Inn á miðjuna Magnús Orri Schram skrifar 31. október 2012 08:00 Ég tel að Samfylkingin eigi að leggja meiri áherslu á alþjóðaviðskipti, einfaldara skattkerfi, eflingu samkeppni, og frjálsræði í viðskiptum, og þannig færast nær kjósendum á miðju íslenskra stjórnmála. Við erum flokkurinn sem hefur raunsæjar lausnir fyrir nútímafólk. Við erum flokkur hins nýja atvinnulífs sem krefst opinna markaða, afnáms einokunar eða hindrana í viðskiptum. Atvinnulífs sem opnar leiðir fyrir frumkvöðla t.d. í gegnum skattkerfi eða innan landbúnaðar eða sjávarútvegs. Atvinnulífs sem byggir á hugviti og menntun einstaklinga og skilur mikilvægi umhverfisverndar og náttúru fyrir verðmætasköpun. Með auknum áherslum í þessa veru verður Samfylkingin vænlegur valkostur kjósenda á miðju íslenskra stjórnmála sem er umhugað um öflugt atvinnulíf til jafns við sterkt velferðarkerfi. Til þessa fólks eigum við að ná með stefnu okkar í landbúnaðarmálum, sjávarútvegsmálum, Evrópumálum, skattastefnu okkar, mennta- og atvinnustefnu. Þekkingarmiðað atvinnulífFlokkurinn hefur sýnt að honum er vel treystandi fyrir ríkisfjármálunum, að hann hafni einangrunarstefnu, og að hann sé eini flokkurinn með stefnu í myntmálum þjóðarinnar. Um leið eigum við að leggja áherslu á þekkingarmiðað atvinnulíf, jafnvægi milli umhverfisverndar og virkjana, innleiðingu skattalegra hvata gagnvart atvinnulífinu og á eflingu samkeppnishæfni landsins. Samfylking er alþjóðasinnaður miðjuflokkur þar sem við teljum að jafnvæginu á milli ríkisforsjár og einkaframtaks sé hægt að ná í gegnum áherslu á velferðarkerfi og verðmætasköpun. Valkostur miðjunnarVerði Samfylkingin í forsæti næstu ríkisstjórnar er mikilvægt að halda áfram að gæta að þeim verst stöddu í okkar samfélagi. Forsendur verðmætasköpunar liggja í velferðinni. Þá á flokkurinn að fylgja eftir nauðsynlegu aðhaldi í ríkisútgjöldum, gæta að hófsemi í skattlagningu og réttlátri skiptingu arðs af auðlindum. Stefna ber að endurskoðun landbúnaðarkerfisins, halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið og freista þess að gefa þjóðinni valkost í myntmálum. Þannig á Samfylkingin að birtast sem valkostur þeirra sem hafna einangrun en vilja byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og losa heimilin undan oki verðtryggingar og hárra vaxta. Samfylkingin ber því ríka ábyrgð sem valkostur kjósenda á miðju íslenskra stjórnmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Ég tel að Samfylkingin eigi að leggja meiri áherslu á alþjóðaviðskipti, einfaldara skattkerfi, eflingu samkeppni, og frjálsræði í viðskiptum, og þannig færast nær kjósendum á miðju íslenskra stjórnmála. Við erum flokkurinn sem hefur raunsæjar lausnir fyrir nútímafólk. Við erum flokkur hins nýja atvinnulífs sem krefst opinna markaða, afnáms einokunar eða hindrana í viðskiptum. Atvinnulífs sem opnar leiðir fyrir frumkvöðla t.d. í gegnum skattkerfi eða innan landbúnaðar eða sjávarútvegs. Atvinnulífs sem byggir á hugviti og menntun einstaklinga og skilur mikilvægi umhverfisverndar og náttúru fyrir verðmætasköpun. Með auknum áherslum í þessa veru verður Samfylkingin vænlegur valkostur kjósenda á miðju íslenskra stjórnmála sem er umhugað um öflugt atvinnulíf til jafns við sterkt velferðarkerfi. Til þessa fólks eigum við að ná með stefnu okkar í landbúnaðarmálum, sjávarútvegsmálum, Evrópumálum, skattastefnu okkar, mennta- og atvinnustefnu. Þekkingarmiðað atvinnulífFlokkurinn hefur sýnt að honum er vel treystandi fyrir ríkisfjármálunum, að hann hafni einangrunarstefnu, og að hann sé eini flokkurinn með stefnu í myntmálum þjóðarinnar. Um leið eigum við að leggja áherslu á þekkingarmiðað atvinnulíf, jafnvægi milli umhverfisverndar og virkjana, innleiðingu skattalegra hvata gagnvart atvinnulífinu og á eflingu samkeppnishæfni landsins. Samfylking er alþjóðasinnaður miðjuflokkur þar sem við teljum að jafnvæginu á milli ríkisforsjár og einkaframtaks sé hægt að ná í gegnum áherslu á velferðarkerfi og verðmætasköpun. Valkostur miðjunnarVerði Samfylkingin í forsæti næstu ríkisstjórnar er mikilvægt að halda áfram að gæta að þeim verst stöddu í okkar samfélagi. Forsendur verðmætasköpunar liggja í velferðinni. Þá á flokkurinn að fylgja eftir nauðsynlegu aðhaldi í ríkisútgjöldum, gæta að hófsemi í skattlagningu og réttlátri skiptingu arðs af auðlindum. Stefna ber að endurskoðun landbúnaðarkerfisins, halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið og freista þess að gefa þjóðinni valkost í myntmálum. Þannig á Samfylkingin að birtast sem valkostur þeirra sem hafna einangrun en vilja byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og losa heimilin undan oki verðtryggingar og hárra vaxta. Samfylkingin ber því ríka ábyrgð sem valkostur kjósenda á miðju íslenskra stjórnmála.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar