Tuttugu milljarða hagnaður frá árinu 2009 Þórður skrifar 3. nóvember 2012 08:00 Samherji keypti Útgerðarfélag Akureyrar af Brimi í fyrra fyrir 16,6 milljarða króna. Hér sjást Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi Brims, greina starfsfólki frá breytingunum í fyrravor.fréttablaðið/heiða Samherji og dótturfélög högnuðust um 8,8 milljarða króna á árinu 2011. Hagnaður fyrir afskriftir og skatta (EBITDA) var 18,1 milljarður króna og velta samstæðunnar var 79,5 milljarðar króna. Þetta er besta afkoma Samherja frá upphafi samkvæmt uppgjörstilkynningu á heimasíðu Samherja sem birt var í gær. Samtals hagnaðist Samherja-samstæðan um 20,2 milljarða króna á árunum 2009 til 2011, en hún starfar í alls tíu mismunandi löndum. Alls eru rúmlega 60 prósent af starfsemi Samherja erlendis. Hagnaður samstæðunnar fyrir afborganir lána og skatta (EBITDA) var 18,1 milljarður króna og jókst um 586 milljónir króna á milli ára. Samherji greiddi um 400 milljónir króna í veiðigjald til ríkissjóðs í fyrra, eða 2,2 prósent af EBITDA-hagnaði sínum. Í tilkynningunni segir að áætlanir geri ráð fyrir að veiðigjaldið verði 1,4 milljarðar króna í ár. Virði eigna Samherja hefur aukist mikið á undanförnum árum. Í árslok 2009 var virði þeirra um 64,5 milljarðar króna. Um síðustu áramót var það orðið 108,6 milljarðar króna. Aukning er um 40 prósent á tveimur árum. Eignir Samherja jukust um 26 milljarða króna á síðasta ári. Þar munar mestu um kaup á Útgerðarfélagi Akureyrar (ÚA) sem Samherji greiddi 14,3 milljarða króna fyrir. Skuldir Samherjasamstæðunnar voru 71 milljarður króna í lok síðasta árs. Þar af voru skuldir við íslenskar lánastofnanir samtals 46,5 milljarðar króna. Í tilkynningunni kemur fram að það sem af er árinu 2012 hafi þær verið greiddar niður um sex milljarða króna. Þar segir einnig að Samherji hafi hvorki fengið niðurfellingu né endurútreikning af nokkru láni og haft er eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra og eins aðaleiganda Samherja, að samstæðan hafi heldur ekki farið fram á að lánaskilmálar nokkurs láns sem Samherji er með verði dæmdir ólöglegir. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands framkvæmdi húsleitir hjá Samherja í mars á þessu ári vegna gruns um að félagið hefði gerst brotlegt við lög um gjaldeyrismál. Forsvarsmenn hafa ætíð neitað sök. Hæstiréttur vísaði fyrr í þessari viku frá kröfu Samherja um að rannsóknin hafi verið ólögmæt. Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Samherji í ýmsu öðru en sjávarútvegi Samherji og annað stórt sjávarútvegsfyrirtæki, FISK Seafood, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, keyptu fyrr á þessu ári hvort sinn 37,5 prósenta hlutinn í Olís. Svo virðist sem félögin tvö hafi greitt einn milljarð króna hvort fyrir að eignast samtals þrjá fjórðu í Olís. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin í haust en setti kaupunum ýmis skilyrði. 3. nóvember 2012 08:00 Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Samherji og dótturfélög högnuðust um 8,8 milljarða króna á árinu 2011. Hagnaður fyrir afskriftir og skatta (EBITDA) var 18,1 milljarður króna og velta samstæðunnar var 79,5 milljarðar króna. Þetta er besta afkoma Samherja frá upphafi samkvæmt uppgjörstilkynningu á heimasíðu Samherja sem birt var í gær. Samtals hagnaðist Samherja-samstæðan um 20,2 milljarða króna á árunum 2009 til 2011, en hún starfar í alls tíu mismunandi löndum. Alls eru rúmlega 60 prósent af starfsemi Samherja erlendis. Hagnaður samstæðunnar fyrir afborganir lána og skatta (EBITDA) var 18,1 milljarður króna og jókst um 586 milljónir króna á milli ára. Samherji greiddi um 400 milljónir króna í veiðigjald til ríkissjóðs í fyrra, eða 2,2 prósent af EBITDA-hagnaði sínum. Í tilkynningunni segir að áætlanir geri ráð fyrir að veiðigjaldið verði 1,4 milljarðar króna í ár. Virði eigna Samherja hefur aukist mikið á undanförnum árum. Í árslok 2009 var virði þeirra um 64,5 milljarðar króna. Um síðustu áramót var það orðið 108,6 milljarðar króna. Aukning er um 40 prósent á tveimur árum. Eignir Samherja jukust um 26 milljarða króna á síðasta ári. Þar munar mestu um kaup á Útgerðarfélagi Akureyrar (ÚA) sem Samherji greiddi 14,3 milljarða króna fyrir. Skuldir Samherjasamstæðunnar voru 71 milljarður króna í lok síðasta árs. Þar af voru skuldir við íslenskar lánastofnanir samtals 46,5 milljarðar króna. Í tilkynningunni kemur fram að það sem af er árinu 2012 hafi þær verið greiddar niður um sex milljarða króna. Þar segir einnig að Samherji hafi hvorki fengið niðurfellingu né endurútreikning af nokkru láni og haft er eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra og eins aðaleiganda Samherja, að samstæðan hafi heldur ekki farið fram á að lánaskilmálar nokkurs láns sem Samherji er með verði dæmdir ólöglegir. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands framkvæmdi húsleitir hjá Samherja í mars á þessu ári vegna gruns um að félagið hefði gerst brotlegt við lög um gjaldeyrismál. Forsvarsmenn hafa ætíð neitað sök. Hæstiréttur vísaði fyrr í þessari viku frá kröfu Samherja um að rannsóknin hafi verið ólögmæt.
Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Samherji í ýmsu öðru en sjávarútvegi Samherji og annað stórt sjávarútvegsfyrirtæki, FISK Seafood, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, keyptu fyrr á þessu ári hvort sinn 37,5 prósenta hlutinn í Olís. Svo virðist sem félögin tvö hafi greitt einn milljarð króna hvort fyrir að eignast samtals þrjá fjórðu í Olís. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin í haust en setti kaupunum ýmis skilyrði. 3. nóvember 2012 08:00 Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Samherji í ýmsu öðru en sjávarútvegi Samherji og annað stórt sjávarútvegsfyrirtæki, FISK Seafood, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, keyptu fyrr á þessu ári hvort sinn 37,5 prósenta hlutinn í Olís. Svo virðist sem félögin tvö hafi greitt einn milljarð króna hvort fyrir að eignast samtals þrjá fjórðu í Olís. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin í haust en setti kaupunum ýmis skilyrði. 3. nóvember 2012 08:00