Tuttugu milljarða hagnaður frá árinu 2009 Þórður skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Samherji keypti Útgerðarfélag Akureyrar af Brimi í fyrra fyrir 16,6 milljarða króna. Hér sjást Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi Brims, greina starfsfólki frá breytingunum í fyrravor.fréttablaðið/heiða Samherji og dótturfélög högnuðust um 8,8 milljarða króna á árinu 2011. Hagnaður fyrir afskriftir og skatta (EBITDA) var 18,1 milljarður króna og velta samstæðunnar var 79,5 milljarðar króna. Þetta er besta afkoma Samherja frá upphafi samkvæmt uppgjörstilkynningu á heimasíðu Samherja sem birt var í gær. Samtals hagnaðist Samherja-samstæðan um 20,2 milljarða króna á árunum 2009 til 2011, en hún starfar í alls tíu mismunandi löndum. Alls eru rúmlega 60 prósent af starfsemi Samherja erlendis. Hagnaður samstæðunnar fyrir afborganir lána og skatta (EBITDA) var 18,1 milljarður króna og jókst um 586 milljónir króna á milli ára. Samherji greiddi um 400 milljónir króna í veiðigjald til ríkissjóðs í fyrra, eða 2,2 prósent af EBITDA-hagnaði sínum. Í tilkynningunni segir að áætlanir geri ráð fyrir að veiðigjaldið verði 1,4 milljarðar króna í ár. Virði eigna Samherja hefur aukist mikið á undanförnum árum. Í árslok 2009 var virði þeirra um 64,5 milljarðar króna. Um síðustu áramót var það orðið 108,6 milljarðar króna. Aukning er um 40 prósent á tveimur árum. Eignir Samherja jukust um 26 milljarða króna á síðasta ári. Þar munar mestu um kaup á Útgerðarfélagi Akureyrar (ÚA) sem Samherji greiddi 14,3 milljarða króna fyrir. Skuldir Samherjasamstæðunnar voru 71 milljarður króna í lok síðasta árs. Þar af voru skuldir við íslenskar lánastofnanir samtals 46,5 milljarðar króna. Í tilkynningunni kemur fram að það sem af er árinu 2012 hafi þær verið greiddar niður um sex milljarða króna. Þar segir einnig að Samherji hafi hvorki fengið niðurfellingu né endurútreikning af nokkru láni og haft er eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra og eins aðaleiganda Samherja, að samstæðan hafi heldur ekki farið fram á að lánaskilmálar nokkurs láns sem Samherji er með verði dæmdir ólöglegir. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands framkvæmdi húsleitir hjá Samherja í mars á þessu ári vegna gruns um að félagið hefði gerst brotlegt við lög um gjaldeyrismál. Forsvarsmenn hafa ætíð neitað sök. Hæstiréttur vísaði fyrr í þessari viku frá kröfu Samherja um að rannsóknin hafi verið ólögmæt. Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Samherji í ýmsu öðru en sjávarútvegi Samherji og annað stórt sjávarútvegsfyrirtæki, FISK Seafood, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, keyptu fyrr á þessu ári hvort sinn 37,5 prósenta hlutinn í Olís. Svo virðist sem félögin tvö hafi greitt einn milljarð króna hvort fyrir að eignast samtals þrjá fjórðu í Olís. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin í haust en setti kaupunum ýmis skilyrði. 3. nóvember 2012 08:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Samherji og dótturfélög högnuðust um 8,8 milljarða króna á árinu 2011. Hagnaður fyrir afskriftir og skatta (EBITDA) var 18,1 milljarður króna og velta samstæðunnar var 79,5 milljarðar króna. Þetta er besta afkoma Samherja frá upphafi samkvæmt uppgjörstilkynningu á heimasíðu Samherja sem birt var í gær. Samtals hagnaðist Samherja-samstæðan um 20,2 milljarða króna á árunum 2009 til 2011, en hún starfar í alls tíu mismunandi löndum. Alls eru rúmlega 60 prósent af starfsemi Samherja erlendis. Hagnaður samstæðunnar fyrir afborganir lána og skatta (EBITDA) var 18,1 milljarður króna og jókst um 586 milljónir króna á milli ára. Samherji greiddi um 400 milljónir króna í veiðigjald til ríkissjóðs í fyrra, eða 2,2 prósent af EBITDA-hagnaði sínum. Í tilkynningunni segir að áætlanir geri ráð fyrir að veiðigjaldið verði 1,4 milljarðar króna í ár. Virði eigna Samherja hefur aukist mikið á undanförnum árum. Í árslok 2009 var virði þeirra um 64,5 milljarðar króna. Um síðustu áramót var það orðið 108,6 milljarðar króna. Aukning er um 40 prósent á tveimur árum. Eignir Samherja jukust um 26 milljarða króna á síðasta ári. Þar munar mestu um kaup á Útgerðarfélagi Akureyrar (ÚA) sem Samherji greiddi 14,3 milljarða króna fyrir. Skuldir Samherjasamstæðunnar voru 71 milljarður króna í lok síðasta árs. Þar af voru skuldir við íslenskar lánastofnanir samtals 46,5 milljarðar króna. Í tilkynningunni kemur fram að það sem af er árinu 2012 hafi þær verið greiddar niður um sex milljarða króna. Þar segir einnig að Samherji hafi hvorki fengið niðurfellingu né endurútreikning af nokkru láni og haft er eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra og eins aðaleiganda Samherja, að samstæðan hafi heldur ekki farið fram á að lánaskilmálar nokkurs láns sem Samherji er með verði dæmdir ólöglegir. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands framkvæmdi húsleitir hjá Samherja í mars á þessu ári vegna gruns um að félagið hefði gerst brotlegt við lög um gjaldeyrismál. Forsvarsmenn hafa ætíð neitað sök. Hæstiréttur vísaði fyrr í þessari viku frá kröfu Samherja um að rannsóknin hafi verið ólögmæt.
Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Samherji í ýmsu öðru en sjávarútvegi Samherji og annað stórt sjávarútvegsfyrirtæki, FISK Seafood, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, keyptu fyrr á þessu ári hvort sinn 37,5 prósenta hlutinn í Olís. Svo virðist sem félögin tvö hafi greitt einn milljarð króna hvort fyrir að eignast samtals þrjá fjórðu í Olís. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin í haust en setti kaupunum ýmis skilyrði. 3. nóvember 2012 08:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Samherji í ýmsu öðru en sjávarútvegi Samherji og annað stórt sjávarútvegsfyrirtæki, FISK Seafood, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, keyptu fyrr á þessu ári hvort sinn 37,5 prósenta hlutinn í Olís. Svo virðist sem félögin tvö hafi greitt einn milljarð króna hvort fyrir að eignast samtals þrjá fjórðu í Olís. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin í haust en setti kaupunum ýmis skilyrði. 3. nóvember 2012 08:00