Vænting og vonbrigði Teitur Björn Einarsson skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Mörgum er tíðrætt um virðingu Alþingis og hvernig auka megi traust löggjafans meðal almennings. Enda er það vissulega áhyggjuefni að þjóðþingið njóti ekki trausts nema hjá litlum hluta þjóðarinnar. En í hverju er þetta vantraust nákvæmlega fólgið? Er það eingöngu bundið við lélega stjórnmálamenn sem ekki eru vandir að virðingu sinni? Eða má kenna lélegri lagasetningu um og spyrja í framhaldinu hvort Íslendingar beri ekki virðingu fyrir þeim lögum sem Alþingi samþykkir? Það kann að vera að svarið felist í því að sá sem lofar öllu er dæmdur til að valda vonbrigðum þrátt fyrir góðan vilja. Væntingin er systir vonbrigðanna. Gera á miklar kröfur til þeirra sem starfa í umboði almennings og veita þeim stöðugt aðhald. Flest erum við sammála um að hlutverk alþingismanna sé að vinna af heilindum í þágu lands og þjóðar. Telja má að ágætis samstaða sé meðal þorra landsmanna um að stefna beri að því að bæta hér lífskjör fólks og auka velsæld í samfélaginu. Samstaða um leiðir að því marki er talsvert minni og beinlínis hlutverk stjórnmálamanna að takast á um þær. Til að reyna að auka virðingu þingsins getur verið gagnlegt að leita svara við spurningunni hvert eigi að vera hlutverk þess. Spurningin er hápólitísk og venjulega skiptist fólk í tvær fylkingar þegar spurningunni er svarað; til vinstri eða hægri. Forsjárhyggja eða frjálshyggja er kannski betri skipting. Burtséð frá því hvernig þessar fylkingar svara spurningunni er ljóst að þróunin hefur verið í átt að auknum útgjöldum og afskiptum ríkisins. Sé það lagt til grundvallar eitt og sér er ljóst að vinstri fylkingin hefur staðið sig betur við að ná sínu fram. Fögur en fölsk fyrirheit forsjárhyggjumanna um hið algóða og alltumlykjandi ríkisvald hafa ýtt undir óraunhæfar væntingar til hins opinbera á æ fleiri sviðum mannlífsins. Aukin krafa um að ríkið geri sífellt meira og taki meiri ábyrgð á sínar herðar leiðir óhjákvæmilega til þess að ríkið verður að hafa meiri afskipti af einstaklingum ef það á að standa undir þeim kröfum. Til að tryggja öllum réttinn til að njóta líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er kunna því til dæmis að verða settar í meira mæli reglur sem banna óhollustu og hættulegar aðstæður. Til að ábyrgjast að bankar fari ekki á hausinn verða settar strangari reglur sem takmarka eða banna tilteknar fjárfestingar. Til að standa undir stækkandi ríkisbákni er hætt við að seilst verði æ dýpra í vasa skattgreiðenda. Það eru gömul sannindi og ný að þessi vegferð í átt að auknum ríkisafskiptum er leiðin til ánauðar og allar fyrirætlanir til að auka velsæld undir þeim kringumstæðum eru dæmdar til að mistakast. Ef væntingar almennings standa til þess að alþingismenn leysi öll vandamál sem að þjóðfélaginu steðja er ekki nema von að traust til Alþingis mælist lítið. Það er ekki á færi Alþingis að standa undir slíkum kröfum og á ekki að vera hlutverk þess. Betur færi á því að Alþingi færðist minna í fang en ígrundaði og vandaði betur sín störf við lagasetningu. Mikilvægt er að leikreglur samfélagsins séu almennar og skýrar, umfangi og umsvifum stjórnsýslunnar stillt í hóf og að festa ríki í grunnskipan þjóðfélagsins. Mestu skiptir að hver og einn hafi rétt á að bera ábyrgð á eigin lífi og njóti til þess frelsis til orðs og æðis. Ríkisvaldinu ber að sinna afmörkuðu hlutverki á ákveðnum sviðum í þágu borgaranna en ekki vera upphaf og endir alls í samfélagi manna. Beri Alþingi virðingu fyrir því hlutverki er von til þess að virðing þess aukist á ný hjá fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Mörgum er tíðrætt um virðingu Alþingis og hvernig auka megi traust löggjafans meðal almennings. Enda er það vissulega áhyggjuefni að þjóðþingið njóti ekki trausts nema hjá litlum hluta þjóðarinnar. En í hverju er þetta vantraust nákvæmlega fólgið? Er það eingöngu bundið við lélega stjórnmálamenn sem ekki eru vandir að virðingu sinni? Eða má kenna lélegri lagasetningu um og spyrja í framhaldinu hvort Íslendingar beri ekki virðingu fyrir þeim lögum sem Alþingi samþykkir? Það kann að vera að svarið felist í því að sá sem lofar öllu er dæmdur til að valda vonbrigðum þrátt fyrir góðan vilja. Væntingin er systir vonbrigðanna. Gera á miklar kröfur til þeirra sem starfa í umboði almennings og veita þeim stöðugt aðhald. Flest erum við sammála um að hlutverk alþingismanna sé að vinna af heilindum í þágu lands og þjóðar. Telja má að ágætis samstaða sé meðal þorra landsmanna um að stefna beri að því að bæta hér lífskjör fólks og auka velsæld í samfélaginu. Samstaða um leiðir að því marki er talsvert minni og beinlínis hlutverk stjórnmálamanna að takast á um þær. Til að reyna að auka virðingu þingsins getur verið gagnlegt að leita svara við spurningunni hvert eigi að vera hlutverk þess. Spurningin er hápólitísk og venjulega skiptist fólk í tvær fylkingar þegar spurningunni er svarað; til vinstri eða hægri. Forsjárhyggja eða frjálshyggja er kannski betri skipting. Burtséð frá því hvernig þessar fylkingar svara spurningunni er ljóst að þróunin hefur verið í átt að auknum útgjöldum og afskiptum ríkisins. Sé það lagt til grundvallar eitt og sér er ljóst að vinstri fylkingin hefur staðið sig betur við að ná sínu fram. Fögur en fölsk fyrirheit forsjárhyggjumanna um hið algóða og alltumlykjandi ríkisvald hafa ýtt undir óraunhæfar væntingar til hins opinbera á æ fleiri sviðum mannlífsins. Aukin krafa um að ríkið geri sífellt meira og taki meiri ábyrgð á sínar herðar leiðir óhjákvæmilega til þess að ríkið verður að hafa meiri afskipti af einstaklingum ef það á að standa undir þeim kröfum. Til að tryggja öllum réttinn til að njóta líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er kunna því til dæmis að verða settar í meira mæli reglur sem banna óhollustu og hættulegar aðstæður. Til að ábyrgjast að bankar fari ekki á hausinn verða settar strangari reglur sem takmarka eða banna tilteknar fjárfestingar. Til að standa undir stækkandi ríkisbákni er hætt við að seilst verði æ dýpra í vasa skattgreiðenda. Það eru gömul sannindi og ný að þessi vegferð í átt að auknum ríkisafskiptum er leiðin til ánauðar og allar fyrirætlanir til að auka velsæld undir þeim kringumstæðum eru dæmdar til að mistakast. Ef væntingar almennings standa til þess að alþingismenn leysi öll vandamál sem að þjóðfélaginu steðja er ekki nema von að traust til Alþingis mælist lítið. Það er ekki á færi Alþingis að standa undir slíkum kröfum og á ekki að vera hlutverk þess. Betur færi á því að Alþingi færðist minna í fang en ígrundaði og vandaði betur sín störf við lagasetningu. Mikilvægt er að leikreglur samfélagsins séu almennar og skýrar, umfangi og umsvifum stjórnsýslunnar stillt í hóf og að festa ríki í grunnskipan þjóðfélagsins. Mestu skiptir að hver og einn hafi rétt á að bera ábyrgð á eigin lífi og njóti til þess frelsis til orðs og æðis. Ríkisvaldinu ber að sinna afmörkuðu hlutverki á ákveðnum sviðum í þágu borgaranna en ekki vera upphaf og endir alls í samfélagi manna. Beri Alþingi virðingu fyrir því hlutverki er von til þess að virðing þess aukist á ný hjá fólki.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun