Skipulag í Reykjavík Páll Hjaltason og Hjálmar Sveinsson skrifar 13. nóvember 2012 06:00 Síðastliðinn fimmtudag skrifaði Arna Mathiesen arkitekt grein í Fréttablaðið um skipulagsmál og spurði skipulagsyfirvöld í Reykjavík nokkurra spurninga. Áhugi Örnu á skipulagsmálum í Reykjavík er lofsverður. Okkur er bæði ljúft og skylt að bregðast við. Einn mikilvægasti þátturinn í nýju Aðalskipulagi Reykjavíkur er að leiðrétta misræmið sem er á milli austurhluta borgarinnar, þar sem flestir búa, og vesturborgarinnar, þar sem flestir vinna. Þetta ójafnvægi hefur í för með sér mikið umferðarálag kvölds og morgna þar sem umferðin fer að mestu í aðra átt og nýtir gatnakerfið því illa. Lausnin er einföld, fjölga íbúðahúsnæði í vesturhlutanum og falla frá uppbyggingu nýrra úthverfa í austurborginni. Eitt mikilvægasta leiðarstefið í nýju Aðalskipulagi er félagsleg blöndun. Uppbygging við Gömlu Höfnina er einungis lítill hluti af þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð er í vesturhluta borgarinnar. Áhersla á litlar íbúðir útilokar ekki að stærri íbúðir verði byggðar. Þó er ljóst að mesta þörfin núna er á litlum íbúðum miðsvæðis. Borgaryfirvöld verða að bregðast við því. Það er ekki stefnt að því að byggja á útivistarsvæðum borgarinnar, svo sem gömlum gæsluvöllum. Þétting byggðarinnar er hugsuð á óbyggðum lóðum og því borgarlandi sem er illa nýtt, svo sem veghelgunarsvæðum, bílastæðum og gömlum athafnasvæðum. Engin ný úthverfi verða byggð í Reykjavík sem íbúabyggð. Vissulega verður áfram gert ráð fyrir plássfreku athafnasvæði austan við íbúasvæðið, á Esjumelum, Álfsnesi og Hólmsheiði. Uppbygging atvinnuhúsnæðis í austurbænum styður markmið aðalskipulagsins um að dreifa umferðarálagi. Skipulag Austurhafnarinnar við Hörpu liggur fyrir. Ein af forsendum fyrir rekstri ráðstefnuhluta hússins er að við hlið þess verði byggt hótel, rekið undir alþjóðlegu vörumerki. Það er mikilvægt að koma rekstri Hörpunnar í gott horf og óþarfi að óttast að þetta glæsilega hús hverfi úr bæjarmyndinni þó að byggt verði vestan við það. Í vetur verður unnið Hverfisskipulag fyrir 8 borgarhluta Reykjavíkur þar sem mikil áhersla verður lögð á samráð og kynningar. Þá mun öllum borgarbúum gefast tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum er varða framtíð síns hverfis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Tengdar fréttir Að stjórna skipulagi Fagna ber nýlegum pistli ráðamanns hjá Reykjavíkurborg um góð tengsl borgar og sjávar. Gott ef Geirsgata verður gerð að borgargötu og bílum þannig verði gert minna hátt undir höfði í borgarmyndinni. Tilvísun í skala gamla bæjarins fyrir nýbyggingar, og endurnýting gamalla bygginga í miðbænum er til fyrirmyndar. 8. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag skrifaði Arna Mathiesen arkitekt grein í Fréttablaðið um skipulagsmál og spurði skipulagsyfirvöld í Reykjavík nokkurra spurninga. Áhugi Örnu á skipulagsmálum í Reykjavík er lofsverður. Okkur er bæði ljúft og skylt að bregðast við. Einn mikilvægasti þátturinn í nýju Aðalskipulagi Reykjavíkur er að leiðrétta misræmið sem er á milli austurhluta borgarinnar, þar sem flestir búa, og vesturborgarinnar, þar sem flestir vinna. Þetta ójafnvægi hefur í för með sér mikið umferðarálag kvölds og morgna þar sem umferðin fer að mestu í aðra átt og nýtir gatnakerfið því illa. Lausnin er einföld, fjölga íbúðahúsnæði í vesturhlutanum og falla frá uppbyggingu nýrra úthverfa í austurborginni. Eitt mikilvægasta leiðarstefið í nýju Aðalskipulagi er félagsleg blöndun. Uppbygging við Gömlu Höfnina er einungis lítill hluti af þeirri uppbyggingu sem fyrirhuguð er í vesturhluta borgarinnar. Áhersla á litlar íbúðir útilokar ekki að stærri íbúðir verði byggðar. Þó er ljóst að mesta þörfin núna er á litlum íbúðum miðsvæðis. Borgaryfirvöld verða að bregðast við því. Það er ekki stefnt að því að byggja á útivistarsvæðum borgarinnar, svo sem gömlum gæsluvöllum. Þétting byggðarinnar er hugsuð á óbyggðum lóðum og því borgarlandi sem er illa nýtt, svo sem veghelgunarsvæðum, bílastæðum og gömlum athafnasvæðum. Engin ný úthverfi verða byggð í Reykjavík sem íbúabyggð. Vissulega verður áfram gert ráð fyrir plássfreku athafnasvæði austan við íbúasvæðið, á Esjumelum, Álfsnesi og Hólmsheiði. Uppbygging atvinnuhúsnæðis í austurbænum styður markmið aðalskipulagsins um að dreifa umferðarálagi. Skipulag Austurhafnarinnar við Hörpu liggur fyrir. Ein af forsendum fyrir rekstri ráðstefnuhluta hússins er að við hlið þess verði byggt hótel, rekið undir alþjóðlegu vörumerki. Það er mikilvægt að koma rekstri Hörpunnar í gott horf og óþarfi að óttast að þetta glæsilega hús hverfi úr bæjarmyndinni þó að byggt verði vestan við það. Í vetur verður unnið Hverfisskipulag fyrir 8 borgarhluta Reykjavíkur þar sem mikil áhersla verður lögð á samráð og kynningar. Þá mun öllum borgarbúum gefast tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum er varða framtíð síns hverfis.
Að stjórna skipulagi Fagna ber nýlegum pistli ráðamanns hjá Reykjavíkurborg um góð tengsl borgar og sjávar. Gott ef Geirsgata verður gerð að borgargötu og bílum þannig verði gert minna hátt undir höfði í borgarmyndinni. Tilvísun í skala gamla bæjarins fyrir nýbyggingar, og endurnýting gamalla bygginga í miðbænum er til fyrirmyndar. 8. nóvember 2012 06:00
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun