem af einhverjum ástæðum stendur utan vinnumarkaðar, tímabundið eða alfarið. Því verður alltaf þörf á greiðslum úr almannatryggingum en það gildir líka að geta samfélagsins til þess að standa undir myndarlegu lágmarki lífeyris fer eftir því hversu vel hefur tekist til við uppbyggingu lífeyrissjóðanna. Traust eignastaða Hlutverk hins frjálsa sparnaðar er að byggja upp eignastöðu. Langflest heimili vilja byggja upp trausta eignastöðu óháð lífeyrisréttindum. Að vissu leyti draga lífeyrissparnaður og almannatryggingar úr þörfinni fyrir sparnað og eignamyndun heimilanna. Traust eignastaða skapar engu að síður mikið öryggi á allri lífsleiðinni og möguleika til að verjast áföllum sem á geta dunið og hafa ekkert með lífeyristryggingar að gera. Stærsti hluti frjálsrar eignamyndunar hjá heimilunum í landinu er í íbúðarhúsnæði en flestum okkar þykir eftirsóknarvert að eignast þak yfir höfuðið. Til viðbótar eru svo ýmis konar almennur sparnaður og eignarhlutir í fyrirtækjum. Hinn frjálsi sparnaður og eignamyndun gefur fólki aukinn sveigjanleika og valmöguleika þegar líður á ævina. Margir nýta eignalega stöðu sína til að koma sér vel fyrir í ellinni með kaupum á viðeigandi húsnæði. Allar þrjár stoðirnar þurfa að vinna vel saman til að skapa heild þar sem búið er að lífeyrisþegum með sóma og af metnaði. Sífelld þörf er á umræðu um lífeyrismál til þess að vega og meta árangur þess fyrirkomulags sem við höfum valið. Breytingar þurfa að vera yfirvegaðar og treysta lífeyriskerfið til lengri tíma. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki skipta miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Oft er rætt um nauðsyn þess að byggja lífeyriskerfi þjóða á þremur meginstoðum. Hér á landi hefur einmitt verið farin slík leið í öllum meginatriðum og á erlendum vettvangi er Ísland tekið sem dæmi um vel heppnaða uppbyggingu. Lífeyrissjóðir, almannatryggingar og frjáls sparnaður mynda þessar þrjár meginstoðir. Hver þeirra hefur sérstöku hlutverki að gegna. Engin ein stoðanna nær þeim markmiðum sem stefnt er að en séu þær allar til staðar má byggja öflugt lífeyriskerfi sem nær til allra. Meginmarkmiðið er að tryggja öllum viðunandi ellilífeyri auk þess sem lífeyriskerfin þurfa að veita áfallatryggingar vegna örorku og ótímabærs fráfalls. Hversu öflug lífeyriskerfi geta verið fer fyrst og fremst eftir efnahag hverrar þjóðar og hvort framsýni og fyrirhyggja ráða för. Öflugt atvinnulíf sem er undirstaða góðs efnahags hlýtur því ávallt að verða meginforsenda öflugs lífeyriskerfis. Framfærsla lífeyrisþega Hlutverk lífeyrissjóðanna í þessu samspili stoðanna þriggja er að annast að stærstum hluta framfærslu lífeyrisþega. Hér á landi hafa verið að byggjast upp sterkir lífeyrissjóðir sem nú þegar standa undir 58% af lífeyrisgreiðslum á móti almannatryggingum og þetta hlutfall fer hækkandi. Afar mikilvægt er að byggja upp lífeyrissjóðina vegna þess að útgreiðslur úr þeim byggja að meirihluta til á fjármagnstekjum. Sé það vanrækt hjá þjóð með þann metnað í lífeyrismálum sem við höfum á Íslandi má ætla að skattlagning á laun þyrfti í framtíðinni að nema yfir 25% til þess að fjármagna lífeyrisgreiðslur með samtíma skattgreiðslum. Hlutverk almannatrygginganna er að tryggja tiltekið lágmark lífeyris. Þar sem myndun lífeyrisréttinda í lífeyrissjóðum byggir á iðgjöldum af launum verða alltaf einhverjir einstaklingar sem ekki ná að afla sér ásættanlegra lífeyrisréttinda. Það verður alltaf drjúgur hópur sem af einhverjum ástæðum stendur utan vinnumarkaðar, tímabundið eða alfarið. Því verður alltaf þörf á greiðslum úr almannatryggingum en það gildir líka að geta samfélagsins til þess að standa undir myndarlegu lágmarki lífeyris fer eftir því hversu vel hefur tekist til við uppbyggingu lífeyrissjóðanna. Traust eignastaða Hlutverk hins frjálsa sparnaðar er að byggja upp eignastöðu. Langflest heimili vilja byggja upp trausta eignastöðu óháð lífeyrisréttindum. Að vissu leyti draga lífeyrissparnaður og almannatryggingar úr þörfinni fyrir sparnað og eignamyndun heimilanna. Traust eignastaða skapar engu að síður mikið öryggi á allri lífsleiðinni og möguleika til að verjast áföllum sem á geta dunið og hafa ekkert með lífeyristryggingar að gera. Stærsti hluti frjálsrar eignamyndunar hjá heimilunum í landinu er í íbúðarhúsnæði en flestum okkar þykir eftirsóknarvert að eignast þak yfir höfuðið. Til viðbótar eru svo ýmis konar almennur sparnaður og eignarhlutir í fyrirtækjum. Hinn frjálsi sparnaður og eignamyndun gefur fólki aukinn sveigjanleika og valmöguleika þegar líður á ævina. Margir nýta eignalega stöðu sína til að koma sér vel fyrir í ellinni með kaupum á viðeigandi húsnæði. Allar þrjár stoðirnar þurfa að vinna vel saman til að skapa heild þar sem búið er að lífeyrisþegum með sóma og af metnaði. Sífelld þörf er á umræðu um lífeyrismál til þess að vega og meta árangur þess fyrirkomulags sem við höfum valið. Breytingar þurfa að vera yfirvegaðar og treysta lífeyriskerfið til lengri tíma. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki skipta miklu máli.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun