Vænting og vonbrigði Teitur Björn Einarsson skrifar 2. nóvember 2012 08:00 Mörgum er tíðrætt um virðingu Alþingis og hvernig auka megi traust löggjafans meðal almennings. Enda er það vissulega áhyggjuefni að þjóðþingið njóti ekki trausts nema hjá litlum hluta þjóðarinnar. En í hverju er þetta vantraust nákvæmlega fólgið? Er það eingöngu bundið við lélega stjórnmálamenn sem ekki eru vandir að virðingu sinni? Eða má kenna lélegri lagasetningu um og spyrja í framhaldinu hvort Íslendingar beri ekki virðingu fyrir þeim lögum sem Alþingi samþykkir? Það kann að vera að svarið felist í því að sá sem lofar öllu er dæmdur til að valda vonbrigðum þrátt fyrir góðan vilja. Væntingin er systir vonbrigðanna. Gera á miklar kröfur til þeirra sem starfa í umboði almennings og veita þeim stöðugt aðhald. Flest erum við sammála um að hlutverk alþingismanna sé að vinna af heilindum í þágu lands og þjóðar. Telja má að ágætis samstaða sé meðal þorra landsmanna um að stefna beri að því að bæta hér lífskjör fólks og auka velsæld í samfélaginu. Samstaða um leiðir að því marki er talsvert minni og beinlínis hlutverk stjórnmálamanna að takast á um þær. Til að reyna að auka virðingu þingsins getur verið gagnlegt að leita svara við spurningunni hvert eigi að vera hlutverk þess. Spurningin er hápólitísk og venjulega skiptist fólk í tvær fylkingar þegar spurningunni er svarað; til vinstri eða hægri. Forsjárhyggja eða frjálshyggja er kannski betri skipting. Burtséð frá því hvernig þessar fylkingar svara spurningunni er ljóst að þróunin hefur verið í átt að auknum útgjöldum og afskiptum ríkisins. Sé það lagt til grundvallar eitt og sér er ljóst að vinstri fylkingin hefur staðið sig betur við að ná sínu fram. Fögur en fölsk fyrirheit forsjárhyggjumanna um hið algóða og alltumlykjandi ríkisvald hafa ýtt undir óraunhæfar væntingar til hins opinbera á æ fleiri sviðum mannlífsins. Aukin krafa um að ríkið geri sífellt meira og taki meiri ábyrgð á sínar herðar leiðir óhjákvæmilega til þess að ríkið verður að hafa meiri afskipti af einstaklingum ef það á að standa undir þeim kröfum. Til að tryggja öllum réttinn til að njóta líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er kunna því til dæmis að verða settar í meira mæli reglur sem banna óhollustu og hættulegar aðstæður. Til að ábyrgjast að bankar fari ekki á hausinn verða settar strangari reglur sem takmarka eða banna tilteknar fjárfestingar. Til að standa undir stækkandi ríkisbákni er hætt við að seilst verði æ dýpra í vasa skattgreiðenda. Það eru gömul sannindi og ný að þessi vegferð í átt að auknum ríkisafskiptum er leiðin til ánauðar og allar fyrirætlanir til að auka velsæld undir þeim kringumstæðum eru dæmdar til að mistakast. Ef væntingar almennings standa til þess að alþingismenn leysi öll vandamál sem að þjóðfélaginu steðja er ekki nema von að traust til Alþingis mælist lítið. Það er ekki á færi Alþingis að standa undir slíkum kröfum og á ekki að vera hlutverk þess. Betur færi á því að Alþingi færðist minna í fang en ígrundaði og vandaði betur sín störf við lagasetningu. Mikilvægt er að leikreglur samfélagsins séu almennar og skýrar, umfangi og umsvifum stjórnsýslunnar stillt í hóf og að festa ríki í grunnskipan þjóðfélagsins. Mestu skiptir að hver og einn hafi rétt á að bera ábyrgð á eigin lífi og njóti til þess frelsis til orðs og æðis. Ríkisvaldinu ber að sinna afmörkuðu hlutverki á ákveðnum sviðum í þágu borgaranna en ekki vera upphaf og endir alls í samfélagi manna. Beri Alþingi virðingu fyrir því hlutverki er von til þess að virðing þess aukist á ný hjá fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Mörgum er tíðrætt um virðingu Alþingis og hvernig auka megi traust löggjafans meðal almennings. Enda er það vissulega áhyggjuefni að þjóðþingið njóti ekki trausts nema hjá litlum hluta þjóðarinnar. En í hverju er þetta vantraust nákvæmlega fólgið? Er það eingöngu bundið við lélega stjórnmálamenn sem ekki eru vandir að virðingu sinni? Eða má kenna lélegri lagasetningu um og spyrja í framhaldinu hvort Íslendingar beri ekki virðingu fyrir þeim lögum sem Alþingi samþykkir? Það kann að vera að svarið felist í því að sá sem lofar öllu er dæmdur til að valda vonbrigðum þrátt fyrir góðan vilja. Væntingin er systir vonbrigðanna. Gera á miklar kröfur til þeirra sem starfa í umboði almennings og veita þeim stöðugt aðhald. Flest erum við sammála um að hlutverk alþingismanna sé að vinna af heilindum í þágu lands og þjóðar. Telja má að ágætis samstaða sé meðal þorra landsmanna um að stefna beri að því að bæta hér lífskjör fólks og auka velsæld í samfélaginu. Samstaða um leiðir að því marki er talsvert minni og beinlínis hlutverk stjórnmálamanna að takast á um þær. Til að reyna að auka virðingu þingsins getur verið gagnlegt að leita svara við spurningunni hvert eigi að vera hlutverk þess. Spurningin er hápólitísk og venjulega skiptist fólk í tvær fylkingar þegar spurningunni er svarað; til vinstri eða hægri. Forsjárhyggja eða frjálshyggja er kannski betri skipting. Burtséð frá því hvernig þessar fylkingar svara spurningunni er ljóst að þróunin hefur verið í átt að auknum útgjöldum og afskiptum ríkisins. Sé það lagt til grundvallar eitt og sér er ljóst að vinstri fylkingin hefur staðið sig betur við að ná sínu fram. Fögur en fölsk fyrirheit forsjárhyggjumanna um hið algóða og alltumlykjandi ríkisvald hafa ýtt undir óraunhæfar væntingar til hins opinbera á æ fleiri sviðum mannlífsins. Aukin krafa um að ríkið geri sífellt meira og taki meiri ábyrgð á sínar herðar leiðir óhjákvæmilega til þess að ríkið verður að hafa meiri afskipti af einstaklingum ef það á að standa undir þeim kröfum. Til að tryggja öllum réttinn til að njóta líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er kunna því til dæmis að verða settar í meira mæli reglur sem banna óhollustu og hættulegar aðstæður. Til að ábyrgjast að bankar fari ekki á hausinn verða settar strangari reglur sem takmarka eða banna tilteknar fjárfestingar. Til að standa undir stækkandi ríkisbákni er hætt við að seilst verði æ dýpra í vasa skattgreiðenda. Það eru gömul sannindi og ný að þessi vegferð í átt að auknum ríkisafskiptum er leiðin til ánauðar og allar fyrirætlanir til að auka velsæld undir þeim kringumstæðum eru dæmdar til að mistakast. Ef væntingar almennings standa til þess að alþingismenn leysi öll vandamál sem að þjóðfélaginu steðja er ekki nema von að traust til Alþingis mælist lítið. Það er ekki á færi Alþingis að standa undir slíkum kröfum og á ekki að vera hlutverk þess. Betur færi á því að Alþingi færðist minna í fang en ígrundaði og vandaði betur sín störf við lagasetningu. Mikilvægt er að leikreglur samfélagsins séu almennar og skýrar, umfangi og umsvifum stjórnsýslunnar stillt í hóf og að festa ríki í grunnskipan þjóðfélagsins. Mestu skiptir að hver og einn hafi rétt á að bera ábyrgð á eigin lífi og njóti til þess frelsis til orðs og æðis. Ríkisvaldinu ber að sinna afmörkuðu hlutverki á ákveðnum sviðum í þágu borgaranna en ekki vera upphaf og endir alls í samfélagi manna. Beri Alþingi virðingu fyrir því hlutverki er von til þess að virðing þess aukist á ný hjá fólki.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun