Fjárfesting til framtíðar Kristín Ingólfsdóttir skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Þau ánægjulegu tíðindi bárust í byrjun október að Háskóli Íslands hefði færst ofar á lista Times Higher Education yfir fremstu háskóla í heimi. Skólinn er nú í 271. sæti. Um 17.000 háskólar eru starfandi í heiminum og er Háskóla Íslands skipað í hóp þeirra tveggja prósenta háskóla sem fá hæstu einkunn. Þetta er stórkostlegur árangur fyrir 320.000 manna þjóð. Árangur Háskóla Íslands er glöggur vitnisburður um faglegan metnað og ósérhlífni starfsfólks og nemenda og til vitnis um styrk mikilvægra samstarfsaðila skólans. Það er hins vegar mikilvægt að átta sig á því að röðun Times Higher Education byggir á gögnum undangenginna ára. Áhrifa niðurskurðarins í kjölfar efnahagshrunsins gætir því aðeins að litlu leyti í mati ársins 2012. Nú þegar eru hins vegar að koma í ljós skýr merki um áhrif niðurskurðarins á starf háskólans. Ef ekki er horfst í augu við hættuna getur markvisst uppbyggingarstarf undangenginna ára skaðast. Í allri umræðu um framtíðarmöguleika og framtíðarvelsæld Íslands kemur fram skýr þverpólitískur skilningur á því að uppbygging og fjárfesting í háskólastarfi er lykilatriði. Það er því afar brýnt að þessi skilningur birtist í verki, meðal annars í afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2013. Vitaskuld er ljóst að Ísland hefur minna umleikis en á árunum fyrir hrun, en þeim mun brýnna er að forgangsröðunin tryggi að við sköpum grundvöll fyrir nýja verðmætasköpun. Háskóli Íslands brást skjótt við áskorun stjórnvalda um að opna dyr sínar fyrir stórum hópi ungs fólks sem missti vinnuna í kjölfar hrunsins. Á tímabilinu 2008–2012 hefur ársnemendum (nemendum í fullu námi) við skólann fjölgað um 1.430, eða um 18%. Þetta samsvarar um 2/3 af heildarfjölda nemenda við Háskólann í Reykjavík eða samanlögðum fjölda nemenda við Háskólann á Akureyri og á Hólum. Að óbreyttu blasir við að um 600 nemendur stundi nám í Háskóla Íslands án þess að hið opinbera greiði fyrir kennsluna. Opinber framlög til Háskóla Íslands í heild hafa lækkað um 18% að raungildi frá hruni. Þá er ekki talið með að niður féll áformuð tveggja milljarða króna skuldbinding af hálfu ríkisins samkvæmt sérstökum árangurstengdum samningi um kennslu og rannsóknir. Íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum miklar hremmingar og full þörf verið á að allir legðust fast á árarnar. Það hefur háskólafólk sannarlega gert og í mótlætinu náð nýjum áföngum og skilað meiri árangri. En þannig getum við ekki unnið til lengdar. Nú verður að horfa til framtíðar. Ef ekki verður hafist handa um aukna fjárfestingu í háskólastarfi er raunveruleg hætta á að Háskóli Íslands missi sitt besta starfsfólk og nái ekki að endurnýja kraftana vegna bágra launakjara og aðbúnaðar. Háskóli Íslands hefur sýnt í verki að hann er reiðubúinn að axla ábyrgð við uppbyggingu íslensks efnahags- og atvinnulífs til framtíðar. Á ögurstundu hefur starfsfólk hans axlað byrðarnar með samfélaginu og í raun unnið þrekvirki. Dýrmætasta framlag Háskóla Íslands til samfélagsins er að hvika ekki frá settu marki heldur stefna áfram að afburðaárangri í menntun, vísindum og nýsköpun. Framlag íslensks samfélags til Háskóla Íslands er fjárfesting til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Þau ánægjulegu tíðindi bárust í byrjun október að Háskóli Íslands hefði færst ofar á lista Times Higher Education yfir fremstu háskóla í heimi. Skólinn er nú í 271. sæti. Um 17.000 háskólar eru starfandi í heiminum og er Háskóla Íslands skipað í hóp þeirra tveggja prósenta háskóla sem fá hæstu einkunn. Þetta er stórkostlegur árangur fyrir 320.000 manna þjóð. Árangur Háskóla Íslands er glöggur vitnisburður um faglegan metnað og ósérhlífni starfsfólks og nemenda og til vitnis um styrk mikilvægra samstarfsaðila skólans. Það er hins vegar mikilvægt að átta sig á því að röðun Times Higher Education byggir á gögnum undangenginna ára. Áhrifa niðurskurðarins í kjölfar efnahagshrunsins gætir því aðeins að litlu leyti í mati ársins 2012. Nú þegar eru hins vegar að koma í ljós skýr merki um áhrif niðurskurðarins á starf háskólans. Ef ekki er horfst í augu við hættuna getur markvisst uppbyggingarstarf undangenginna ára skaðast. Í allri umræðu um framtíðarmöguleika og framtíðarvelsæld Íslands kemur fram skýr þverpólitískur skilningur á því að uppbygging og fjárfesting í háskólastarfi er lykilatriði. Það er því afar brýnt að þessi skilningur birtist í verki, meðal annars í afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2013. Vitaskuld er ljóst að Ísland hefur minna umleikis en á árunum fyrir hrun, en þeim mun brýnna er að forgangsröðunin tryggi að við sköpum grundvöll fyrir nýja verðmætasköpun. Háskóli Íslands brást skjótt við áskorun stjórnvalda um að opna dyr sínar fyrir stórum hópi ungs fólks sem missti vinnuna í kjölfar hrunsins. Á tímabilinu 2008–2012 hefur ársnemendum (nemendum í fullu námi) við skólann fjölgað um 1.430, eða um 18%. Þetta samsvarar um 2/3 af heildarfjölda nemenda við Háskólann í Reykjavík eða samanlögðum fjölda nemenda við Háskólann á Akureyri og á Hólum. Að óbreyttu blasir við að um 600 nemendur stundi nám í Háskóla Íslands án þess að hið opinbera greiði fyrir kennsluna. Opinber framlög til Háskóla Íslands í heild hafa lækkað um 18% að raungildi frá hruni. Þá er ekki talið með að niður féll áformuð tveggja milljarða króna skuldbinding af hálfu ríkisins samkvæmt sérstökum árangurstengdum samningi um kennslu og rannsóknir. Íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum miklar hremmingar og full þörf verið á að allir legðust fast á árarnar. Það hefur háskólafólk sannarlega gert og í mótlætinu náð nýjum áföngum og skilað meiri árangri. En þannig getum við ekki unnið til lengdar. Nú verður að horfa til framtíðar. Ef ekki verður hafist handa um aukna fjárfestingu í háskólastarfi er raunveruleg hætta á að Háskóli Íslands missi sitt besta starfsfólk og nái ekki að endurnýja kraftana vegna bágra launakjara og aðbúnaðar. Háskóli Íslands hefur sýnt í verki að hann er reiðubúinn að axla ábyrgð við uppbyggingu íslensks efnahags- og atvinnulífs til framtíðar. Á ögurstundu hefur starfsfólk hans axlað byrðarnar með samfélaginu og í raun unnið þrekvirki. Dýrmætasta framlag Háskóla Íslands til samfélagsins er að hvika ekki frá settu marki heldur stefna áfram að afburðaárangri í menntun, vísindum og nýsköpun. Framlag íslensks samfélags til Háskóla Íslands er fjárfesting til framtíðar.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun