Skötuselur og "Gælugrjót“ Stefán Þór Helgason skrifar 31. október 2012 08:00 Allt fram á seinni hluta síðustu aldar þótti sjómönnum vont að fá skötusel í net sín. Flestir landsmenn fúlsuðu við þessum ljóta fiski og yfirleitt var honum hent. Skötuselurinn er vissulega með ljótari fiskum sem veiðast við Íslandsstrendur en smátt og smátt tókst fólki að líta fram hjá því og í dag er skötuselur borinn fram á fínni veitingahúsum bæjarins sem herramannsmatur. Eitt þekktasta dæmið á veraldarvísu um það hvernig viðhorf getur breytt virði hluta er sennilega ævintýrið um „Gælugrjótið" eða „Pet Rock" sem gerðist á áttunda áratug síðustu aldar. Þar var á ferðinni Gary nokkur Dahl, amerískur markaðsmaður og yfirmaður á auglýsingastofu. Dahl þessi sat á spjalli við félaga sína eitt aprílkvöldið árið 1975 þegar talið barst að því hversu mikið umstang fylgdi því að eiga gæludýr. Dahl nefndi í hálfkæringi að auðveldast væri hreinlega að eiga grjót fyrir gæludýr – því þyrfti ekkert að sinna og uppihald þess kostaði ekki neitt. Stuttu seinna ákvað Dahl að setja hefðbundið fjörugrjót í gjafaöskjur ásamt umhirðuleiðbeiningum í gamansömum tón og á fáeinum mánuðum tókst Dahl að selja yfir eina og hálfa milljón „Gælugrjót". Þar með var hann orðinn milljónamæringur á því að selja grjót í gjafaöskjum! Það er öllum hollt að taka Dahl sér til fyrirmyndar og skoða tækifærin sem felast í verðlitlum hversdagslegum hlutum allt í kringum okkur. Um þessar mundir gefst framhaldsskólanemum gott tækifæri til þess því nú stendur yfir hugmyndasamkeppni þeirra á meðal sem gengur einmitt út á þetta: Að gera sem mest virði úr verðlitlum hlutum. Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur hefur fengið hátæknifyrirtækið Marel og Samtök atvinnulífsins með sér í lið en saman standa þessir aðilar að Snilldarlausnum Marel – hugmyndasamkeppni framhaldsskólanema. Fyrir utan ánægjuna af því að skapa eru bestu hugmyndirnar verðlaunaðar með peningaupphæðum sem vonandi verða þessum ungu frumkvöðlum grundvöllur til frekari dáða. Á heimasíðu keppninnar, Snilldarlausnir.is, má fræðast frekar um hana. Hagsæld Íslands næstu áratugi byggir á nýsköpun og frjórri hugsun ungs fólks og því er ekki seinna vænna en að hefjast handa strax í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Allt fram á seinni hluta síðustu aldar þótti sjómönnum vont að fá skötusel í net sín. Flestir landsmenn fúlsuðu við þessum ljóta fiski og yfirleitt var honum hent. Skötuselurinn er vissulega með ljótari fiskum sem veiðast við Íslandsstrendur en smátt og smátt tókst fólki að líta fram hjá því og í dag er skötuselur borinn fram á fínni veitingahúsum bæjarins sem herramannsmatur. Eitt þekktasta dæmið á veraldarvísu um það hvernig viðhorf getur breytt virði hluta er sennilega ævintýrið um „Gælugrjótið" eða „Pet Rock" sem gerðist á áttunda áratug síðustu aldar. Þar var á ferðinni Gary nokkur Dahl, amerískur markaðsmaður og yfirmaður á auglýsingastofu. Dahl þessi sat á spjalli við félaga sína eitt aprílkvöldið árið 1975 þegar talið barst að því hversu mikið umstang fylgdi því að eiga gæludýr. Dahl nefndi í hálfkæringi að auðveldast væri hreinlega að eiga grjót fyrir gæludýr – því þyrfti ekkert að sinna og uppihald þess kostaði ekki neitt. Stuttu seinna ákvað Dahl að setja hefðbundið fjörugrjót í gjafaöskjur ásamt umhirðuleiðbeiningum í gamansömum tón og á fáeinum mánuðum tókst Dahl að selja yfir eina og hálfa milljón „Gælugrjót". Þar með var hann orðinn milljónamæringur á því að selja grjót í gjafaöskjum! Það er öllum hollt að taka Dahl sér til fyrirmyndar og skoða tækifærin sem felast í verðlitlum hversdagslegum hlutum allt í kringum okkur. Um þessar mundir gefst framhaldsskólanemum gott tækifæri til þess því nú stendur yfir hugmyndasamkeppni þeirra á meðal sem gengur einmitt út á þetta: Að gera sem mest virði úr verðlitlum hlutum. Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur hefur fengið hátæknifyrirtækið Marel og Samtök atvinnulífsins með sér í lið en saman standa þessir aðilar að Snilldarlausnum Marel – hugmyndasamkeppni framhaldsskólanema. Fyrir utan ánægjuna af því að skapa eru bestu hugmyndirnar verðlaunaðar með peningaupphæðum sem vonandi verða þessum ungu frumkvöðlum grundvöllur til frekari dáða. Á heimasíðu keppninnar, Snilldarlausnir.is, má fræðast frekar um hana. Hagsæld Íslands næstu áratugi byggir á nýsköpun og frjórri hugsun ungs fólks og því er ekki seinna vænna en að hefjast handa strax í dag.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun