Sýrlandsher heitir að virða vopnahlé 26. október 2012 00:30 Börn í Aleppo Ekkert virðist ætla að verða úr fjögurra daga vopnahléi. nordicphotos/AFP nordicphotos/afp Lakhdar Brahimi, sérlegur friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna og arababandalagsins í Sýrlandi, hefur undanfarna daga reynt að fá bæði stjórnarherinn og helstu hópa uppreisnarmanna til að fallast á fjögurra daga vopnahlé, sem hæfist í dag og stæði fram á mánudag. Þessa fjóra daga halda múslímar fórnarhátíð, eina helgustu hátíð ársins. Sú hátíð er haldin til að minnast þess þegar guð krafðist þess að Abraham fórnaði syni sínum, en lét hann síðan sleppa með skrekkinn eins og lesa má um bæði í Biblíunni og Kóraninum. Alls óvíst er þó hvort nokkuð verði úr þessu vopnahléi. Sýrlandsstjórn hefur verið treg til að fallast á vopnahléið og viljað áskilja sér rétt til að svara ef uppreisnarmenn gera árásir. Uppreisnarliðið er sundurleitur hópur sem skiptist í ótal anga, sem eru ósammála innbyrðis og hafa bæði ólík markmið og beita ólíkum aðferðum. Enda hafði Brahimi ekki fyrr tilkynnt um vopnahlé en herská samtök, tengd Al Kaída, sögðust ekki ætla að virða það. Í gær bárust svo fréttir af því að uppreisnarmenn í borginni Aleppo, fjölmennustu borg landsins, hefðu sótt hart gegn stjórnarhernum og náð nýjum hverfum á sitt vald. Ekki er vitað hvort stjórnarherinn sjái sér fært að láta þessum árangri uppreisnarliðsins ósvarað. Ekki er heldur vitað hvort uppreisnarherinn hefur nægan styrk til að halda þeim hverfum sem hann náði á vald sitt í gær. „Þetta kom okkur á óvart," sagði Abu Raed, einn uppreisnarmanna, í Skype-viðtali við fréttastofuna AP. „Þetta gekk hratt fyrir sig og fór í óvænta átt." Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að engin trygging sé fyrir því að vopnahléið haldi, en hvatti engu að síður bæði stjórnarherinn og uppreisnarmenn til að standa sig. „Við fylgjumst grannt með harmleiknum í Sýrlandi, og bindum vonir okkar nú við vopnahléið sem vonandi verður að veruleika," sagði hann við blaðamenn í Genf í gær. Brahimi tók fyrr á árinu við hlutverki friðarerindreka og hefur frá upphafi varað við of mikilli bjartsýni, enda náði forveri hans, Kofi Annan, engum árangri. - gb Fréttir Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Lakhdar Brahimi, sérlegur friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna og arababandalagsins í Sýrlandi, hefur undanfarna daga reynt að fá bæði stjórnarherinn og helstu hópa uppreisnarmanna til að fallast á fjögurra daga vopnahlé, sem hæfist í dag og stæði fram á mánudag. Þessa fjóra daga halda múslímar fórnarhátíð, eina helgustu hátíð ársins. Sú hátíð er haldin til að minnast þess þegar guð krafðist þess að Abraham fórnaði syni sínum, en lét hann síðan sleppa með skrekkinn eins og lesa má um bæði í Biblíunni og Kóraninum. Alls óvíst er þó hvort nokkuð verði úr þessu vopnahléi. Sýrlandsstjórn hefur verið treg til að fallast á vopnahléið og viljað áskilja sér rétt til að svara ef uppreisnarmenn gera árásir. Uppreisnarliðið er sundurleitur hópur sem skiptist í ótal anga, sem eru ósammála innbyrðis og hafa bæði ólík markmið og beita ólíkum aðferðum. Enda hafði Brahimi ekki fyrr tilkynnt um vopnahlé en herská samtök, tengd Al Kaída, sögðust ekki ætla að virða það. Í gær bárust svo fréttir af því að uppreisnarmenn í borginni Aleppo, fjölmennustu borg landsins, hefðu sótt hart gegn stjórnarhernum og náð nýjum hverfum á sitt vald. Ekki er vitað hvort stjórnarherinn sjái sér fært að láta þessum árangri uppreisnarliðsins ósvarað. Ekki er heldur vitað hvort uppreisnarherinn hefur nægan styrk til að halda þeim hverfum sem hann náði á vald sitt í gær. „Þetta kom okkur á óvart," sagði Abu Raed, einn uppreisnarmanna, í Skype-viðtali við fréttastofuna AP. „Þetta gekk hratt fyrir sig og fór í óvænta átt." Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að engin trygging sé fyrir því að vopnahléið haldi, en hvatti engu að síður bæði stjórnarherinn og uppreisnarmenn til að standa sig. „Við fylgjumst grannt með harmleiknum í Sýrlandi, og bindum vonir okkar nú við vopnahléið sem vonandi verður að veruleika," sagði hann við blaðamenn í Genf í gær. Brahimi tók fyrr á árinu við hlutverki friðarerindreka og hefur frá upphafi varað við of mikilli bjartsýni, enda náði forveri hans, Kofi Annan, engum árangri. - gb
Fréttir Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira