Inn á miðjuna Magnús Orri Schram skrifar 31. október 2012 08:00 Ég tel að Samfylkingin eigi að leggja meiri áherslu á alþjóðaviðskipti, einfaldara skattkerfi, eflingu samkeppni, og frjálsræði í viðskiptum, og þannig færast nær kjósendum á miðju íslenskra stjórnmála. Við erum flokkurinn sem hefur raunsæjar lausnir fyrir nútímafólk. Við erum flokkur hins nýja atvinnulífs sem krefst opinna markaða, afnáms einokunar eða hindrana í viðskiptum. Atvinnulífs sem opnar leiðir fyrir frumkvöðla t.d. í gegnum skattkerfi eða innan landbúnaðar eða sjávarútvegs. Atvinnulífs sem byggir á hugviti og menntun einstaklinga og skilur mikilvægi umhverfisverndar og náttúru fyrir verðmætasköpun. Með auknum áherslum í þessa veru verður Samfylkingin vænlegur valkostur kjósenda á miðju íslenskra stjórnmála sem er umhugað um öflugt atvinnulíf til jafns við sterkt velferðarkerfi. Til þessa fólks eigum við að ná með stefnu okkar í landbúnaðarmálum, sjávarútvegsmálum, Evrópumálum, skattastefnu okkar, mennta- og atvinnustefnu. Þekkingarmiðað atvinnulífFlokkurinn hefur sýnt að honum er vel treystandi fyrir ríkisfjármálunum, að hann hafni einangrunarstefnu, og að hann sé eini flokkurinn með stefnu í myntmálum þjóðarinnar. Um leið eigum við að leggja áherslu á þekkingarmiðað atvinnulíf, jafnvægi milli umhverfisverndar og virkjana, innleiðingu skattalegra hvata gagnvart atvinnulífinu og á eflingu samkeppnishæfni landsins. Samfylking er alþjóðasinnaður miðjuflokkur þar sem við teljum að jafnvæginu á milli ríkisforsjár og einkaframtaks sé hægt að ná í gegnum áherslu á velferðarkerfi og verðmætasköpun. Valkostur miðjunnarVerði Samfylkingin í forsæti næstu ríkisstjórnar er mikilvægt að halda áfram að gæta að þeim verst stöddu í okkar samfélagi. Forsendur verðmætasköpunar liggja í velferðinni. Þá á flokkurinn að fylgja eftir nauðsynlegu aðhaldi í ríkisútgjöldum, gæta að hófsemi í skattlagningu og réttlátri skiptingu arðs af auðlindum. Stefna ber að endurskoðun landbúnaðarkerfisins, halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið og freista þess að gefa þjóðinni valkost í myntmálum. Þannig á Samfylkingin að birtast sem valkostur þeirra sem hafna einangrun en vilja byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og losa heimilin undan oki verðtryggingar og hárra vaxta. Samfylkingin ber því ríka ábyrgð sem valkostur kjósenda á miðju íslenskra stjórnmála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég tel að Samfylkingin eigi að leggja meiri áherslu á alþjóðaviðskipti, einfaldara skattkerfi, eflingu samkeppni, og frjálsræði í viðskiptum, og þannig færast nær kjósendum á miðju íslenskra stjórnmála. Við erum flokkurinn sem hefur raunsæjar lausnir fyrir nútímafólk. Við erum flokkur hins nýja atvinnulífs sem krefst opinna markaða, afnáms einokunar eða hindrana í viðskiptum. Atvinnulífs sem opnar leiðir fyrir frumkvöðla t.d. í gegnum skattkerfi eða innan landbúnaðar eða sjávarútvegs. Atvinnulífs sem byggir á hugviti og menntun einstaklinga og skilur mikilvægi umhverfisverndar og náttúru fyrir verðmætasköpun. Með auknum áherslum í þessa veru verður Samfylkingin vænlegur valkostur kjósenda á miðju íslenskra stjórnmála sem er umhugað um öflugt atvinnulíf til jafns við sterkt velferðarkerfi. Til þessa fólks eigum við að ná með stefnu okkar í landbúnaðarmálum, sjávarútvegsmálum, Evrópumálum, skattastefnu okkar, mennta- og atvinnustefnu. Þekkingarmiðað atvinnulífFlokkurinn hefur sýnt að honum er vel treystandi fyrir ríkisfjármálunum, að hann hafni einangrunarstefnu, og að hann sé eini flokkurinn með stefnu í myntmálum þjóðarinnar. Um leið eigum við að leggja áherslu á þekkingarmiðað atvinnulíf, jafnvægi milli umhverfisverndar og virkjana, innleiðingu skattalegra hvata gagnvart atvinnulífinu og á eflingu samkeppnishæfni landsins. Samfylking er alþjóðasinnaður miðjuflokkur þar sem við teljum að jafnvæginu á milli ríkisforsjár og einkaframtaks sé hægt að ná í gegnum áherslu á velferðarkerfi og verðmætasköpun. Valkostur miðjunnarVerði Samfylkingin í forsæti næstu ríkisstjórnar er mikilvægt að halda áfram að gæta að þeim verst stöddu í okkar samfélagi. Forsendur verðmætasköpunar liggja í velferðinni. Þá á flokkurinn að fylgja eftir nauðsynlegu aðhaldi í ríkisútgjöldum, gæta að hófsemi í skattlagningu og réttlátri skiptingu arðs af auðlindum. Stefna ber að endurskoðun landbúnaðarkerfisins, halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið og freista þess að gefa þjóðinni valkost í myntmálum. Þannig á Samfylkingin að birtast sem valkostur þeirra sem hafna einangrun en vilja byggja upp fjölbreytt atvinnulíf og losa heimilin undan oki verðtryggingar og hárra vaxta. Samfylkingin ber því ríka ábyrgð sem valkostur kjósenda á miðju íslenskra stjórnmála.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar