Stuðningsgrein: Árni Páll er rétti maðurinn Rannveig Guðmundsdóttir skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Ég tók því afar illa þegar Árni Páll Árnason var settur út úr ríkisstjórn um sl. áramót. Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu var þá millilent í sameinuðu atvinnumálaráðuneyti til þess svo að vera staðsett nýverið í fjármálaráðuneyti. Með mannabreytingunni var höggvið í pólitíska stöðu fjölmennasta kjördæmisins og þetta sterkasta vígi jafnaðarmanna – Kraginn – veiklað að óþörfu. Enda kom í ljós samkvæmt Capacent Gallup að fylgi Samfylkingar í kjördæminu hrundi í kjölfarið. Þessi óskiljanlegi gjörningur reyndist seinna gera okkar oddvita að enn sterkari forystumanni. Árni Páll, sem hefur alltaf verið duglegur að funda með flokksfélögum í kjördæminu og efla sitt tengslanet, lá ekki á liði sínu þegar hagir breyttust. Við hrifumst af krafti hans og reisn. Hann var óþreytandi að segja fólki að maður ætti ekkert í pólitík. Að vera treyst fyrir ráðuneytum hefði verið dýrmæt reynsla. Nú væri hollt að horfa til pólitískra lausna frá öðrum sjónarhóli en innan stjórnarstarfsins. Hann varði félaga sína og umdeildar gjörðir. Talaði af skilningi um vandamálin sem þyrfti að leysa og horfði til framtíðar með nýjum þrótti. Alltaf fórum við bjartsýn og baráttuglöð af fundum hans. Það er stór hópur sem nú fylkir sér um Árna Pál sem oddvita og formannsefni. Sem trúir að hann hafi burði til að leiða land og þjóð inn í nýja framtíð fái Samfylkingin til þess fylgi. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir kynnti brotthvarf sitt úr pólitík eftir farsælan stjórnmálaferil í áratugi gaf hún boltann tímanlega til flokksmanna varðandi nýja forystusveit. Nú er tími kominn á kynslóðaskipti.Góðir kostir Það er okkar flokksmanna að hugsa pólitík dagsins með framtíðarsýn að leiðarljósi. Eftir þunga tiltektarvinnu í kjölfar efnahagshruns ber Samfylkingunni að boða framtíðarsýn jafnaðarmanna. Hvernig samfélag viljum við Íslendingar sameinast um þegar landið rís á ný eftir erfið ár? Samfylkingin þarf sterkan talsmann núna. Árni Páll hefur hæfileikann til að eiga samtal við fólk. Og hann ber virðingu fyrir skoðunum annarra. Þetta eru mikilvægir kostir stjórnmálamanns. Hann er jákvæður og víðsýnn. Hann talar fyrir opnu samfélagi, heilbrigðu viðskiptalífi og velferð allra. Og hans pólitíska hjarta slær afdráttarlaust vinstra megin við miðju. Í öllum löndum í kringum okkur þar sem jafnaðarstefnan hefur verið sterkt samfélagsafl og hornsteinn í uppbyggingu velferðarsamfélaga liggja sósíaldemókratískir flokkar á miðjunni og yfir til vinstri. Þannig á það að vera hér líka. Annars verður miðjan auð. Í minni eigin stjórnmálaþátttöku hafa velferðarmálin átt stærsta sess. Ég hef lært hve mikilvægt er að horfa til nýrra lausna þegar eldri leiðir reynast ekki færar. Ég hef glaðst yfir því sem formaður stjórnar framkvæmdasjóðs aldraðra að nú rísa hjúkrunarheimili hvert af öðru eftir langa bið af því að Árni Páll fór nýjar leiðir með svokallaðri leiguleið á þrengingartímum. Við þurfum formann sem er víðsýnn og leitar nýrra lausna um leið og hann stendur vörð um grundvallargildi jafnaðarmanna. Ég styð Árna Pál sem oddvita í Suðvesturkjördæmi áfram og mun vinna að framboði hans til formanns Samfylkingarinnar. Við þurfum Árna Pál sem formann núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Ég tók því afar illa þegar Árni Páll Árnason var settur út úr ríkisstjórn um sl. áramót. Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu var þá millilent í sameinuðu atvinnumálaráðuneyti til þess svo að vera staðsett nýverið í fjármálaráðuneyti. Með mannabreytingunni var höggvið í pólitíska stöðu fjölmennasta kjördæmisins og þetta sterkasta vígi jafnaðarmanna – Kraginn – veiklað að óþörfu. Enda kom í ljós samkvæmt Capacent Gallup að fylgi Samfylkingar í kjördæminu hrundi í kjölfarið. Þessi óskiljanlegi gjörningur reyndist seinna gera okkar oddvita að enn sterkari forystumanni. Árni Páll, sem hefur alltaf verið duglegur að funda með flokksfélögum í kjördæminu og efla sitt tengslanet, lá ekki á liði sínu þegar hagir breyttust. Við hrifumst af krafti hans og reisn. Hann var óþreytandi að segja fólki að maður ætti ekkert í pólitík. Að vera treyst fyrir ráðuneytum hefði verið dýrmæt reynsla. Nú væri hollt að horfa til pólitískra lausna frá öðrum sjónarhóli en innan stjórnarstarfsins. Hann varði félaga sína og umdeildar gjörðir. Talaði af skilningi um vandamálin sem þyrfti að leysa og horfði til framtíðar með nýjum þrótti. Alltaf fórum við bjartsýn og baráttuglöð af fundum hans. Það er stór hópur sem nú fylkir sér um Árna Pál sem oddvita og formannsefni. Sem trúir að hann hafi burði til að leiða land og þjóð inn í nýja framtíð fái Samfylkingin til þess fylgi. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir kynnti brotthvarf sitt úr pólitík eftir farsælan stjórnmálaferil í áratugi gaf hún boltann tímanlega til flokksmanna varðandi nýja forystusveit. Nú er tími kominn á kynslóðaskipti.Góðir kostir Það er okkar flokksmanna að hugsa pólitík dagsins með framtíðarsýn að leiðarljósi. Eftir þunga tiltektarvinnu í kjölfar efnahagshruns ber Samfylkingunni að boða framtíðarsýn jafnaðarmanna. Hvernig samfélag viljum við Íslendingar sameinast um þegar landið rís á ný eftir erfið ár? Samfylkingin þarf sterkan talsmann núna. Árni Páll hefur hæfileikann til að eiga samtal við fólk. Og hann ber virðingu fyrir skoðunum annarra. Þetta eru mikilvægir kostir stjórnmálamanns. Hann er jákvæður og víðsýnn. Hann talar fyrir opnu samfélagi, heilbrigðu viðskiptalífi og velferð allra. Og hans pólitíska hjarta slær afdráttarlaust vinstra megin við miðju. Í öllum löndum í kringum okkur þar sem jafnaðarstefnan hefur verið sterkt samfélagsafl og hornsteinn í uppbyggingu velferðarsamfélaga liggja sósíaldemókratískir flokkar á miðjunni og yfir til vinstri. Þannig á það að vera hér líka. Annars verður miðjan auð. Í minni eigin stjórnmálaþátttöku hafa velferðarmálin átt stærsta sess. Ég hef lært hve mikilvægt er að horfa til nýrra lausna þegar eldri leiðir reynast ekki færar. Ég hef glaðst yfir því sem formaður stjórnar framkvæmdasjóðs aldraðra að nú rísa hjúkrunarheimili hvert af öðru eftir langa bið af því að Árni Páll fór nýjar leiðir með svokallaðri leiguleið á þrengingartímum. Við þurfum formann sem er víðsýnn og leitar nýrra lausna um leið og hann stendur vörð um grundvallargildi jafnaðarmanna. Ég styð Árna Pál sem oddvita í Suðvesturkjördæmi áfram og mun vinna að framboði hans til formanns Samfylkingarinnar. Við þurfum Árna Pál sem formann núna.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun