Sýrlandsher heitir að virða vopnahlé 26. október 2012 00:30 Börn í Aleppo Ekkert virðist ætla að verða úr fjögurra daga vopnahléi. nordicphotos/AFP nordicphotos/afp Lakhdar Brahimi, sérlegur friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna og arababandalagsins í Sýrlandi, hefur undanfarna daga reynt að fá bæði stjórnarherinn og helstu hópa uppreisnarmanna til að fallast á fjögurra daga vopnahlé, sem hæfist í dag og stæði fram á mánudag. Þessa fjóra daga halda múslímar fórnarhátíð, eina helgustu hátíð ársins. Sú hátíð er haldin til að minnast þess þegar guð krafðist þess að Abraham fórnaði syni sínum, en lét hann síðan sleppa með skrekkinn eins og lesa má um bæði í Biblíunni og Kóraninum. Alls óvíst er þó hvort nokkuð verði úr þessu vopnahléi. Sýrlandsstjórn hefur verið treg til að fallast á vopnahléið og viljað áskilja sér rétt til að svara ef uppreisnarmenn gera árásir. Uppreisnarliðið er sundurleitur hópur sem skiptist í ótal anga, sem eru ósammála innbyrðis og hafa bæði ólík markmið og beita ólíkum aðferðum. Enda hafði Brahimi ekki fyrr tilkynnt um vopnahlé en herská samtök, tengd Al Kaída, sögðust ekki ætla að virða það. Í gær bárust svo fréttir af því að uppreisnarmenn í borginni Aleppo, fjölmennustu borg landsins, hefðu sótt hart gegn stjórnarhernum og náð nýjum hverfum á sitt vald. Ekki er vitað hvort stjórnarherinn sjái sér fært að láta þessum árangri uppreisnarliðsins ósvarað. Ekki er heldur vitað hvort uppreisnarherinn hefur nægan styrk til að halda þeim hverfum sem hann náði á vald sitt í gær. „Þetta kom okkur á óvart," sagði Abu Raed, einn uppreisnarmanna, í Skype-viðtali við fréttastofuna AP. „Þetta gekk hratt fyrir sig og fór í óvænta átt." Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að engin trygging sé fyrir því að vopnahléið haldi, en hvatti engu að síður bæði stjórnarherinn og uppreisnarmenn til að standa sig. „Við fylgjumst grannt með harmleiknum í Sýrlandi, og bindum vonir okkar nú við vopnahléið sem vonandi verður að veruleika," sagði hann við blaðamenn í Genf í gær. Brahimi tók fyrr á árinu við hlutverki friðarerindreka og hefur frá upphafi varað við of mikilli bjartsýni, enda náði forveri hans, Kofi Annan, engum árangri. - gb Fréttir Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Sjá meira
Lakhdar Brahimi, sérlegur friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna og arababandalagsins í Sýrlandi, hefur undanfarna daga reynt að fá bæði stjórnarherinn og helstu hópa uppreisnarmanna til að fallast á fjögurra daga vopnahlé, sem hæfist í dag og stæði fram á mánudag. Þessa fjóra daga halda múslímar fórnarhátíð, eina helgustu hátíð ársins. Sú hátíð er haldin til að minnast þess þegar guð krafðist þess að Abraham fórnaði syni sínum, en lét hann síðan sleppa með skrekkinn eins og lesa má um bæði í Biblíunni og Kóraninum. Alls óvíst er þó hvort nokkuð verði úr þessu vopnahléi. Sýrlandsstjórn hefur verið treg til að fallast á vopnahléið og viljað áskilja sér rétt til að svara ef uppreisnarmenn gera árásir. Uppreisnarliðið er sundurleitur hópur sem skiptist í ótal anga, sem eru ósammála innbyrðis og hafa bæði ólík markmið og beita ólíkum aðferðum. Enda hafði Brahimi ekki fyrr tilkynnt um vopnahlé en herská samtök, tengd Al Kaída, sögðust ekki ætla að virða það. Í gær bárust svo fréttir af því að uppreisnarmenn í borginni Aleppo, fjölmennustu borg landsins, hefðu sótt hart gegn stjórnarhernum og náð nýjum hverfum á sitt vald. Ekki er vitað hvort stjórnarherinn sjái sér fært að láta þessum árangri uppreisnarliðsins ósvarað. Ekki er heldur vitað hvort uppreisnarherinn hefur nægan styrk til að halda þeim hverfum sem hann náði á vald sitt í gær. „Þetta kom okkur á óvart," sagði Abu Raed, einn uppreisnarmanna, í Skype-viðtali við fréttastofuna AP. „Þetta gekk hratt fyrir sig og fór í óvænta átt." Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að engin trygging sé fyrir því að vopnahléið haldi, en hvatti engu að síður bæði stjórnarherinn og uppreisnarmenn til að standa sig. „Við fylgjumst grannt með harmleiknum í Sýrlandi, og bindum vonir okkar nú við vopnahléið sem vonandi verður að veruleika," sagði hann við blaðamenn í Genf í gær. Brahimi tók fyrr á árinu við hlutverki friðarerindreka og hefur frá upphafi varað við of mikilli bjartsýni, enda náði forveri hans, Kofi Annan, engum árangri. - gb
Fréttir Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Sjá meira