
Svo fáir voru þeir…
Af þeim fáu, sem tjáð hafa sig með skiljanlegum rökum þykir mér einkum og sér í lagi rík ástæða til þess að svara þeim Karli Sigfússyni og Guðmundi Andra Thorssyni. Þeim þakka ég. Ánægjulegt að eiga við þá orðastað.
Hrunið og aldurshóparnir
Í grein sinni sýnir Karl skilmerkilega hvernig hrunið hefur leikið ýmsa aldurshópa þegar einvörðungu er skoðuð bókfærð eignastaða þeirra. Þar kemur m.a. fram, að eignastöðu ungs fólks hefur hrakað meira en eignastöðu eldra fólks skv. skattframtölum meðan eignaverð hefur haldist óbreytt og nettóeignin því farið minnkandi – og jafnvel orðið minni en engin. Allt er það rétt og satt. Ástæðan? Hún er einfaldlega sú, að ungt fólk í blóma lífsins skuldaði meira en gamla fólkið á sínu ævikvöldi. Þegar bókfærðar skuldir jukust vegna hruns ónýtrar myntar hækkuðu bókfærðar skuldir í hrunkrónunni mest hjá þeim sem mest skulduðu – en minna hjá hinum sem höfðu að mestu greitt sínar skuldir á langri ævi. Niðurstaðan hefur óhjákvæmilega orðið sú, að eignastaða ungs fólks hefur versnað en sýnist hafa batnað hjá gamla fólkinu – en mæld í miklu verðminni krónum en var fyrir hrun.
Mæld í nær ónýtri mynt. Þegar prósentureikningur er svo brúkaður virðast eignir eldra fólks vera orðnar stærri hluti heildarbókfærðra eigna en áður var. Karl lætur í það skína, að þarna hafi eignir verið fluttar frá ungu fólki til þeirra eldri. Slíkt er fjarstæða. Enginn slíkur eignaflutningur hefur átt sér stað milli kynslóða. „Prósentan er vond fyrir bændur", sagði Sveinn gamli þingmaður í Firði. Góður verkfræðingur má ekki teygja prósentureikninginn langt út yfir rifmörk.
Áhrifin á lífeyrisréttinn
Einna stærstur hluti eigna eldri kynslóðarinnar er lífeyrisrétturinn. Hann er ekki bókfærður hjá ríkisskattstjóra. Hversu mikil eignaskerðing varð á þeim rétti vegna hrunsins? Hversu mikilli tekjuskerðingu hefur sú eignaskerðing valdið gömlu fólki nú þegar – og hversu mikil á hún eftir að verða? Hversu stór hópur eldra – og yngra – fólks hefur tapað öllum sparnaði sínum vegna hruns peningamarkaðssjóðanna og hverjir stjórnuðu þeim? Hve margt fólk í sjávarbyggðunum kringum landið situr nú uppi eignalaust eða eignalítið vegna brasks nokkurra einstaklinga með sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar? Telst það ekki vera „forsendubrestur"? Á unga kynslóðin þá að bæta hinni eldri tjónið – nú eða höfuðborgarbúar eignatap fólks sjávarbyggðanna? Ef ekki á þá eldri kynslóðin frekar að bæta tjón þeirra yngri eða íbúar Raufarhafna þessa lands íbúum á höfuðborgarsvæðinu sinn „forsendubrest"?
Allir urðu fyrir tjóni
Við skulum kalla hrunið hrun en ekki „svokallað hrun" eða „forsendubrest". Hrunið hefur valdið öllum íbúum þessa lands gífurlegu tjóni, bæði ungum og gömlum. Unga fólkið á sér þó tækifærin fram undan. Það á lífið fram undan með öllum sínum möguleikum til sóknar til betri lífskjara og ugglaust mun sú barátta skila árangri. Hún er nú þegar farin að gera það. Gamla fólkið á lífið að baki. Engin ný tækifæri bíða þess – hvorki hér á landi né annars staðar. Það verður einfaldlega að taka því sem á það hrynur eins og hverju öðru hundsbiti. Getur það virkilega verið að fólk eins og Karl Sigfússon og Guðmundur Andri Thorsson ætlist til þess að yngra fólki sé bættur skaði þess með því að skerða enn frekar en orðið er lífeyrisréttindi „afa og ömmu"?
Viðbrögð hinna sjálfhverfu
„Sjálfhverfa kynslóðin" er ekki samnefni „hrunkynslóðar". Sjálfhverft er fólkið af því það er stöðugt talandi um eigin hag og eigin vandamál en lætur sig aðra litlu varða. Á þessu vildi ég vekja athygli, um þetta vildi ég tala og hef gert. Fyrir það dynja nú á mér skammirnar. Frá hverjum? Frá þessu hinu sama fólki. Ég bjóst við því. Ég er ekkert hræddur við það. Mér þykir tjáningarréttur minn vera meira virði.
En Karl Sigfússon og Guðmundur Andri. Hafið þið þökk fyrir ykkar skrif. Þau voru efnisleg og málefnaleg. Tveir einstaklingar af öllum þessum fjölda. Svo fáir voru þeir.
Skoðun

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar