Áskorun til borgarstjóra frá BIN hópnum BIN-hópurinn skrifar 10. nóvember 2012 06:00 Fyrir einhverja lukku og hendingu eiga Íslendingar ótrúlega gott og glæsilegt safn sögulegra húsa á þrjá vegu við Ingólfstorg í höfuðborg sinni, Reykjavík. Þau eru í fjölskyldu með öðrum húsum neðst við Vesturgötu og í sunnanverðu Aðalstræti en hefur ekki verið sýnd sams konar ræktarsemi og þeim og njóta sín því ekki. Loksins hyggjast þó borgaryfirvöld í Reykjavík kannast við tilverurétt hinna verðmætu og virðulegu húsa við Ingólfstorg en hafa tekið alranga stefnu. Innan um hin öldnu hús skulu reistar nýbyggingar, miklu hærri og efnislega gjörólíkar. Hér er valin sú ófæra leið málamiðlunar að láta gamalt standa en leyfa þó nýtt og framandi á sama stað, ofan í og upp að gömlu húsunum þannig að þau fá ekki notið sín. Við skorum á borgarstjóra að koma í veg fyrir þessar nýbyggingar og leyfa gömlu húsunum við Ingólfstorg að standa með reisn á sama hátt og gömlu húsin við Vesturgötu og Aðalstræti. Þá munu gestir og gangandi dásama húsin og borgin hljóta lof. Við minnum á nýleg sjónarmið spænskra arkitekta um að miðbær Reykjavíkur sé menningararfur á heimsvísu. En borgaryfirvöld eru líka á villigötum að því leyti að þau hafa í hyggju að skerða helsta torg borgarinnar, Ingólfstorg, að miklum mun. Á drjúgum hluta þess, hinum sólríkasta, skal reist nýtt hús, svonefnt Menningarhús, sem skyggir á þá sögulegu byggð sem fyrir er. Núverandi Ingólfstorg má auðveldlega lagfæra og gera vistlegt augnayndi, ekki síst með því að fá húsunum sem þar eru gamalt og glæsilegt horf. Þá vekur furðu hvernig borgaryfirvöld hyggjast fallast á að þrengt verði að Alþingi Íslendinga í Kirkjustræti. Þar skal verða aðalaðkoma að stóru og miklu hóteli sem hið viðkvæma svæði ber engan veginn. Alþingi er sett skör neðar en hótelið í virðingarstiga. Borgaryfirvöld munu líta svo á að þeim sé nauðugur einn kostur að þóknast eiganda húsa og lóða milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis, leyfa honum að gjörnýta rétt sem hann telur sig eiga samkvæmt deiliskipulagi. Við minnum á að það kveður ekki á um rétt til að sameina lóðir né að afhenda spildur sem borgin á þarna sjálf og fylla þær með byggingum. Deiliskipulagið er annars löngu úrelt og stríðir með öllu gegn almennum viðhorfum. Við það ber borgaryfirvöldum að miða og leita allra leiða til samninga til þess að koma í veg fyrir óhappaverk eða ella mæta lóðahafa fyrir dómstólum og láta reyna á rétt hans. Það stríðir gegn réttlætiskennd og siðferðisvitund að einstaklingur í gróðahuga skuli geta náð kverkataki á yfirvöldum vegna úrelts skipulags, leyfist þannig að reisa byggingar með auknu skuggavarpi í óþökk svo margra og komist jafnvel upp með að rífa hinn sögufræga Nasasal sem hefur reynst svo mikilvægur fyrir félags- og tónlistarlíf borgarbúa. Borgaryfirvöld mega ekki sætta sig við þetta og hljóta að losa sig undan slíku taki með tiltækum ráðum. Við skorum á borgarstjóra að leita samstarfs við Alþingi um að finna lausn á málinu með því m.a. að tryggja lóðahafa góða lóð undir hótel á öðrum stað og fá hann ofan af byggingaráformum sem mæta mikilli andúð og andstöðu. Björn B. Björnsson, Edda Jónasdóttir, Eiríkur G. Guðmundsson, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Halla Bogadóttir, Helgi Þorláksson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Ragnheiður Þorláksdóttir, Rúnar Sigurðsson, Samúel Samúelsson, Sigrún Björnsdóttir og Þóra Andrésdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Fyrir einhverja lukku og hendingu eiga Íslendingar ótrúlega gott og glæsilegt safn sögulegra húsa á þrjá vegu við Ingólfstorg í höfuðborg sinni, Reykjavík. Þau eru í fjölskyldu með öðrum húsum neðst við Vesturgötu og í sunnanverðu Aðalstræti en hefur ekki verið sýnd sams konar ræktarsemi og þeim og njóta sín því ekki. Loksins hyggjast þó borgaryfirvöld í Reykjavík kannast við tilverurétt hinna verðmætu og virðulegu húsa við Ingólfstorg en hafa tekið alranga stefnu. Innan um hin öldnu hús skulu reistar nýbyggingar, miklu hærri og efnislega gjörólíkar. Hér er valin sú ófæra leið málamiðlunar að láta gamalt standa en leyfa þó nýtt og framandi á sama stað, ofan í og upp að gömlu húsunum þannig að þau fá ekki notið sín. Við skorum á borgarstjóra að koma í veg fyrir þessar nýbyggingar og leyfa gömlu húsunum við Ingólfstorg að standa með reisn á sama hátt og gömlu húsin við Vesturgötu og Aðalstræti. Þá munu gestir og gangandi dásama húsin og borgin hljóta lof. Við minnum á nýleg sjónarmið spænskra arkitekta um að miðbær Reykjavíkur sé menningararfur á heimsvísu. En borgaryfirvöld eru líka á villigötum að því leyti að þau hafa í hyggju að skerða helsta torg borgarinnar, Ingólfstorg, að miklum mun. Á drjúgum hluta þess, hinum sólríkasta, skal reist nýtt hús, svonefnt Menningarhús, sem skyggir á þá sögulegu byggð sem fyrir er. Núverandi Ingólfstorg má auðveldlega lagfæra og gera vistlegt augnayndi, ekki síst með því að fá húsunum sem þar eru gamalt og glæsilegt horf. Þá vekur furðu hvernig borgaryfirvöld hyggjast fallast á að þrengt verði að Alþingi Íslendinga í Kirkjustræti. Þar skal verða aðalaðkoma að stóru og miklu hóteli sem hið viðkvæma svæði ber engan veginn. Alþingi er sett skör neðar en hótelið í virðingarstiga. Borgaryfirvöld munu líta svo á að þeim sé nauðugur einn kostur að þóknast eiganda húsa og lóða milli Ingólfstorgs og Kirkjustrætis, leyfa honum að gjörnýta rétt sem hann telur sig eiga samkvæmt deiliskipulagi. Við minnum á að það kveður ekki á um rétt til að sameina lóðir né að afhenda spildur sem borgin á þarna sjálf og fylla þær með byggingum. Deiliskipulagið er annars löngu úrelt og stríðir með öllu gegn almennum viðhorfum. Við það ber borgaryfirvöldum að miða og leita allra leiða til samninga til þess að koma í veg fyrir óhappaverk eða ella mæta lóðahafa fyrir dómstólum og láta reyna á rétt hans. Það stríðir gegn réttlætiskennd og siðferðisvitund að einstaklingur í gróðahuga skuli geta náð kverkataki á yfirvöldum vegna úrelts skipulags, leyfist þannig að reisa byggingar með auknu skuggavarpi í óþökk svo margra og komist jafnvel upp með að rífa hinn sögufræga Nasasal sem hefur reynst svo mikilvægur fyrir félags- og tónlistarlíf borgarbúa. Borgaryfirvöld mega ekki sætta sig við þetta og hljóta að losa sig undan slíku taki með tiltækum ráðum. Við skorum á borgarstjóra að leita samstarfs við Alþingi um að finna lausn á málinu með því m.a. að tryggja lóðahafa góða lóð undir hótel á öðrum stað og fá hann ofan af byggingaráformum sem mæta mikilli andúð og andstöðu. Björn B. Björnsson, Edda Jónasdóttir, Eiríkur G. Guðmundsson, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Halla Bogadóttir, Helgi Þorláksson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Ragnheiður Þorláksdóttir, Rúnar Sigurðsson, Samúel Samúelsson, Sigrún Björnsdóttir og Þóra Andrésdóttir
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar