Heilbrigðar tennur! Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 31. október 2012 08:00 Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna tillögum sem starfshópur velferðarráðherra hefur lagt fram um framtíðarfyrirkomulag tannlækninga barna sem gert er ráð fyrir að taki gildi um næstu áramót. Þar er gert ráð fyrir að greitt verði að fullu fyrir tannlækningar barna í áföngum. Þann 1. janúar 2018 verði tannlækningar allra barna þeim að kostnaðarlausu að frátöldu hóflegu komugjaldi. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur fullgilt eiga öll börn rétt á að njóta besta mögulega heilsufars sem hægt er að tryggja með læknisaðstoð og heilbrigðisþjónustu. Ekki má mismuna börnum hvað það varðar vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Mjög mikilvægt er að tannheilsa barna þurfi ekki að líða fyrir efnahag foreldra þeirra. Fyrr á árinu stóðu Barnaheill fyrir málþingi um þá óheillaþróun sem átt hefur sér stað í tannheilsu íslenskra barna. Þar kom meðal annars fram að á aðeins 16 ára tímabili hefur Ísland farið úr því að vera í hópi tíu efstu þjóða meðal OECD-landa hvað tannheilsu 12 ára barna varðar, í það að vera í sjötta neðsta sæti. Mikill kostnaður við tannlækningar er meginástæða þessa. Samtökin skoruðu þá á stjórnvöld, tannlækna og samfélagið allt að leggjast á eitt til að bæta tannheilsu íslenskra barna og komu af stað undirskriftasöfnun. Tæplega sex þúsund undirskriftir söfnuðust og voru þær afhentar Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra, þann 27. september sl. Foreldrar bera meginábyrgð á að tryggja börnum sínum umönnun og vernd samkvæmt Barnasáttmálanum. Í því felst meðal annars skylda til að gæta þess að tennur séu hirtar og að koma í veg fyrir óhóflega sykurneyslu barna. Sykurneysla íslenskra barna í formi sælgætis og sætra drykkja er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Barnaheill – Save the Children á Íslandi leggja mikla áherslu á að tillögur starfshóps velferðarráðherra fái brautargengi og þannig verði þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað snúið við. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að stuðla að jafnræði þegar kemur að tannheilsu barna og að gera öllum börnum kleift að vera með heilbrigðar tennur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna tillögum sem starfshópur velferðarráðherra hefur lagt fram um framtíðarfyrirkomulag tannlækninga barna sem gert er ráð fyrir að taki gildi um næstu áramót. Þar er gert ráð fyrir að greitt verði að fullu fyrir tannlækningar barna í áföngum. Þann 1. janúar 2018 verði tannlækningar allra barna þeim að kostnaðarlausu að frátöldu hóflegu komugjaldi. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur fullgilt eiga öll börn rétt á að njóta besta mögulega heilsufars sem hægt er að tryggja með læknisaðstoð og heilbrigðisþjónustu. Ekki má mismuna börnum hvað það varðar vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Mjög mikilvægt er að tannheilsa barna þurfi ekki að líða fyrir efnahag foreldra þeirra. Fyrr á árinu stóðu Barnaheill fyrir málþingi um þá óheillaþróun sem átt hefur sér stað í tannheilsu íslenskra barna. Þar kom meðal annars fram að á aðeins 16 ára tímabili hefur Ísland farið úr því að vera í hópi tíu efstu þjóða meðal OECD-landa hvað tannheilsu 12 ára barna varðar, í það að vera í sjötta neðsta sæti. Mikill kostnaður við tannlækningar er meginástæða þessa. Samtökin skoruðu þá á stjórnvöld, tannlækna og samfélagið allt að leggjast á eitt til að bæta tannheilsu íslenskra barna og komu af stað undirskriftasöfnun. Tæplega sex þúsund undirskriftir söfnuðust og voru þær afhentar Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra, þann 27. september sl. Foreldrar bera meginábyrgð á að tryggja börnum sínum umönnun og vernd samkvæmt Barnasáttmálanum. Í því felst meðal annars skylda til að gæta þess að tennur séu hirtar og að koma í veg fyrir óhóflega sykurneyslu barna. Sykurneysla íslenskra barna í formi sælgætis og sætra drykkja er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Barnaheill – Save the Children á Íslandi leggja mikla áherslu á að tillögur starfshóps velferðarráðherra fái brautargengi og þannig verði þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað snúið við. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að stuðla að jafnræði þegar kemur að tannheilsu barna og að gera öllum börnum kleift að vera með heilbrigðar tennur.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun