Schäuble og Draghi segja Stournaras bulla 25. október 2012 00:00 Reikningskennsla á húsvegg Í Aþenu hefur vegglistamönnum þótt ástæða til að minna gríska stjórnmálamenn á grundvallaratriði reikningslistarinnar. nordicphotos/AFP Yannis Stournaras, fjármálaráðherra Grikklands, fullyrti á þingi í gær að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefðu samþykkt að Grikkland fengi tveggja ára viðbótarfrest til að koma ríkisfjármálum sínum í lag. Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, og Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka ESB, sögðu þó ekkert hæft í þessu. Schäuble kallaði þessa yfirlýsingu gríska fjármálaráðherrans innihaldslausar vangaveltur, en Draghi sagði hana vera ekkert annað en orðróm, sem hann gæti ekki staðfest. Stournaras fullyrti engu að síður að samkomulag hefði tekist við þriggja manna sendinefnd frá AGS, ESB og Seðlabanka ESB um 13,5 milljarða evra niðurskurð á fjárlögum Grikklands, sem grísku stjórnarflokkarnir hafa vikum saman unnið hörðum höndum að. Þessu fylgir, sagði hann, að frestur til að ná ríkisskuldunum niður í það hámark, sem ESB gerir kröfu um, verði lengdir frá árslokum 2014 til ársloka 2016: „Ef við hefðum ekki fengið þá framlengingu hefðum við ekki aðeins þurft að grípa til aðgerða upp á 13,5 milljarða evra í dag, heldur 18,5 milljarða." Samkomulag við þriggja manna nefndina er skilyrði þess að Grikkland fái næstu umsömdu greiðslur úr stöðugleikasjóði ESB, en þær greiðslur þurfa að berast fyrir miðjan nóvember, að öðrum kosti verður gríska ríkið gjaldþrota.- gb Fréttir Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Sjá meira
Yannis Stournaras, fjármálaráðherra Grikklands, fullyrti á þingi í gær að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefðu samþykkt að Grikkland fengi tveggja ára viðbótarfrest til að koma ríkisfjármálum sínum í lag. Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, og Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka ESB, sögðu þó ekkert hæft í þessu. Schäuble kallaði þessa yfirlýsingu gríska fjármálaráðherrans innihaldslausar vangaveltur, en Draghi sagði hana vera ekkert annað en orðróm, sem hann gæti ekki staðfest. Stournaras fullyrti engu að síður að samkomulag hefði tekist við þriggja manna sendinefnd frá AGS, ESB og Seðlabanka ESB um 13,5 milljarða evra niðurskurð á fjárlögum Grikklands, sem grísku stjórnarflokkarnir hafa vikum saman unnið hörðum höndum að. Þessu fylgir, sagði hann, að frestur til að ná ríkisskuldunum niður í það hámark, sem ESB gerir kröfu um, verði lengdir frá árslokum 2014 til ársloka 2016: „Ef við hefðum ekki fengið þá framlengingu hefðum við ekki aðeins þurft að grípa til aðgerða upp á 13,5 milljarða evra í dag, heldur 18,5 milljarða." Samkomulag við þriggja manna nefndina er skilyrði þess að Grikkland fái næstu umsömdu greiðslur úr stöðugleikasjóði ESB, en þær greiðslur þurfa að berast fyrir miðjan nóvember, að öðrum kosti verður gríska ríkið gjaldþrota.- gb
Fréttir Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Sjá meira