Erlent

Hamas setur skilyrði

gudsteinn@frettabladid.is skrifar
Fjölskylda borin til grafar Íbúar í Gasaborg bera til grafar fjögur börn og fleira fólk úr sömu fjölskyldunni, sem lét lífið í loftárás á heimili hennar á sunnudag.Fréttablaðið/AP
Fjölskylda borin til grafar Íbúar í Gasaborg bera til grafar fjögur börn og fleira fólk úr sömu fjölskyldunni, sem lét lífið í loftárás á heimili hennar á sunnudag.Fréttablaðið/AP
Seint í kvöld höfðu loftárásir Ísraela á Gasasvæðið síðan á miðvikudag kostað nærri hundrað manns lífið. Um 50 þeirra voru almennir borgarar, þar á meðal tugir barna.

Egyptar hafa reynt að miðla málum í von um að Ísraelsmenn og Palestínumenn fallist á vopnahlé. Litlar líkur virðast þó á að það takist.

Ísraelar setja það skilyrði að Palestínumenn hætti að skjóta flugskeytum yfir til Ísraels, en Hamas-samtökin á Gasasvæðinu settu á móti það skilyrði að Ísraelar afléttu hernámi sínu á Gasaströnd.

Ísraelsher segir að undanfarna fimm daga hafi nærri 900 sprengjuflaugum verið skotið frá Gasa yfir landamærin til Ísraels. Eldflaugavarnarkerfi Ísraels hafi stöðvað rúmlega 300 þeirra.

Í gær hófust einnig árásir tölvuþrjóta víða um heim á ísraelskar netsíður, eftir að samtökin Anonymous hvöttu til slíkra árása.

Alls töldu ísraelskir embættismenn að árásirnar skiptu tugum milljóna og afleiðingarnar voru þær að hundruð ísraelskra vefsíðna lágu niðri.

„Þetta er fordæmalaus árás," hafði franska fréttastofan AFP eftir Yuval Steinitz, fjármálaráðherra Ísraels.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×